Um þriðjungur starfsfólks farinn heim til Póllands Lovísa Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:31 Pétur segir að um leið og grænt ljós verði gefið fari starfsmenn aftur til vinnu í Grindavík. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík hafa verið flutta annað eftir að bærinn var rýmdur. Rýmingin sem tekur gildi í dag breyti því ekki miklu fyrir starfsemi fyrirtækisins. En skipti auðvitað höfuðmáli fyrir starfsfólk sem margt er búsett í bænum. „Við höfum verið með vélstjóra á staðnum sem hefur verið að sjá um viðhald fasteigna og annað slíkt, segir Pétur. Neyðarstigi almannavarna var aflétt klukkan 11 og farið niður á hættustig. Íbúar í Grindavík voru beðnir um að skrá sig á Island.is og sækja þar um heimild til að fara til bæjarins í dag. Lykilstarfsemi á þessum tíma er að sögn Péturs saltfiskur sem sé verið að verka. Hægt hafi verið á annarri starfsemi á meðan enn sé óvissa. Á meðan henni stendur hefur saltfiskvinnslan verið flutt til Þorlákshafnar. „Það tekur tuttugu daga, ferlið, og það er verið að klára það í Þorlákshöfn. Því lýkur um miðjan desember. Svo eru skipin á sjó og útgerðarhlutinn er í Hafnarfirði,“ segir Pétur og að starfsfólk skrifstofunnar hafi fengið aðstöðu á Höfða í Reykjavík. „Svo fóru 50 til 60 manns heim til Póllands,“ segir Pétur en alls voru starfsmenn Vísis í Grindavík um 160. Hann segir þriðjung þeirra í verkefnum í Þorlákshöfn, Hafnarfirði eða á Höfða. Restin af starfsfólki sé enn heima, að hugsa um börn og vinna að því að finna sér varanlegt húsnæði. Hann segir að starfsfólki hafi verið gefið út vikuna og svo eigi að taka upp þráðinn eftir helgi. „Við munum nýta okkur það í næstu viku að vinna betur í húsunum, ganga frá og verja þau og sinna viðhaldi. Það þarf að yfirfara lagnir og undirbúa annað hvort stutt eða langt stopp,“ segir Pétur. Hann segir að hægt verði að skipuleggja viðhaldsvinnu og eftirlit án þess að það sé á harðahlaupum eins og það hafi verið síðustu daga. „Við reynum að stefna að því hafa húsin tilbúin um leið og grænt ljós kæmi.“ Þannig þið viljið fara aftur þangað til að vinna? „Við gerum það um leið og Guð og góðir vættir leyfa. Húsin og höfnin eru óskemmd en það þarf auðvitað fara fram heilmikið skipulag áður en það gerist.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnsla hefst ekki í næstu viku heldur á aðeins að undirbúa húsin í Grindavík fyrir vinnslu þannig þau séu til þegar hún má hefjast. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ölfus Reykjavík Hafnarfjörður Sjávarútvegur Pólland Innflytjendamál Tengdar fréttir Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19 Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík hafa verið flutta annað eftir að bærinn var rýmdur. Rýmingin sem tekur gildi í dag breyti því ekki miklu fyrir starfsemi fyrirtækisins. En skipti auðvitað höfuðmáli fyrir starfsfólk sem margt er búsett í bænum. „Við höfum verið með vélstjóra á staðnum sem hefur verið að sjá um viðhald fasteigna og annað slíkt, segir Pétur. Neyðarstigi almannavarna var aflétt klukkan 11 og farið niður á hættustig. Íbúar í Grindavík voru beðnir um að skrá sig á Island.is og sækja þar um heimild til að fara til bæjarins í dag. Lykilstarfsemi á þessum tíma er að sögn Péturs saltfiskur sem sé verið að verka. Hægt hafi verið á annarri starfsemi á meðan enn sé óvissa. Á meðan henni stendur hefur saltfiskvinnslan verið flutt til Þorlákshafnar. „Það tekur tuttugu daga, ferlið, og það er verið að klára það í Þorlákshöfn. Því lýkur um miðjan desember. Svo eru skipin á sjó og útgerðarhlutinn er í Hafnarfirði,“ segir Pétur og að starfsfólk skrifstofunnar hafi fengið aðstöðu á Höfða í Reykjavík. „Svo fóru 50 til 60 manns heim til Póllands,“ segir Pétur en alls voru starfsmenn Vísis í Grindavík um 160. Hann segir þriðjung þeirra í verkefnum í Þorlákshöfn, Hafnarfirði eða á Höfða. Restin af starfsfólki sé enn heima, að hugsa um börn og vinna að því að finna sér varanlegt húsnæði. Hann segir að starfsfólki hafi verið gefið út vikuna og svo eigi að taka upp þráðinn eftir helgi. „Við munum nýta okkur það í næstu viku að vinna betur í húsunum, ganga frá og verja þau og sinna viðhaldi. Það þarf að yfirfara lagnir og undirbúa annað hvort stutt eða langt stopp,“ segir Pétur. Hann segir að hægt verði að skipuleggja viðhaldsvinnu og eftirlit án þess að það sé á harðahlaupum eins og það hafi verið síðustu daga. „Við reynum að stefna að því hafa húsin tilbúin um leið og grænt ljós kæmi.“ Þannig þið viljið fara aftur þangað til að vinna? „Við gerum það um leið og Guð og góðir vættir leyfa. Húsin og höfnin eru óskemmd en það þarf auðvitað fara fram heilmikið skipulag áður en það gerist.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnsla hefst ekki í næstu viku heldur á aðeins að undirbúa húsin í Grindavík fyrir vinnslu þannig þau séu til þegar hún má hefjast.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ölfus Reykjavík Hafnarfjörður Sjávarútvegur Pólland Innflytjendamál Tengdar fréttir Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19 Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. 23. nóvember 2023 11:19
Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23. nóvember 2023 10:11