Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sýni gott fordæmi Bjartmar Steinn Guðjónsson og Reynir Sævarsson skrifa 17. nóvember 2023 14:16 Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar