Sjúkraþyrlur Atli Már Markússon skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun