Vinnum saman – alltaf! Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 13. desember 2023 12:00 „Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þetta tiltekna hjúkrunarheimili var fullt og ekkert hjúkrunarrými laust. En þegar beiðni um aðstoð barst á laugardagsmorgninum eftir rýmingu Grindavíkur, þá fékk hjúkrunarforstjórinn aðra starfsmenn með sér í lið og farið var í að hreinlega búa til nýtt bráðabirgðaúrræði fyrir Grindvíkingana. 26 einstaklingar fóru til 11 hjúkrunarheimila Viðbrögðin voru þau sömu á hjúkrunarheimilum vítt og breitt um landið og alls tóku 11 þeirra við fólki frá Grindavík. Í neyðarástandi tókst með litlum fyrirvara að finna góð bráðabirgðaúrræði fyrir 26 einstaklinga. Því er að þakka samstilltu átaki frábærs starfsfólks hjúkrunarheimilanna sem var reiðubúið til aðstoðar og fann til þess lausnir og góðu samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Almannavarnir. Þá hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fylgjast með mikilli fagmennsku í starfsemi Almannavarna í stjórnstöðinni og við sem þjóð erum heppin að búa við. Engin síló þegar við erum öll í sama herbergi Það er oft talað um það að heilbrigðiskerfið þurfi að virka sem ein heild og að stóra verkefnið sé að losa okkur við sílóin svokölluðu. Með því er átt við að mismunandi stjórnsýslustig og þjónustuveitendur starfi betur saman og að þjónustuþegarnir eigi aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því hver veiti þjónustuna. Í tilfelli eldri einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda er þetta sérlega mikilvægt. Þeir sækja sér þjónustu m.a. til sjúkrahúsa, sveitarfélaga, heilsugæsla, dagdvala og hjúkrunarheimila. Það er risastórt verkefni að skipuleggja þessa þjónustu þegar hún er veitt af báðum stjórnsýslustigum og á fjölda staða. En eins og sýndi sig í neyðarviðbragði vegna náttúruvár í Grindavík, þá er það klárlega hægt! Þá unnu allir saman, allt frá heilbrigðisráðherra sjálfum, til ráðuneytisstarfsfólks, Almannavarna og starfsfólks hjúkrunarheimila, að því markmiði að finna lausnir með hagsmuni einstaklinganna í forgrunni. Í þessu máli þá voru engin síló möguleg, bæði tímans vegna en líka vegna þess að við söfnuðumst bókstaflega saman í sama herbergi í stjórnstöð Almannavarna. Höldum áfram á sömu braut Undir forystu heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging í öldrunarþjónustunni. Við höfum náð að auka samstarf ólíkra þjónustuaðila og stjórnsýslu, að skipuleggja þjónustuna með einstaklinginn í forgrunni og lagt mikla áherslu á gæði þjónustunnar – óháð því hver veitir hana. Með áframhaldandi uppbyggingu og samvinnu náum við því markmiði að heilbrigðiskerfið í heild virki alla daga eins og það virkar í neyðarástandi. Engin síló og allir að róa í sömu átt. Það er hægt! Höfundar eru: Sigurjón Kjærnested framkvæmdastjóri SFVMaría Fjóla Harðardóttir formaður stjórnar SFVKarl Óttar Einarsson varaformaður stjórnar SFV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Grindavík Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
„Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þetta tiltekna hjúkrunarheimili var fullt og ekkert hjúkrunarrými laust. En þegar beiðni um aðstoð barst á laugardagsmorgninum eftir rýmingu Grindavíkur, þá fékk hjúkrunarforstjórinn aðra starfsmenn með sér í lið og farið var í að hreinlega búa til nýtt bráðabirgðaúrræði fyrir Grindvíkingana. 26 einstaklingar fóru til 11 hjúkrunarheimila Viðbrögðin voru þau sömu á hjúkrunarheimilum vítt og breitt um landið og alls tóku 11 þeirra við fólki frá Grindavík. Í neyðarástandi tókst með litlum fyrirvara að finna góð bráðabirgðaúrræði fyrir 26 einstaklinga. Því er að þakka samstilltu átaki frábærs starfsfólks hjúkrunarheimilanna sem var reiðubúið til aðstoðar og fann til þess lausnir og góðu samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Almannavarnir. Þá hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fylgjast með mikilli fagmennsku í starfsemi Almannavarna í stjórnstöðinni og við sem þjóð erum heppin að búa við. Engin síló þegar við erum öll í sama herbergi Það er oft talað um það að heilbrigðiskerfið þurfi að virka sem ein heild og að stóra verkefnið sé að losa okkur við sílóin svokölluðu. Með því er átt við að mismunandi stjórnsýslustig og þjónustuveitendur starfi betur saman og að þjónustuþegarnir eigi aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því hver veiti þjónustuna. Í tilfelli eldri einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda er þetta sérlega mikilvægt. Þeir sækja sér þjónustu m.a. til sjúkrahúsa, sveitarfélaga, heilsugæsla, dagdvala og hjúkrunarheimila. Það er risastórt verkefni að skipuleggja þessa þjónustu þegar hún er veitt af báðum stjórnsýslustigum og á fjölda staða. En eins og sýndi sig í neyðarviðbragði vegna náttúruvár í Grindavík, þá er það klárlega hægt! Þá unnu allir saman, allt frá heilbrigðisráðherra sjálfum, til ráðuneytisstarfsfólks, Almannavarna og starfsfólks hjúkrunarheimila, að því markmiði að finna lausnir með hagsmuni einstaklinganna í forgrunni. Í þessu máli þá voru engin síló möguleg, bæði tímans vegna en líka vegna þess að við söfnuðumst bókstaflega saman í sama herbergi í stjórnstöð Almannavarna. Höldum áfram á sömu braut Undir forystu heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging í öldrunarþjónustunni. Við höfum náð að auka samstarf ólíkra þjónustuaðila og stjórnsýslu, að skipuleggja þjónustuna með einstaklinginn í forgrunni og lagt mikla áherslu á gæði þjónustunnar – óháð því hver veitir hana. Með áframhaldandi uppbyggingu og samvinnu náum við því markmiði að heilbrigðiskerfið í heild virki alla daga eins og það virkar í neyðarástandi. Engin síló og allir að róa í sömu átt. Það er hægt! Höfundar eru: Sigurjón Kjærnested framkvæmdastjóri SFVMaría Fjóla Harðardóttir formaður stjórnar SFVKarl Óttar Einarsson varaformaður stjórnar SFV
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun