Vaktin: Nýtt kerfi fyrir Grindvíkinga Hólmfríður Gísladóttir, Margrét Björk Jónsdóttir, Lovísa Arnardóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. nóvember 2023 06:34 Til stóð að hleypa íbúum Grindavíkur sem höfðu fengið boð, inn til klukkan 14. Aðgerðum var hætt klukkan 11 vegna öryggisráðstafanna. Vísir/Vilhelm Um 1400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Mest er um smáskjálfta undir 1 að stærð, en í morgun kl. 6.35 mældist skjálfti við Hagafell sem var 3.0 að stærð. Helstu tíðindi: Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur enn töluverðar líkur á gosi, en líklega yrði það í minni kantinum og í líkingu við gos síðustu ára. Kvikugas mældist í borholu í Svartsengi norðan Þorbjarnar í gær. Frekari mælingar verða gerðar í dag. HS Veitur sögðu í gær að rof hefðu orðið á rafstrengum og lögnum vegna sprungunnar sem nú liggur í gegnum bæinn. Íbúum á rauða svæðinu, hættulegasta svæði Grindavíkur fengu boð um að komast til að sækja eigur í morgun. Sú aðgerð hófst klukkan níu í morgun en klukkan ellefu var þeim hætt vegna öryggisráðstafanna. Forsvarsmönnum fyrirtækja var hleypt inn klukkan 14. Foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grindavík var boðið samverustundar í Laugardalshöll klukkan 13 í dag. Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni: Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík: Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).
Helstu tíðindi: Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur enn töluverðar líkur á gosi, en líklega yrði það í minni kantinum og í líkingu við gos síðustu ára. Kvikugas mældist í borholu í Svartsengi norðan Þorbjarnar í gær. Frekari mælingar verða gerðar í dag. HS Veitur sögðu í gær að rof hefðu orðið á rafstrengum og lögnum vegna sprungunnar sem nú liggur í gegnum bæinn. Íbúum á rauða svæðinu, hættulegasta svæði Grindavíkur fengu boð um að komast til að sækja eigur í morgun. Sú aðgerð hófst klukkan níu í morgun en klukkan ellefu var þeim hætt vegna öryggisráðstafanna. Forsvarsmönnum fyrirtækja var hleypt inn klukkan 14. Foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grindavík var boðið samverustundar í Laugardalshöll klukkan 13 í dag. Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni: Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík: Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira