„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 14:22 Vilhjálmur skoðar skemmdirnar. Stöð 2/Einar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09
Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42