Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 14:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. „Við erum að reyna að bæta upplýsingagjöf eins og við mögulega getum. Aðeins talandi um fræðslumálin þá fór mikil vinna í gang strax síðustu helgi á vegum fræðslusviðsins okkar og kennara, skólastjóra í grunnskólum og leikskólum að reyna að halda óskiptu skólahaldi fyrir börnin og ég get sagt frá því að fyrstu formlegu úrræðin verða tekin í gagnið í skólum Reykjavíkurborgar hér á miðvikudaginn kemur.“ Eðlilegt að skólinn sé ekki í forgangi Hann segir einnig að verið sé að reyna að koma leikskólamálum í réttan farveg. Hann segist einnig vita að eðlilegt sé að fólk setji ekki skólann í forgang þegar það veit ekki hver búsetuúrræði þeirra verði næstu vikurnar. „Sama er að segja um leikskólamálin, við erum að reyna er að koma þeim í réttan farveg. Það er eðlilegt að fólk sem ekki veit um framtíð sína eða búsetuúrræði næstu vikurnar sé ekki endilega að setja það í forgang að setja börnin sín í skóla núna, ef þau verða kannski tekin upp eftir stuttan tíma og færð annað. En þetta er allt gert með hagsmuni barnanna í huga.“ Atvinnurekendur komi sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu Fannar segir að Grindavíkurbær sé komin í þéttara samband við grindvísk fyrirtæki og að mikilvægt sé að þau geti haldið sem minnst skertri starfsemi áfram í nærliggjandi sveitarfélögum. „Eitt af því sem veldur auðvitað fólki áhyggjum fjárhagslega er að missa vinnuna sína. Þá rofni ráðningarsamband við vinnuveitendur. Ríkisstjórnin hefur brugðist vel við því. Við erum núna komin í þéttara samband við fyrirtækin og erum að fá tilboð frá ýmsum aðilum um að atvinnurekendur í Grindavík geti komið sér fyrir hérna á höfuðborgarsvæðinu og haldið sem minnst skertri starfsemi áfram. Það er einn af þessum lykilþáttum sem skipta máli og við erum að fá góða aðstoð við.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Við erum að reyna að bæta upplýsingagjöf eins og við mögulega getum. Aðeins talandi um fræðslumálin þá fór mikil vinna í gang strax síðustu helgi á vegum fræðslusviðsins okkar og kennara, skólastjóra í grunnskólum og leikskólum að reyna að halda óskiptu skólahaldi fyrir börnin og ég get sagt frá því að fyrstu formlegu úrræðin verða tekin í gagnið í skólum Reykjavíkurborgar hér á miðvikudaginn kemur.“ Eðlilegt að skólinn sé ekki í forgangi Hann segir einnig að verið sé að reyna að koma leikskólamálum í réttan farveg. Hann segist einnig vita að eðlilegt sé að fólk setji ekki skólann í forgang þegar það veit ekki hver búsetuúrræði þeirra verði næstu vikurnar. „Sama er að segja um leikskólamálin, við erum að reyna er að koma þeim í réttan farveg. Það er eðlilegt að fólk sem ekki veit um framtíð sína eða búsetuúrræði næstu vikurnar sé ekki endilega að setja það í forgang að setja börnin sín í skóla núna, ef þau verða kannski tekin upp eftir stuttan tíma og færð annað. En þetta er allt gert með hagsmuni barnanna í huga.“ Atvinnurekendur komi sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu Fannar segir að Grindavíkurbær sé komin í þéttara samband við grindvísk fyrirtæki og að mikilvægt sé að þau geti haldið sem minnst skertri starfsemi áfram í nærliggjandi sveitarfélögum. „Eitt af því sem veldur auðvitað fólki áhyggjum fjárhagslega er að missa vinnuna sína. Þá rofni ráðningarsamband við vinnuveitendur. Ríkisstjórnin hefur brugðist vel við því. Við erum núna komin í þéttara samband við fyrirtækin og erum að fá tilboð frá ýmsum aðilum um að atvinnurekendur í Grindavík geti komið sér fyrir hérna á höfuðborgarsvæðinu og haldið sem minnst skertri starfsemi áfram. Það er einn af þessum lykilþáttum sem skipta máli og við erum að fá góða aðstoð við.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira