Hættum viðskiptum við Rapyd sem styður morð á saklausu fólki Björn B. Björnsson skrifar 19. nóvember 2023 13:30 Við horfum öll með hryllingi á svívirðilegar árásir Ísraelshers á varnarlaust fólk á Gasa og Vesturbakkanum þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims. Almenningur á Íslandi styður kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé. En hvað getum við gert? Jú, við getum þrýst á yfirvöld á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og við gerðum réttilega við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. En það er ólíklegt að ríkisstjórn Íslands geri nokkurn skapaðn hlut. Þá er komið að okkur. Við getum beitt ísraelsk fyrirtæki sem styðja manndrápin á Gasa þrýstingi með því að beina viðskiptum okkar annað. Hér er hlekkur á síðu með upplýsingum um fyrirtæki sem hvatt er til sniðgöngu á vegna þessa og ástæður þess að þau eru á listanum: https://boycott.thewitness.news Ísraelska fyrirtækið Rapyd er umsvifamikið í færsluhirðingu á Íslandi eftir að það keypti Valitor af Arion banka árið 2021. Fyrirtækið er með starfsemi í landránsbyggðum Ísraelsmanna sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. En ekki nóg með það. Fyrirtækið hefur lýst opinberlega stuðningi sínum við helförina sem nú stendur yfir á Gasa. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd. Hringjum í og skrifum fyrirtækjum sem skipta við Rapyd og hvetjum þau til að hætta þeim viðskiptum. Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við horfum öll með hryllingi á svívirðilegar árásir Ísraelshers á varnarlaust fólk á Gasa og Vesturbakkanum þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims. Almenningur á Íslandi styður kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé. En hvað getum við gert? Jú, við getum þrýst á yfirvöld á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og við gerðum réttilega við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. En það er ólíklegt að ríkisstjórn Íslands geri nokkurn skapaðn hlut. Þá er komið að okkur. Við getum beitt ísraelsk fyrirtæki sem styðja manndrápin á Gasa þrýstingi með því að beina viðskiptum okkar annað. Hér er hlekkur á síðu með upplýsingum um fyrirtæki sem hvatt er til sniðgöngu á vegna þessa og ástæður þess að þau eru á listanum: https://boycott.thewitness.news Ísraelska fyrirtækið Rapyd er umsvifamikið í færsluhirðingu á Íslandi eftir að það keypti Valitor af Arion banka árið 2021. Fyrirtækið er með starfsemi í landránsbyggðum Ísraelsmanna sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. En ekki nóg með það. Fyrirtækið hefur lýst opinberlega stuðningi sínum við helförina sem nú stendur yfir á Gasa. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd. Hringjum í og skrifum fyrirtækjum sem skipta við Rapyd og hvetjum þau til að hætta þeim viðskiptum. Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun