Fékk sama fjölda í hádegismat og fyrir skjálftana Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 22:16 Vilhjálmur J. Lárusson er hvergi banginn. Vísir Veitingamaður í Grindavík opnaði veitingastað sinn í fyrsta skipti eftir rýmingu bæjarins í dag. Hann fékk um 150 manns í hádegismat. Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík. Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík.
Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48
Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14