Ráðin framkvæmdastjóri hjá RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 16:06 Hrefna Lind er á leiðinni í Efstaleiti eftir baráttu við 46 aðra um stöðuna. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV. Hrefna Lind er með B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-próf í hönnun og stafrænni miðlun (Design and Digital Media) frá Háskólanum í Edinborg og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Hrefna Lind hefur öðlast víðtæka reynslu af stjórnun mannauðs, hugbúnaðarvörum og verkefnum í hugbúnaðargeiranum á undanförnum 17 árum. Síðustu ár sem tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands þar sem hún sinnti meðal annars stefnumótun fyrir stafræna vegferð hins opinbera, bar ábyrgð á framtíðarsýn hugbúnaðarlausna og tæknilegrar stefnu Stafræns Íslands og á hugbúnaðarþróunarferli sem um 20 tækniteymi koma að. Áður bar hún, sem vörustjóri Stafræns Íslands, ábyrgð á vöruþróun tæknilausna fyrir hið opinbera, s.s. innskráningar- og umboðskerfis Ísland.is. Hrefna Lind gegndi einnig starfi forstöðumanns hugbúnaðarþróunar hjá Tempo Software og var framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Meniga auk fleiri starfa þar við þróun hugbúnaðarlausna, stefnumótun og áætlanagerð,“ segir í frétt á vef RÚV. Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá RÚV beri ábyrgð á að móta og fylgja eftir stefnu í stafrænni þróun og upplýsingatækni í takt við stefnu RÚV, leiðir öflugt samstarf milli sviða og deilda til að hámarka árangur með hagnýtingu stafrænna lausna og upplýsingatækni, ber ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins sem og áætlanagerð og eftirfylgni með fjárfestingum. „Leitað var að stjórnanda með þekkingu og reynslu af stjórnun í upplýsingatækni og stafrænni þróun, stefnumótun og breytingastjórnun auk leiðtogahæfileika og farsællar stjórnunarreynslu. Í ráðningarferlinu var staðfest að Hrefna Lind uppfyllir vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfsins.“ Stjórnendalisti RÚV er eftirfarandi: Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Matthías Már Magnússon dagskrárstjóri Rásar 2 Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri framleiðslu Hildur Sigurðardóttir mannauðsstjóri Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri sjónvarps Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri Rás 1 Einar Logi Vignisson framkvæmdastjóri RÚV sölu Hrefna Lind Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar Ríkisútvarpið Vistaskipti Stafræn þróun Fjölmiðlar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Hrefna Lind er með B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-próf í hönnun og stafrænni miðlun (Design and Digital Media) frá Háskólanum í Edinborg og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Hrefna Lind hefur öðlast víðtæka reynslu af stjórnun mannauðs, hugbúnaðarvörum og verkefnum í hugbúnaðargeiranum á undanförnum 17 árum. Síðustu ár sem tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands þar sem hún sinnti meðal annars stefnumótun fyrir stafræna vegferð hins opinbera, bar ábyrgð á framtíðarsýn hugbúnaðarlausna og tæknilegrar stefnu Stafræns Íslands og á hugbúnaðarþróunarferli sem um 20 tækniteymi koma að. Áður bar hún, sem vörustjóri Stafræns Íslands, ábyrgð á vöruþróun tæknilausna fyrir hið opinbera, s.s. innskráningar- og umboðskerfis Ísland.is. Hrefna Lind gegndi einnig starfi forstöðumanns hugbúnaðarþróunar hjá Tempo Software og var framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Meniga auk fleiri starfa þar við þróun hugbúnaðarlausna, stefnumótun og áætlanagerð,“ segir í frétt á vef RÚV. Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá RÚV beri ábyrgð á að móta og fylgja eftir stefnu í stafrænni þróun og upplýsingatækni í takt við stefnu RÚV, leiðir öflugt samstarf milli sviða og deilda til að hámarka árangur með hagnýtingu stafrænna lausna og upplýsingatækni, ber ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins sem og áætlanagerð og eftirfylgni með fjárfestingum. „Leitað var að stjórnanda með þekkingu og reynslu af stjórnun í upplýsingatækni og stafrænni þróun, stefnumótun og breytingastjórnun auk leiðtogahæfileika og farsællar stjórnunarreynslu. Í ráðningarferlinu var staðfest að Hrefna Lind uppfyllir vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfsins.“ Stjórnendalisti RÚV er eftirfarandi: Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Matthías Már Magnússon dagskrárstjóri Rásar 2 Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri framleiðslu Hildur Sigurðardóttir mannauðsstjóri Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri sjónvarps Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri Rás 1 Einar Logi Vignisson framkvæmdastjóri RÚV sölu Hrefna Lind Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar
Ríkisútvarpið Vistaskipti Stafræn þróun Fjölmiðlar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira