Á fundinum mun Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum, fara yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var í Tollhúsinu í Reykjavík í síðustu viku. Grindvíkingar hafa verið duglegir við að sækja sér þjónustuna, sem hefur aukist með hverjum degi.
Þá mun Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur hjá félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar, fara yfir stöðu skólamála vegna atburðanna í Grindavík.
Fundurinn fer fram á íslensku en hann verður táknmálstúlkaður og túlkaður á pólsku.
Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu og í vaktinni hér fyrir neðan.
Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).