„Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 10:37 Erna Pálrún ásamt manni sínum Ómari. Þau bíða og vona eins og svo margir Grindvíkingar. Fjölmargir Grindvíkingar hafa ekki séð myndir af bænum sínum síðan allsherjarrýming var framkvæmd á föstudagskvöld. Íbúar í Grindavík óttast miklar skemmdir á húsum sínum. Íbúi í Grindavík vonast til að fá að sækja muni heim til sín. Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira