Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. nóvember 2023 20:10 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stuðning þjóðarinnar í garð Grindvíkinga hvetjandi. Stöð 2 Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur ræddi við fréttamann á leiknum í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann heimsótti Grindavík í dag og sagði frá hver staðan væri á bænum. „Hún er misjöfn eftir hvar við erum í bænum. Það er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn og það eru mörg hús sem eru við þessa sprungu sem eru mjög illa farin. En almennt séð er bærinn fallegur og reisn yfir honum. Þannig að þegar þú ert í bænum þá upplifirðu ekki allar þessar miklu skemmdir en vissulega eru mörg hús og sprungan sjáanleg í gegnum bæinn,“ segir Vilhjálmur. Hvernig var tilfinningin að koma aftur inn í Grindavík? „Það er alltaf gott að koma í Grindavík og mér líður alltaf betur eftir þessi bæði skipti sem ég er búinn að koma. Þá hefur mér bara liðið betur eftir og sjá þessa reisn sem er ennþá yfir bænum þó að vissulega séu þessar skemmdir, þessi ummerki af þessum jarðhræringum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að við séum ekki heima í Grindavík þá erum við samfélag ennþá og samfélagið okkar er öflugt. Og það hefur mikla þýðingu og íþróttirnar munu sameina okkur í því að halda samfélaginu okkar öflugu.“ Hann segir stuðninginn sem körfuboltaliðið hefur fengið hafa skilað góðum úrslitum. „Og þetta er sá stuðningur sem við finnum fyrir frá þjóðinni í dag og hvetur okkur áfram í því verkefni sem við erum í,“ segir Vilhjálmur að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Körfubolti Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur ræddi við fréttamann á leiknum í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann heimsótti Grindavík í dag og sagði frá hver staðan væri á bænum. „Hún er misjöfn eftir hvar við erum í bænum. Það er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn og það eru mörg hús sem eru við þessa sprungu sem eru mjög illa farin. En almennt séð er bærinn fallegur og reisn yfir honum. Þannig að þegar þú ert í bænum þá upplifirðu ekki allar þessar miklu skemmdir en vissulega eru mörg hús og sprungan sjáanleg í gegnum bæinn,“ segir Vilhjálmur. Hvernig var tilfinningin að koma aftur inn í Grindavík? „Það er alltaf gott að koma í Grindavík og mér líður alltaf betur eftir þessi bæði skipti sem ég er búinn að koma. Þá hefur mér bara liðið betur eftir og sjá þessa reisn sem er ennþá yfir bænum þó að vissulega séu þessar skemmdir, þessi ummerki af þessum jarðhræringum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að við séum ekki heima í Grindavík þá erum við samfélag ennþá og samfélagið okkar er öflugt. Og það hefur mikla þýðingu og íþróttirnar munu sameina okkur í því að halda samfélaginu okkar öflugu.“ Hann segir stuðninginn sem körfuboltaliðið hefur fengið hafa skilað góðum úrslitum. „Og þetta er sá stuðningur sem við finnum fyrir frá þjóðinni í dag og hvetur okkur áfram í því verkefni sem við erum í,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Körfubolti Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira