Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 11:43 Víðir hefur áður sagt að það sé ólíklegt að Grindvíkingar fái að halda hefðbundin jól. Vísir/Vilhelm Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. Víðir Reynisson, sviðsstjóri og yfirlögregluþjónn Almannavarna, stjórnaði fundinum og byrjaði á því að fara yfir verkefnið. Þá gaf hann Benedikt Ófeigssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, orðið. Benedikt sagði Veðurstofu hafa fundað með fulltrúum frá Háskóla Íslands og Almannavörnum í morgun til að fara yfir ný gögn og gervitunglamyndir. Þær sýndu vel aukið landris í Svartsengi, sem væri töluvert hraðara en það hefði verið áður en kvikugangurinn myndaðist. Að sögn Benedikts eru ekki taldar miklar líkur á gosi í Svartsengi á meðan engin skjálftavirkni er þar; mun meiri líkur séu á því að gos komi upp í sprungunni. Hann sagði vel fylgst með svæðinu og staðan gæti breyst á mjög skömmum tíma. Starfsmenn Grindavíkurbæjar, bóksafnsins og kirkjunnar að koma sér fyrir Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum, fór yfir starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar sem opnuð var fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík í síðustu viku. Hún sagði um 100 manns leita þangað daglega og ítrekaði að miðstöðin væri bæði fyrir fullorðna og börn, þar væri til að mynda sérstakt leiksvæði fyrir börnin. Hún sagði þónustuna sífellt að aukast en þar væri meðal annars boðið upp á samfélagslegan stuðning á vegum Rauða krossins. Ýmsar upplýsingar væru veittar á þjónustumiðstöðinni og í dag yrðu þar aðilar frá Náttúruhamfaratryggingu og Vinnumálastofnun. Þá myndu tryggingafélögin koma síðar meir og kynna úrræði. Ingibjörg sagði hluta af þjónstu Grindavíkurbæjar til húsa í Tollhúsinu, til að mynda félagsþjónstan. Þá væru starfsmenn bókasafnsins, Grindavíkurkirkju og frístunda- og menningarsvið einnig að koma sér fyrir. Starfsemin væri stöðugt að stækka að umfangi en að auki hefði verið opnuð þjónustugátt á island.is. Þar væri hægt að óska eftir húsnæði og eftir því að komast heim til Grindavíkur í verðmætabjörgun. Ingibjörg hvatti Grindvíkinga til að koma, fá sér kaffi og kynna sér þjónustuna. Stendur til boða að vera áfram með samnemendum og kennurum Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur hjá félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar, ávarpaði börn og fjölskyldur Grindavíkur. Lögð væri áhersla á að hverju barni væri mætt á eigin forsendum. Nú væri ekki skólaskylda hjá börnum í Grindavík en það væri réttur þeirra að ganga í skóla og unnið væri að því með nágrannasveitarfélögunum. Jóhanna sagði að á þessum tímum væri sumum börnum mikilvægt að mæta í skóla en öðrum að vera með fjölskyldu. Miðað er að því að öll börn komist í skóla í því hverfi þar sem fjölskyldan hefur fengið skjól. En einnig verður hægt að sækja skóla í „safnskóla“ fyrir börn úr Grindavík, þar sem börn og kennarar úr Grindavík munu koma saman. Skipulagið er eftir aldurshópum: 1. og 2, bekkur í Hvassaleitiskóla 3. og 4. bekkur í Tónabæ 5. til 8. bekkur í Ármúla 30 9. og 10. bekkur í Laugalækjaskóla Nánari upplýsingar fyrir foreldra eru væntanlegar í dag, sagði Jóhann. Þetta stendur til boða en það er ekki skólaskylda, ítrekaði hún. Veltur allt á því hvað er börnunum fyrir bestu. Hún sagði verið að vinna að svipuðum úrræðum fyrir leikskólabörnin. Benedikt sagðist aðspurður ekki telja að aukið landris við Svartsengi ógnaði þeim sem ynnu að varnargörðum á svæðinu. Gos væri enn langlíklegast við sprunguna. Víðir sagði búið að skipta vinnu við varnargarðana í áfanga en framkvæmdirnar myndu taka 30 til 40 daga. Víðir var einnig spurður að því hvers vegna aðgengi fjölmiðla að Grindavík hefði verið takmarkað. Grindavík er hættusvæði, lokað svæði, svaraði Víðir. Viðbragðsaðilar hefðu ekki haft mannskap til að fylgja fjölmiðlum inn. Um leið og við förum að hafa fleiri bíla og meiri mannskap þá munum við auka aðgengið, sagði Víðir. Það væri mikið verkefni að koma íbúum inn og ekki hefði reynst ráðrúm til að gera meira. Það stæði þó til bóta. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Víðir Reynisson, sviðsstjóri og yfirlögregluþjónn Almannavarna, stjórnaði fundinum og byrjaði á því að fara yfir verkefnið. Þá gaf hann Benedikt Ófeigssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, orðið. Benedikt sagði Veðurstofu hafa fundað með fulltrúum frá Háskóla Íslands og Almannavörnum í morgun til að fara yfir ný gögn og gervitunglamyndir. Þær sýndu vel aukið landris í Svartsengi, sem væri töluvert hraðara en það hefði verið áður en kvikugangurinn myndaðist. Að sögn Benedikts eru ekki taldar miklar líkur á gosi í Svartsengi á meðan engin skjálftavirkni er þar; mun meiri líkur séu á því að gos komi upp í sprungunni. Hann sagði vel fylgst með svæðinu og staðan gæti breyst á mjög skömmum tíma. Starfsmenn Grindavíkurbæjar, bóksafnsins og kirkjunnar að koma sér fyrir Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum, fór yfir starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar sem opnuð var fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík í síðustu viku. Hún sagði um 100 manns leita þangað daglega og ítrekaði að miðstöðin væri bæði fyrir fullorðna og börn, þar væri til að mynda sérstakt leiksvæði fyrir börnin. Hún sagði þónustuna sífellt að aukast en þar væri meðal annars boðið upp á samfélagslegan stuðning á vegum Rauða krossins. Ýmsar upplýsingar væru veittar á þjónustumiðstöðinni og í dag yrðu þar aðilar frá Náttúruhamfaratryggingu og Vinnumálastofnun. Þá myndu tryggingafélögin koma síðar meir og kynna úrræði. Ingibjörg sagði hluta af þjónstu Grindavíkurbæjar til húsa í Tollhúsinu, til að mynda félagsþjónstan. Þá væru starfsmenn bókasafnsins, Grindavíkurkirkju og frístunda- og menningarsvið einnig að koma sér fyrir. Starfsemin væri stöðugt að stækka að umfangi en að auki hefði verið opnuð þjónustugátt á island.is. Þar væri hægt að óska eftir húsnæði og eftir því að komast heim til Grindavíkur í verðmætabjörgun. Ingibjörg hvatti Grindvíkinga til að koma, fá sér kaffi og kynna sér þjónustuna. Stendur til boða að vera áfram með samnemendum og kennurum Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur hjá félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar, ávarpaði börn og fjölskyldur Grindavíkur. Lögð væri áhersla á að hverju barni væri mætt á eigin forsendum. Nú væri ekki skólaskylda hjá börnum í Grindavík en það væri réttur þeirra að ganga í skóla og unnið væri að því með nágrannasveitarfélögunum. Jóhanna sagði að á þessum tímum væri sumum börnum mikilvægt að mæta í skóla en öðrum að vera með fjölskyldu. Miðað er að því að öll börn komist í skóla í því hverfi þar sem fjölskyldan hefur fengið skjól. En einnig verður hægt að sækja skóla í „safnskóla“ fyrir börn úr Grindavík, þar sem börn og kennarar úr Grindavík munu koma saman. Skipulagið er eftir aldurshópum: 1. og 2, bekkur í Hvassaleitiskóla 3. og 4. bekkur í Tónabæ 5. til 8. bekkur í Ármúla 30 9. og 10. bekkur í Laugalækjaskóla Nánari upplýsingar fyrir foreldra eru væntanlegar í dag, sagði Jóhann. Þetta stendur til boða en það er ekki skólaskylda, ítrekaði hún. Veltur allt á því hvað er börnunum fyrir bestu. Hún sagði verið að vinna að svipuðum úrræðum fyrir leikskólabörnin. Benedikt sagðist aðspurður ekki telja að aukið landris við Svartsengi ógnaði þeim sem ynnu að varnargörðum á svæðinu. Gos væri enn langlíklegast við sprunguna. Víðir sagði búið að skipta vinnu við varnargarðana í áfanga en framkvæmdirnar myndu taka 30 til 40 daga. Víðir var einnig spurður að því hvers vegna aðgengi fjölmiðla að Grindavík hefði verið takmarkað. Grindavík er hættusvæði, lokað svæði, svaraði Víðir. Viðbragðsaðilar hefðu ekki haft mannskap til að fylgja fjölmiðlum inn. Um leið og við förum að hafa fleiri bíla og meiri mannskap þá munum við auka aðgengið, sagði Víðir. Það væri mikið verkefni að koma íbúum inn og ekki hefði reynst ráðrúm til að gera meira. Það stæði þó til bóta.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira