Svo til óbreytt ástand en minni líkur á gosi ef eitthvað er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2023 12:23 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna óbreytta við Þorbjörn. Ekki séu skýr merki um eldgos. Litlar breytingar eru á stöðunni í Grindavík þó að verulega hafi dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhinga. Jarðeðlisfræðingur segir svipaðar líkur á gosi og áður. Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent