Birgir telur spurningu Sverris ekki svara verða Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 12:07 Sverrir fór fram á að Birgir drægi orð sín til baka en Birgir heldur ekki, segir ummæli Sverris ekki verðskulda andsvör. vísir/vilhelm Birgir Þórarinsson alþingismaður hafnar því alfarið að draga til baka ummæli sín um afhöfðun kornabarna. Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira