Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 07:00 Ólafur Pálsson og fyrirtæki hans Þjótandi ehf. standa á bak við verkefnið. Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram. Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram.
Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent