Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 13:53 Steinunn Sesselja Sigurðardóttir ætlaði sér ekki að fara neitt á föstudagskvöld og mun snúa aftur til síns heima í Grindavík að öllu þessu loknu. Vísir/Arnar Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira