Meirihlutinn ætlar að mismuna börnum í Kópavogi Gunnar Gylfason skrifar 10. desember 2023 14:00 Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun