Meirihlutinn ætlar að mismuna börnum í Kópavogi Gunnar Gylfason skrifar 10. desember 2023 14:00 Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun