Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2023 21:21 Það þurfti bara þrjár hestakerrur til að bjarga 66 dýrum úr Grindavík. Þar á meðal voru 45 kindur, tuttugu hænur og einn köttur. Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. „Við fengum að fara inn um eittleytið hjá Höfnunum og vorum í raun komin út um tvö. Þetta var mjög fljótt afgreitt,“ sagði Sigrún um aðgerðina. „Við sóttum okkar kindur, 35 stykki, og svo fórum við hjá nágranna okkar og sóttum tíu stykki og svo sóttum við hænurnar okkar, 20 stykki. Og náðum í einn kött hjá frænda okkar sem býr fyrir aftan okkar. Þannig við náðum að bjarga helling af dýrum,“ sagði hún. Hér má sjá myndband af dýrunum. Hvernig ferjar maður svona mikið af kindum? „Við vorum með eina hestakerru en ég setti inn færslu í gærkvöldi á Facebook-hópinn Aðstoð við Grindvíkinga og óskaði eftir hestakerru ef einhver ætti ef okkur yrði hleypt inn. Það voru svo ótrúlega margir sem buðu fram hjálp sem er alveg magnað,“ sagði Sigrún. Færslan skilaði tilætluðum árangri af því þeim barst hjálp. Dýrin komin á öruggan stað Þökk sé aðstoð tveggja manna var hægt að ferja öll dýrin í einu og eru þau komin í öruggt skjól. „Það mættu svo tveir menn til okkar á stórum bílum með hestakerrur. Þannig þetta gekk ótrúlega vel fyrir sig að klára þetta,“ bætti hún við. Komu þeir með ykkur inn í bæinn? „Já, þeir komu inn fyrir líka þannig við mættum á þremur bílum með þrjár hestakerrur og tókum öll okkar dýr,“ sagði Sigrún. Hópur Grindvíkinga fékk að fara aftur inn í bæinn í dag. Utanbæjarmenn og björgunarsveitarfólk hjálpuðu til. Voru þetta utanbæjarmenn eða Grindvíkingar? „Þetta voru menn úr Keflavík og svo þegar við vorum að koma með kindurnar til Keflavíkur voru allir bara Við getum geymt þær. Það er alveg magnað hvað það er mikill kærleikur sem kemur fram og sést skýrt þegar eitthvað kemur upp á,“ sagði Sigrún Hvert fóruð þið svo með dýrin? „Þær eru í hesthúsunum í Keflavík og hænurnar fóru í Garðinn til konu þar. Þannig þau eru á víð og dreif í nágrenninu,“ sagði Sigrún. Vonar að fólk fái að ná í dýr sín Fjárhús fjölskyldunnar eru ansi einangruð, alveg niðri við fjöru svo Sigrún sagðist ekki hafa séð neina aðra sækja dýrin sín. Hún vissi þó af öðrum sem hefðu náð að sækja dýrin sín. „En við sáum fullt af lausum kindum á leiðinni sem voru örugglega frá Stað. En Þær voru allavega úti þannig þær ættu að geta flúið ef eitthvað gerist,“ sagði hún. Og eruð þið í borginni eða einhvers staðar nær Grindavík? „Ég er úr Grindavík en bý í Kópavogi þannig það er eiginlega öll fjölskyldan hjá mér. Það er voða kósý. Það er ekkert mikið pláss en maður býr til pláss,“ sagði hún. „Ég vona bara innilega að þeir hleypi fólki inn. Ég veit að Dýrfinna er búin að vera að bíða eftir að komast inn að ná í ketti og voru með gott plan, komin með bíla og fólk. Það er fullt af köttum á svæðinu. Fólk er eiginlega lamað yfir því að geta ekki náð í dýrin sín sem er ömurlegt,“ sagði hún að lokum. Dýr Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 Um 250 gæludýr enn í Grindavík Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu. 12. nóvember 2023 00:01 Saknar 67 gæludýra sinna sem urðu eftir í Grindavík Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin. 11. nóvember 2023 21:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Við fengum að fara inn um eittleytið hjá Höfnunum og vorum í raun komin út um tvö. Þetta var mjög fljótt afgreitt,“ sagði Sigrún um aðgerðina. „Við sóttum okkar kindur, 35 stykki, og svo fórum við hjá nágranna okkar og sóttum tíu stykki og svo sóttum við hænurnar okkar, 20 stykki. Og náðum í einn kött hjá frænda okkar sem býr fyrir aftan okkar. Þannig við náðum að bjarga helling af dýrum,“ sagði hún. Hér má sjá myndband af dýrunum. Hvernig ferjar maður svona mikið af kindum? „Við vorum með eina hestakerru en ég setti inn færslu í gærkvöldi á Facebook-hópinn Aðstoð við Grindvíkinga og óskaði eftir hestakerru ef einhver ætti ef okkur yrði hleypt inn. Það voru svo ótrúlega margir sem buðu fram hjálp sem er alveg magnað,“ sagði Sigrún. Færslan skilaði tilætluðum árangri af því þeim barst hjálp. Dýrin komin á öruggan stað Þökk sé aðstoð tveggja manna var hægt að ferja öll dýrin í einu og eru þau komin í öruggt skjól. „Það mættu svo tveir menn til okkar á stórum bílum með hestakerrur. Þannig þetta gekk ótrúlega vel fyrir sig að klára þetta,“ bætti hún við. Komu þeir með ykkur inn í bæinn? „Já, þeir komu inn fyrir líka þannig við mættum á þremur bílum með þrjár hestakerrur og tókum öll okkar dýr,“ sagði Sigrún. Hópur Grindvíkinga fékk að fara aftur inn í bæinn í dag. Utanbæjarmenn og björgunarsveitarfólk hjálpuðu til. Voru þetta utanbæjarmenn eða Grindvíkingar? „Þetta voru menn úr Keflavík og svo þegar við vorum að koma með kindurnar til Keflavíkur voru allir bara Við getum geymt þær. Það er alveg magnað hvað það er mikill kærleikur sem kemur fram og sést skýrt þegar eitthvað kemur upp á,“ sagði Sigrún Hvert fóruð þið svo með dýrin? „Þær eru í hesthúsunum í Keflavík og hænurnar fóru í Garðinn til konu þar. Þannig þau eru á víð og dreif í nágrenninu,“ sagði Sigrún. Vonar að fólk fái að ná í dýr sín Fjárhús fjölskyldunnar eru ansi einangruð, alveg niðri við fjöru svo Sigrún sagðist ekki hafa séð neina aðra sækja dýrin sín. Hún vissi þó af öðrum sem hefðu náð að sækja dýrin sín. „En við sáum fullt af lausum kindum á leiðinni sem voru örugglega frá Stað. En Þær voru allavega úti þannig þær ættu að geta flúið ef eitthvað gerist,“ sagði hún. Og eruð þið í borginni eða einhvers staðar nær Grindavík? „Ég er úr Grindavík en bý í Kópavogi þannig það er eiginlega öll fjölskyldan hjá mér. Það er voða kósý. Það er ekkert mikið pláss en maður býr til pláss,“ sagði hún. „Ég vona bara innilega að þeir hleypi fólki inn. Ég veit að Dýrfinna er búin að vera að bíða eftir að komast inn að ná í ketti og voru með gott plan, komin með bíla og fólk. Það er fullt af köttum á svæðinu. Fólk er eiginlega lamað yfir því að geta ekki náð í dýrin sín sem er ömurlegt,“ sagði hún að lokum.
Dýr Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 Um 250 gæludýr enn í Grindavík Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu. 12. nóvember 2023 00:01 Saknar 67 gæludýra sinna sem urðu eftir í Grindavík Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin. 11. nóvember 2023 21:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31
Um 250 gæludýr enn í Grindavík Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu. 12. nóvember 2023 00:01
Saknar 67 gæludýra sinna sem urðu eftir í Grindavík Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin. 11. nóvember 2023 21:55