Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 16:43 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki á dögunum. Dómurinn er til húsa í Ráðhúsi Sauðárkróks. Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 8. nóvember síðastliðnum, sem hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Vísir hefur undir höndum. Dómurinn er rækilega nafnhreinsaður en samkvæmt heimildum Vísis heitir maðurinn Najeb Mohammad Alhaj Husin og flutti í bæjarfélagið árið 2019 eftir að hafa komið hingað til lands sem hælisleitandi frá Sýrlandi. Dómurinn taldi sannað að Husin hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri. Því var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði hegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Hins vegar var ekki fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Dóminum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Orðrómur hafði verið uppi í skólanum um samskipti Husin og stúlkunnar í einhvern tíma og hafði skólastjóri rætt við Husin í þrígang vegna þess. Þau samtöl virðast hafa haft lítil áhrif. Auk þess að vera dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar var Husin gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur og allan sakarkostnað málsins, alls 4,2 milljónir króna. Vika er síðan karlmaður fékk tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir samræði við þrettán ára stúlku. Hann var sömuleiðis sýknaður af ákæru um nauðgun því dómurinn taldi samþykki stúlkunnar liggja fyrir. Saksóknari var ekki sáttur við þá niðurstöðu og áfrýjaði til Landsréttar. Hafði samræði við stúlkuna allt að nokkrum sinnum í viku Í dóminum á Norðurlandi vestra segir að Husin hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa á tímabilinu frá nóvember árið 2021 og fram til mars árið 2022, meðal annars ítrekað haft samræði og önnur kynmök við stúlkuna, sem þá var fjórtán ára, án hennar samþykkis en hann hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldursmunar og yfirburðarstöðu sinnar og þar sem hún var ein með honum fjarri öðrum. Brot Husin hafi verið framin á heimili hans, í tveimur bifreiðum sem hann hafði til umráða og á heimili stúlkunnar. Þá hafi Husin verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, með því að hafa haft í vörslum sínum eina ljósmynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Þá hafi verið gerð einkaréttarkrafa fyrir hönd stúlkunnar upp á fimm milljónir króna í skaða- og miskabætur. Hringdi í hjálparsíma og systir komst að því Í dóminum segir að á þeim tíma sem atvik málsins taka til, 22. nóvember 2021 til mars 2022, hafi Husin verið starfsmaður grunnskóla bæjarins og stúlkan í níunda bekk skólans. Hinn 6. maí 2022 hafi stúlkan átt samtal við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Systir hennar hafi komist að samtalinu og fengið einhverjar upplýsingar um ástæðu samtalsins. Hún hafi greint móður þeirra frá og í framhaldi af því hafi faðir þeirra fengið sömu upplýsingar. Foreldrar stúlkunnar hafi tilkynnt skólastjóra skólans um málið sem og yfirvöldum félagsmála á svæðinu. Í frumskýrslu lögreglu komi fram að 6. maí 2022 hafi borist tilkynning frá félagsmálayfirvöldum þess efnis að stúlka í níunda bekk skólans, brotaþoli í máli þessu, hefði nokkrum sinnum, síðast í mars 2022, orðið fyrir nauðgun af hálfu starfsmanns í skólanum. Daginn eftir tilkynninguna, 7. maí, hafi lögregla tekið skýrslu af stúlkunni og sama dag hafi Husin verið handtekinn og næsta dag þar á eftir tekin skýrsla af honum. Hann hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald og svo í farbann í tólf vikur sem hafi verið framlengt fram í nóvember. Á sama tíma sætti hann og samþykkti nálgunarbann gagnvart stúlkunni. Lögregla hafi við upphaf rannsóknar málsins fengið afhenta síma Husin og brotaþola sem í framhaldinu voru rannsakaðir á venjubundinn hátt. Ekkert hafi fundist á síma brotaþola sem skipti máli en á síma Husin hafi fundist nokkur fjöldi skilaboða milli hans og brotaþola sem og allnokkrar myndir af brotaþola. Auk þess hafi lögregla aflað gagna frá sérfræðingum sem annast höfðu brotaþola og gagna frá skóla hennar. Kynntust í líkamsrækt Í dóminum segir að stúlkan hafi borið fyrir dómi að Husin hafi unnið í skólanum sem hún var í og hún hafi hitt hann í ræktinni um miðjan nóvember 2021 en þar hafi hún verið með vinkonu sinni. Husin hafi gefið sig á tal við þær og spurt hvort þær þyrftu hjálp. Síðan hafi hann spurt þær að því hvaða samfélagsmiðla þær notuðu. Þær hafi ekki viljað hafa hann á Instagram en samþykkt hann sem vin á Snapchat. Eftir þetta hafi Husin sent henni skilaboð á Snapchat sem hún vissi ekki almennilega hvað áttu að þýða. Síðar, þegar hún dvaldi í nokkra daga hjá frænku sinni, hafi Husin sent henni skilaboð í þá veru að honum þætti hún mjög sæt. Hún hafi ekki vitað hvernig hún átti að bregðast við en gripið til þess ráðs að slökkva á símanum. Eftir þetta hafi skilaboðin haldið áfram og þau spjallað þar. Þegar hún kom heim frá frænku sinni hafi Husin viljað hitta hana. Þau hafi síðan hist eftir að Husin hafði margoft beðið hana um það. Fyrsta skiptið hafi verið í skólanum en þar hafi þau setið í sófa og þar hafi hann reynt að kyssa hana og fara inn á hana og hann hafi þuklað á brjóstum og kynfærum hennar en hún hafi tekið í hendur hans. Stúlkan hafi talið að hún hafi alls hitt Husin í þrígang í skólanum en hvort að eitthvað kynferðislegt gerðist milli þeirra í hins skiptin mundi hún ekki. Að sögn stúlkunnar vissi Husin hve gömul hún var en hún myndi ekki hvort þau ræddu það sérstaklega. Að sögn stúlkunnar hafi það síðan gerst að hún hitti Husin í bílnum hans og þau þá ekið á þrjá staði. Þar hafi háttsemi Husin gengið lengra, hann hafi kysst hana og látið hana hafa munnmök við sig og um leið hafi hann farið með hendur á kynfæri hennar en hvort hann setti fingur inni í leggöng myndi hún ekki. Þetta hafi gerst nokkrum sinnum í viku en síðar hafi Husin viljað ganga lengra. Hann hafi þá viljað að þau færu heim til hans þar sem þar væri meira næði. Hann hafi sagt henni að tilkynna sig veika í skólanum sem hún hafi gert og þau farið heim til hans þar sem hann hafi haft samfarir við hana en hún hafi árangurslaust reynt að sporna við. Atvik þetta hafi stúlkan kveðið hafa átt sér stað að morgni dags í desember 2021 en Husin hafi sótt hana heim til hennar og síðan ekið henni til baka. Varðandi myndir af henni og Husin í faðmlögum, sem hún hafi sagst ekki hafa vitað af fyrr en hún sá þær hjá lögreglu, hafi hún talið að myndirnar hafi verið teknar í annað skiptið sem þau hittust heima hjá Husin. Myndirnar væru teknar í sófa en í hann hafi þau ekki farið í fyrsta skiptið því þá hafi þau verið á dýnu inni í herbergi. Stúlkan hafi ekki kannast við að hafa sent Husin mynd af sér þar sem sést í brjóstin á henni. Hrædd allan tímann Stúlkan hafi verið viss um að hún fór oftar en einu sinni heim til Husin og talið að skiptin hafi verið þrjú eða fjögur, í öll skiptin hafi þau haft samfarir. Síðar hafi þau einnig haft samfarir í bifreið Husin á sömu stöðum og áður eru nefndir, oftast í bifreið í hans eigu en stundum í bifreið í eigu eiginkonu hans. Stúlkan hafi borið að Husin hafi haft kynmök við hana í bifreiðum margoft, nokkrum sinnum í viku og þá á kvöldin. Hún hafi greint frá því að Husin hafi einu sinni komið heim til hennar og þau þá haft samfarir í herbergi hennar að morgni til en hvaða dag þetta var mundi hún ekki. Stúlkuna minnti að hún hafi ítrekað reynt að hætta að hafa samband við Husin en hann hafi þá hótað henni með því að segja að hún vildi ekki sjá hann reiðan. Hún hafi í raun verið hrædd allan þennan tíma og mjög kvíðin. Hún hafi hins vegar ekki vitað hvernig hún átti að snúa sér í þessu. Hafi sagst ekki geta útskýrt hvernig hún gat verið hrædd við Husin á sama tíma og hún sendi honum skilaboð með ósk um kynlíf. Hætti hjá sálfræðingi og fór að skaða sjálfa sig Í dóminum segir að að sögn stúlkunnar hafi hún sótt viðtöl hjá sálfræðingi áður en hún hitti Husin fyrst en eftir að hún hitti Husin hafi hún hætt að hitta sálfræðinginn vegna þess að hún væri viss um að sálfræðingurinn myndi komast að því hvað var í gangi og hún hafi alls ekki viljað að nokkur vissi af þessu. Hún hafi ekki þorað að segja frá þessu þar sem hún var hrædd við viðbrögð annarra og óttast að henni yrði kennt um. Stúlkan hafi kveðist viss um að hún hafi hætt að hafa samband við Husin í mars 2022 en þá hefði kennari séð til hennar í bíl með Husin og tilkynnt skólastjóranum það. Skólastjórinn hafi í framhaldinu talað við manninn sem hafi ekki kannast við neitt. Husin hafi haft samband við hana og sagt henni að neita öllu. Hún hafi þá séð þetta sem leið út og „blokkað“ Husin. Móðir hennar hafi síðan spurt hana að því hvort það væri satt að hún hefði verið með Husin í bíl en hún hafi neitað því. Foreldrar hennar hafi hins vegar vitað af því að Husin hafi verið að hjálpa henni og vinkonu hennar í ræktinni. Að sögn stúlkunnar burðaðist hún með þetta í tvo mánuði en hún hafi sagt strák, sem hún var að tala við frá þessu og hann hvatt hana til að segja frá. Hún hafi síðan sent skilaboð á hjálparsímann 1717 og tekið skjáskot af því og sett á „story“ á Snapchat sem fáeinir nánir vinir sjái. Þar hafi systir hennar séð þetta og viljað fá skýringar á því hvers vegna hún hafi verið að tala við 1717. Systur hennar hafi tekist að toga upp úr henni hvað hafði verið í gangi án þess þó að hún hafi farið út í smáatriði. Systir hennar hafi þá sagt móður þeirra frá þessu og í framhaldi af því hafi faðir hennar frétt þetta og málið síðan farið til lögreglu. Stúlkan hafi lýst því að líðan hennar væri betri í dag enda hafi hún fengið mikla hjálp. Fyrst eftir að málið kom upp hafi henni liðið mjög illa, stundað sjálfskaða og í eitt skipti reynt að svipta sig lífi. Dvöl á barna- og unglingageðdeild hafi hjálpað til og líðan hennar hafi lagast. Neitaði alfarið sök og sagðist hafa haldið að stúlkan væri fimmtán ára Í dóminum segir að fyrir dómi hafi Husin alfarið neitað sök í málinu. Hann hafi greint frá því að hann hafi hitt stúlkuna í íþróttahúsi en jafnframt tekið fram að hann hafi unnið í skólanum þar sem hún var nemandi og þar hafði hann séð hana en hann hafi fyrst talað við hana í íþróttahúsinu. Þar hafi stúlkan og vinkona hennar verið að æfa og spurt hann um ákveðnar æfingar. Hann hafi hitt þær vinkonur í þrígang í íþróttahúsinu en svo hafi farið að þau urðu „vinir“ á samskiptaforritinu Snapchat. Að sögn Husin hafi samskipti hans og stúlkunnar byrjað í nóvember 2021. Hann hafi í tvígang átt samtal við stúlkuna í skólanum en hann hafi byrjað að vinna þar í byrjun ágúst 2021. Hann myndi ekki eftir fleiri skiptum sem hann ræddi við stúlkuna í skólanum en hann hafi vissulega séð hana þar eins og aðra nemendur. Husin hafi borið að hann hafi vitað að stúlkan væri nemandi í níunda bekk enda hafi hann unnið í skólanum. Að sögn hans hafi þau stúlkan aldrei rætt hversu gömul hún var en hann hafi talið að hún væri fimmtán ára eins og nemendur eru í níunda bekk í hans heimalandi. Eðlilegt að kalla stúlkuna fallega stelpu og segjast elska hana Husin hafi fyrir dómi borið að stúlkan hafi frekar sent honum skilaboð á Snapchat en hann henni. Skilaboðin hafi verið af ýmsum toga en að jafnaði bara um daginn og veginn en fyrir hafi komið að hann hafi sagt eitthvað í þá veru að hún væri „falleg stelpa“ en í hans menningu væri þetta eðlilegt og einnig væri eðlilegt að segja „ég elska þig“ og senda mynd af blómum eða hjarta. Stúlkan hafi sent honum samskonar skilaboð. Þá hafi Husin lýst því að hann hafi vegna þessa máls misst vinnuna, hann taki ekki þátt í félagslífi og þá hafi hann og fjölskylda hans orðið fyrir miklu aðkasti. Honum sé nú bannað að koma í húsakynni sveitarfélagsins þar sem börn eru. Lét sér aldur stúlkunnar í léttu rúmi liggja Í niðurstöðukafla dómsins segir að af hálfu ákæruvaldsins hafi fyrst og fremst verið byggt á framburði stúlkunnar fyrir dóminum og hjá lögreglu sem að mati ákæruvaldsins sé trúverðugur. Ákæruvaldið byggi á því að margvísleg smáatriði í framburði stúlkunnar, skilaboð sem fundust í síma Husin og framburður annarra vitna leiði til þess að framburður hennar sé trúverðugur. Að mati ákæruvaldsins sé framburður Husin hins vegar ótrúverðugur og útskýringar hans á Snapchat skilaboðum og myndum af honum og stúlkunni fráleitar. Husin hafi byggt á því að ákæruvaldið hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir. Vísi hann til þess að gott samræmi sé í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dóminum. Þá sé að mati Husin misræmi í framburði stúlkunnar auk þess sem rannsókn lögreglu hafi verið ófullnægjandi. Husin byggi á því að ákæruvaldið verði að sanna að hann hafi haft ásetning til að hafa samræði eða önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis en slík sönnun hafi ekki tekist. Allt þetta leiði til sýknu. Að þessu frágengnu byggi Husin á því að ósannað væri að hann hafi vitað aldur stúlkunnar, en hann hafi talið að hún væri fimmtán ára. Í dómnum segir að rétt þyki að víkja fyrst að því hvort Husin hafi vitað eða mátt vita aldur stúlkunnar. Fyrir liggi að stúlkan var í níunda bekk grunnskóla þegar atvik máls áttu sér stað. Að sama skapi liggi fyrir að Husin var starfsmaður í skólanum og að honum verið ljóst í hvaða bekk hún var og mætti honum vera ljóst að hún var mjög ung. „Með því að spyrja brotaþola ekki um aldur hennar skeytti ákærði engu um hvort hún var orðin 15 ára og lét sér þannig aldur hennar í léttu rúmi liggja.“ Orð gegn orði Í dóminum segir að fyrir liggi að engin vitni hafi verið að þeim atvikum sem vísað er til í ákæru og því standi orð gegn orði um þá háttsemi sem Husin var sakaður um. Verði við úrlausn málsins því að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans og stúlkunnar og taka tillit til þess hvort framburður annarra vitna og önnur rannsóknargögn renni stoðum undir framburð hans eða hennar. Óumdeilt sé að Husin og stúlkan hittust í líkamsrækt og þar hafi hann boðist til að aðstoða stúlkuna og vinkonu hennar og þá hafi þau orðið „vinir” á samskiptaforritinu Snapchat. Um önnur atvik máls beri þeim ekki saman. Framburður Husin hafi verið stöðugur og hann hafi hafnað því að hafa átt í einhverjum samskiptum við stúlkuna í skólanum þar sem hún var nemandi og hann starfsmaður. Hann neiti því að hafa hitt stúlkuna á heimili sínu, utan einu sinni, og neiti því að hafa ítrekað verið í bíl með henni eða að hafa komið á heimili hennar. Stúlkan, sem líkt og Husin hafi verið stöðug í framburði sínum, hafi hins vegar borið um þessi atriði hjá lögreglu og fyrir dómi og ákæran væri reist á framburði hennar. Léleg þýðing hafi brenglað skilaboð Þá segir að meðal gagna málsins sé nokkur fjöldi Snapchat skilaboða milli Husin og stúlkunnar en þau hafi öll verið vistuð í síma hans. Auk skilaboðanna hafi allnokkrar myndir verið í símanum. Mörg skilaboðanna séu ástarjátningar milli Husin og stúlkunnar og þeim fylgi gjarnan lyndistákn (emoji) svo sem hjarta og ýmsar gerðir broskalla. Einnig hafi verið skilaboð þar sem Husin og stúlkan töluðu um kynlíf. Allnokkur skilaboðanna hafi verið borin undir Husin hjá lögreglu og fyrir dóminum. Svör hans, líkt og að framan er rakið, hafi einkum verið á þann veg að hann hafi notast við „Google Translate” til að þýða skilaboð frá stúlkunni og til að skrifa skilaboð til hennar og það kynni að skýra hvernig þau birtust. Jafnframt hafi Husin vísað til þess að menningin í hans upprunalandi væri önnur en hér á landi og þar hefðu setningar eins og „ég elska þig” ekki sömu meiningu og hér. Hinn 30. nóvember árið 2021 hafi skilaboð gengið milli Husin og stúlkunnar, sem hafi hafist á spurningu frá stúlkunni, sem afmáð hefur verið úr dóminum. „Að mati dómsins verða þessi skilaboð ekki skilin á annan hátt en þann að þau snúi að kynlífi. Skýringar ákærða þess efnis að notkun hans á þýðingarforriti hafi leitt til þess að skilaboðin hafi átt að hafa aðra meiningu eru ótrúverðugar. Hins vegar renna þau stoðum undir framburð brotaþola einkum varðandi lýsingar hennar á því er þau höfðu fyrst samfarir á heimili ákærða.“ Mynd af Husin berum að ofan með stúlkuna í fanginu Myndir af Husin og stúlkunni liggjandi í sófa eða á dýnu, teknar 19. janúar 2022, þar sem Husin er ber að ofan og stúlkan í fangi hans, sem Husin hafi skýrt með þeim hætti að þau hafi verið að knúsast eftir að hann gaf henni gjöf, séu ekki til þess fallnar að styðja framburð hans. Myndirnar styðji hins vegar framburð stúlkunnar, sem hafi borið að þær hafi verið teknar eftir að þau stunduðu kynlíf heima hjá Husin í annað sinn en þau hafi ekki legið í þessum sófa í fyrsta skiptið heldur rúmi. Dagsetning skilaboðanna og myndanna styðji framburð brotaþola. Fjöldi annarra skilaboða á nefndum samskiptamiðli og eðli þeirra styðji ekki með nokkrum hætti neitun Husin. Þvert á móti bendi þau til þess að náið samband hafi verið á milli Husin og stúlkunnar og styðji framburð hennar. Fyrir liggi að orðrómur hafi verið í gangi meðal starfsmanna skólans um að eitthvað óeðlilegt væri við samskipti þeirra og skólastjórinn talað í þrígang við Husin vegna þessa. „Þrátt fyrir þessi samtöl hætti ákærði ekki að hafa samband við brotaþola sem hefði verið eðlilegt. Orðrómur er vissulega ekki annað en orðrómur en hann er frekar til stuðnings framburði brotaþola en ákærða. Að sama skapi er samtal brotaþola við hjálparsímann 1717, framburður foreldra hennar um breytta hegðun og framburður sérfræðinga sem brotaþoli leitaði til, til þess fallinn að styðja framburð hennar.“ Fullorðinn karlmaður verði að koma sér úr slíkum aðstæðum Í dóminum segir að við mat á framburði þeirra verði að horfa til aldurs þeirra. Gera verði þá kröfu til fullorðins karlmanns að hann leiti allra leiða til að koma sér út úr aðstæðum sem þessum, til dæmis með því að láta skólastjórnendur, foreldra eða aðra vita af því að stúlka á barnsaldri sé að senda honum skilaboð sem hann vilji ekki fá. Husin hafi hins vegar ekki brugðist við með nokkrum hætti heldur vistað skilaboðin. Þá liggi fyrir að í stað þess að láta vita af myndinni sem ákært er fyrir hafi hann vistað myndina í síma sínum. „Með vísan til þess sem að framan er rakið er það mat dómsins að framburður ákærða sé ótrúverðugur. Framburður brotaþola fær hins vegar verulega stoð í öðrum gögnum málsins og er í heild sinni trúverðugur. Eru því að mati dómsins ekki efni til annars en að leggja hann til grundvallar við úrlausn málsins.“ Ekki vilji löggjafans að barn geti ekki veitt samþykki Husin var því talinn hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hins vegar segir í dóminum að hún hafi ekki verið heimfærð rétt til refsiákvæða í ákæru. Sem áður segir var Husin bæði ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, samanber 202. grein almennra hegningarlaga, sem og nauðgun, samanber 194. grein sömu laga. Stutt er síðan dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness þar sem maður var aðeins sakfelldur samkvæmt fyrrgreinda ákvæðinu þrátt fyrir að hafa átt samræði við þrettán ára stúlku. Ákæruvaldið furðaði sig á þeirri niðurstöðu og beindi athugasemdum sínum vegna þess til Ríkissaksóknara. Niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands vestra er á sömu leið, að fallast ekki á það að barn undir fimmtán ára geti ekki undir neinum kringumstæðum veitt samþykki fyrir samræði. Þar segir að ljóst sé að háttsemi mannsins varði við 202. grein laganna, en ekki ákvæði þeirra um nauðgun. Með lögum nr. 16/2018 hafi verið gerð breyting á 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga þannig að samþykki var sett í forgrunn skilgreiningar á nauðgun og nauðgun skilgreind út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki. Hins vegar hafi ekki verið gerð breyting á 1. mgr. 202. gr. laganna af þessu tilefni, sem ætla verði að eðlilegt hefði verið ef vilji löggjafans stóð til þess að líta svo á að barn undir fimmtán ára aldri sé ekki fært að gefa samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Fyrir liggi að stúlkan hafi viljug tekið þátt í þeirri háttsemi sem Husin er sakfelldur fyrir. Þá yrði ekki séð að maðuinn hafi verið í sérstakri yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni vegna stöðu hans eða sérstaks trúnaðar eða trausts sem ríkti á milli þeirra. Þó væri vissulega á þeim töluverður aldursmunur, hann rúmlega þrítugur en hún tæplega fimmtán ára. Brot Husin samkvæmt ákærulið 2 teljist því varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga en ekki 1. mgr. 194. gr. laganna. Var hæfileg refsing metin þriggja og hálfs árs fangelsi. Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir samræði við þrettán ára stúlku 23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. 6. desember 2023 17:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 8. nóvember síðastliðnum, sem hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Vísir hefur undir höndum. Dómurinn er rækilega nafnhreinsaður en samkvæmt heimildum Vísis heitir maðurinn Najeb Mohammad Alhaj Husin og flutti í bæjarfélagið árið 2019 eftir að hafa komið hingað til lands sem hælisleitandi frá Sýrlandi. Dómurinn taldi sannað að Husin hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri. Því var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði hegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Hins vegar var ekki fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Dóminum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Orðrómur hafði verið uppi í skólanum um samskipti Husin og stúlkunnar í einhvern tíma og hafði skólastjóri rætt við Husin í þrígang vegna þess. Þau samtöl virðast hafa haft lítil áhrif. Auk þess að vera dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar var Husin gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur og allan sakarkostnað málsins, alls 4,2 milljónir króna. Vika er síðan karlmaður fékk tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir samræði við þrettán ára stúlku. Hann var sömuleiðis sýknaður af ákæru um nauðgun því dómurinn taldi samþykki stúlkunnar liggja fyrir. Saksóknari var ekki sáttur við þá niðurstöðu og áfrýjaði til Landsréttar. Hafði samræði við stúlkuna allt að nokkrum sinnum í viku Í dóminum á Norðurlandi vestra segir að Husin hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa á tímabilinu frá nóvember árið 2021 og fram til mars árið 2022, meðal annars ítrekað haft samræði og önnur kynmök við stúlkuna, sem þá var fjórtán ára, án hennar samþykkis en hann hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldursmunar og yfirburðarstöðu sinnar og þar sem hún var ein með honum fjarri öðrum. Brot Husin hafi verið framin á heimili hans, í tveimur bifreiðum sem hann hafði til umráða og á heimili stúlkunnar. Þá hafi Husin verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, með því að hafa haft í vörslum sínum eina ljósmynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Þá hafi verið gerð einkaréttarkrafa fyrir hönd stúlkunnar upp á fimm milljónir króna í skaða- og miskabætur. Hringdi í hjálparsíma og systir komst að því Í dóminum segir að á þeim tíma sem atvik málsins taka til, 22. nóvember 2021 til mars 2022, hafi Husin verið starfsmaður grunnskóla bæjarins og stúlkan í níunda bekk skólans. Hinn 6. maí 2022 hafi stúlkan átt samtal við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Systir hennar hafi komist að samtalinu og fengið einhverjar upplýsingar um ástæðu samtalsins. Hún hafi greint móður þeirra frá og í framhaldi af því hafi faðir þeirra fengið sömu upplýsingar. Foreldrar stúlkunnar hafi tilkynnt skólastjóra skólans um málið sem og yfirvöldum félagsmála á svæðinu. Í frumskýrslu lögreglu komi fram að 6. maí 2022 hafi borist tilkynning frá félagsmálayfirvöldum þess efnis að stúlka í níunda bekk skólans, brotaþoli í máli þessu, hefði nokkrum sinnum, síðast í mars 2022, orðið fyrir nauðgun af hálfu starfsmanns í skólanum. Daginn eftir tilkynninguna, 7. maí, hafi lögregla tekið skýrslu af stúlkunni og sama dag hafi Husin verið handtekinn og næsta dag þar á eftir tekin skýrsla af honum. Hann hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald og svo í farbann í tólf vikur sem hafi verið framlengt fram í nóvember. Á sama tíma sætti hann og samþykkti nálgunarbann gagnvart stúlkunni. Lögregla hafi við upphaf rannsóknar málsins fengið afhenta síma Husin og brotaþola sem í framhaldinu voru rannsakaðir á venjubundinn hátt. Ekkert hafi fundist á síma brotaþola sem skipti máli en á síma Husin hafi fundist nokkur fjöldi skilaboða milli hans og brotaþola sem og allnokkrar myndir af brotaþola. Auk þess hafi lögregla aflað gagna frá sérfræðingum sem annast höfðu brotaþola og gagna frá skóla hennar. Kynntust í líkamsrækt Í dóminum segir að stúlkan hafi borið fyrir dómi að Husin hafi unnið í skólanum sem hún var í og hún hafi hitt hann í ræktinni um miðjan nóvember 2021 en þar hafi hún verið með vinkonu sinni. Husin hafi gefið sig á tal við þær og spurt hvort þær þyrftu hjálp. Síðan hafi hann spurt þær að því hvaða samfélagsmiðla þær notuðu. Þær hafi ekki viljað hafa hann á Instagram en samþykkt hann sem vin á Snapchat. Eftir þetta hafi Husin sent henni skilaboð á Snapchat sem hún vissi ekki almennilega hvað áttu að þýða. Síðar, þegar hún dvaldi í nokkra daga hjá frænku sinni, hafi Husin sent henni skilaboð í þá veru að honum þætti hún mjög sæt. Hún hafi ekki vitað hvernig hún átti að bregðast við en gripið til þess ráðs að slökkva á símanum. Eftir þetta hafi skilaboðin haldið áfram og þau spjallað þar. Þegar hún kom heim frá frænku sinni hafi Husin viljað hitta hana. Þau hafi síðan hist eftir að Husin hafði margoft beðið hana um það. Fyrsta skiptið hafi verið í skólanum en þar hafi þau setið í sófa og þar hafi hann reynt að kyssa hana og fara inn á hana og hann hafi þuklað á brjóstum og kynfærum hennar en hún hafi tekið í hendur hans. Stúlkan hafi talið að hún hafi alls hitt Husin í þrígang í skólanum en hvort að eitthvað kynferðislegt gerðist milli þeirra í hins skiptin mundi hún ekki. Að sögn stúlkunnar vissi Husin hve gömul hún var en hún myndi ekki hvort þau ræddu það sérstaklega. Að sögn stúlkunnar hafi það síðan gerst að hún hitti Husin í bílnum hans og þau þá ekið á þrjá staði. Þar hafi háttsemi Husin gengið lengra, hann hafi kysst hana og látið hana hafa munnmök við sig og um leið hafi hann farið með hendur á kynfæri hennar en hvort hann setti fingur inni í leggöng myndi hún ekki. Þetta hafi gerst nokkrum sinnum í viku en síðar hafi Husin viljað ganga lengra. Hann hafi þá viljað að þau færu heim til hans þar sem þar væri meira næði. Hann hafi sagt henni að tilkynna sig veika í skólanum sem hún hafi gert og þau farið heim til hans þar sem hann hafi haft samfarir við hana en hún hafi árangurslaust reynt að sporna við. Atvik þetta hafi stúlkan kveðið hafa átt sér stað að morgni dags í desember 2021 en Husin hafi sótt hana heim til hennar og síðan ekið henni til baka. Varðandi myndir af henni og Husin í faðmlögum, sem hún hafi sagst ekki hafa vitað af fyrr en hún sá þær hjá lögreglu, hafi hún talið að myndirnar hafi verið teknar í annað skiptið sem þau hittust heima hjá Husin. Myndirnar væru teknar í sófa en í hann hafi þau ekki farið í fyrsta skiptið því þá hafi þau verið á dýnu inni í herbergi. Stúlkan hafi ekki kannast við að hafa sent Husin mynd af sér þar sem sést í brjóstin á henni. Hrædd allan tímann Stúlkan hafi verið viss um að hún fór oftar en einu sinni heim til Husin og talið að skiptin hafi verið þrjú eða fjögur, í öll skiptin hafi þau haft samfarir. Síðar hafi þau einnig haft samfarir í bifreið Husin á sömu stöðum og áður eru nefndir, oftast í bifreið í hans eigu en stundum í bifreið í eigu eiginkonu hans. Stúlkan hafi borið að Husin hafi haft kynmök við hana í bifreiðum margoft, nokkrum sinnum í viku og þá á kvöldin. Hún hafi greint frá því að Husin hafi einu sinni komið heim til hennar og þau þá haft samfarir í herbergi hennar að morgni til en hvaða dag þetta var mundi hún ekki. Stúlkuna minnti að hún hafi ítrekað reynt að hætta að hafa samband við Husin en hann hafi þá hótað henni með því að segja að hún vildi ekki sjá hann reiðan. Hún hafi í raun verið hrædd allan þennan tíma og mjög kvíðin. Hún hafi hins vegar ekki vitað hvernig hún átti að snúa sér í þessu. Hafi sagst ekki geta útskýrt hvernig hún gat verið hrædd við Husin á sama tíma og hún sendi honum skilaboð með ósk um kynlíf. Hætti hjá sálfræðingi og fór að skaða sjálfa sig Í dóminum segir að að sögn stúlkunnar hafi hún sótt viðtöl hjá sálfræðingi áður en hún hitti Husin fyrst en eftir að hún hitti Husin hafi hún hætt að hitta sálfræðinginn vegna þess að hún væri viss um að sálfræðingurinn myndi komast að því hvað var í gangi og hún hafi alls ekki viljað að nokkur vissi af þessu. Hún hafi ekki þorað að segja frá þessu þar sem hún var hrædd við viðbrögð annarra og óttast að henni yrði kennt um. Stúlkan hafi kveðist viss um að hún hafi hætt að hafa samband við Husin í mars 2022 en þá hefði kennari séð til hennar í bíl með Husin og tilkynnt skólastjóranum það. Skólastjórinn hafi í framhaldinu talað við manninn sem hafi ekki kannast við neitt. Husin hafi haft samband við hana og sagt henni að neita öllu. Hún hafi þá séð þetta sem leið út og „blokkað“ Husin. Móðir hennar hafi síðan spurt hana að því hvort það væri satt að hún hefði verið með Husin í bíl en hún hafi neitað því. Foreldrar hennar hafi hins vegar vitað af því að Husin hafi verið að hjálpa henni og vinkonu hennar í ræktinni. Að sögn stúlkunnar burðaðist hún með þetta í tvo mánuði en hún hafi sagt strák, sem hún var að tala við frá þessu og hann hvatt hana til að segja frá. Hún hafi síðan sent skilaboð á hjálparsímann 1717 og tekið skjáskot af því og sett á „story“ á Snapchat sem fáeinir nánir vinir sjái. Þar hafi systir hennar séð þetta og viljað fá skýringar á því hvers vegna hún hafi verið að tala við 1717. Systur hennar hafi tekist að toga upp úr henni hvað hafði verið í gangi án þess þó að hún hafi farið út í smáatriði. Systir hennar hafi þá sagt móður þeirra frá þessu og í framhaldi af því hafi faðir hennar frétt þetta og málið síðan farið til lögreglu. Stúlkan hafi lýst því að líðan hennar væri betri í dag enda hafi hún fengið mikla hjálp. Fyrst eftir að málið kom upp hafi henni liðið mjög illa, stundað sjálfskaða og í eitt skipti reynt að svipta sig lífi. Dvöl á barna- og unglingageðdeild hafi hjálpað til og líðan hennar hafi lagast. Neitaði alfarið sök og sagðist hafa haldið að stúlkan væri fimmtán ára Í dóminum segir að fyrir dómi hafi Husin alfarið neitað sök í málinu. Hann hafi greint frá því að hann hafi hitt stúlkuna í íþróttahúsi en jafnframt tekið fram að hann hafi unnið í skólanum þar sem hún var nemandi og þar hafði hann séð hana en hann hafi fyrst talað við hana í íþróttahúsinu. Þar hafi stúlkan og vinkona hennar verið að æfa og spurt hann um ákveðnar æfingar. Hann hafi hitt þær vinkonur í þrígang í íþróttahúsinu en svo hafi farið að þau urðu „vinir“ á samskiptaforritinu Snapchat. Að sögn Husin hafi samskipti hans og stúlkunnar byrjað í nóvember 2021. Hann hafi í tvígang átt samtal við stúlkuna í skólanum en hann hafi byrjað að vinna þar í byrjun ágúst 2021. Hann myndi ekki eftir fleiri skiptum sem hann ræddi við stúlkuna í skólanum en hann hafi vissulega séð hana þar eins og aðra nemendur. Husin hafi borið að hann hafi vitað að stúlkan væri nemandi í níunda bekk enda hafi hann unnið í skólanum. Að sögn hans hafi þau stúlkan aldrei rætt hversu gömul hún var en hann hafi talið að hún væri fimmtán ára eins og nemendur eru í níunda bekk í hans heimalandi. Eðlilegt að kalla stúlkuna fallega stelpu og segjast elska hana Husin hafi fyrir dómi borið að stúlkan hafi frekar sent honum skilaboð á Snapchat en hann henni. Skilaboðin hafi verið af ýmsum toga en að jafnaði bara um daginn og veginn en fyrir hafi komið að hann hafi sagt eitthvað í þá veru að hún væri „falleg stelpa“ en í hans menningu væri þetta eðlilegt og einnig væri eðlilegt að segja „ég elska þig“ og senda mynd af blómum eða hjarta. Stúlkan hafi sent honum samskonar skilaboð. Þá hafi Husin lýst því að hann hafi vegna þessa máls misst vinnuna, hann taki ekki þátt í félagslífi og þá hafi hann og fjölskylda hans orðið fyrir miklu aðkasti. Honum sé nú bannað að koma í húsakynni sveitarfélagsins þar sem börn eru. Lét sér aldur stúlkunnar í léttu rúmi liggja Í niðurstöðukafla dómsins segir að af hálfu ákæruvaldsins hafi fyrst og fremst verið byggt á framburði stúlkunnar fyrir dóminum og hjá lögreglu sem að mati ákæruvaldsins sé trúverðugur. Ákæruvaldið byggi á því að margvísleg smáatriði í framburði stúlkunnar, skilaboð sem fundust í síma Husin og framburður annarra vitna leiði til þess að framburður hennar sé trúverðugur. Að mati ákæruvaldsins sé framburður Husin hins vegar ótrúverðugur og útskýringar hans á Snapchat skilaboðum og myndum af honum og stúlkunni fráleitar. Husin hafi byggt á því að ákæruvaldið hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir. Vísi hann til þess að gott samræmi sé í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dóminum. Þá sé að mati Husin misræmi í framburði stúlkunnar auk þess sem rannsókn lögreglu hafi verið ófullnægjandi. Husin byggi á því að ákæruvaldið verði að sanna að hann hafi haft ásetning til að hafa samræði eða önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis en slík sönnun hafi ekki tekist. Allt þetta leiði til sýknu. Að þessu frágengnu byggi Husin á því að ósannað væri að hann hafi vitað aldur stúlkunnar, en hann hafi talið að hún væri fimmtán ára. Í dómnum segir að rétt þyki að víkja fyrst að því hvort Husin hafi vitað eða mátt vita aldur stúlkunnar. Fyrir liggi að stúlkan var í níunda bekk grunnskóla þegar atvik máls áttu sér stað. Að sama skapi liggi fyrir að Husin var starfsmaður í skólanum og að honum verið ljóst í hvaða bekk hún var og mætti honum vera ljóst að hún var mjög ung. „Með því að spyrja brotaþola ekki um aldur hennar skeytti ákærði engu um hvort hún var orðin 15 ára og lét sér þannig aldur hennar í léttu rúmi liggja.“ Orð gegn orði Í dóminum segir að fyrir liggi að engin vitni hafi verið að þeim atvikum sem vísað er til í ákæru og því standi orð gegn orði um þá háttsemi sem Husin var sakaður um. Verði við úrlausn málsins því að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans og stúlkunnar og taka tillit til þess hvort framburður annarra vitna og önnur rannsóknargögn renni stoðum undir framburð hans eða hennar. Óumdeilt sé að Husin og stúlkan hittust í líkamsrækt og þar hafi hann boðist til að aðstoða stúlkuna og vinkonu hennar og þá hafi þau orðið „vinir” á samskiptaforritinu Snapchat. Um önnur atvik máls beri þeim ekki saman. Framburður Husin hafi verið stöðugur og hann hafi hafnað því að hafa átt í einhverjum samskiptum við stúlkuna í skólanum þar sem hún var nemandi og hann starfsmaður. Hann neiti því að hafa hitt stúlkuna á heimili sínu, utan einu sinni, og neiti því að hafa ítrekað verið í bíl með henni eða að hafa komið á heimili hennar. Stúlkan, sem líkt og Husin hafi verið stöðug í framburði sínum, hafi hins vegar borið um þessi atriði hjá lögreglu og fyrir dómi og ákæran væri reist á framburði hennar. Léleg þýðing hafi brenglað skilaboð Þá segir að meðal gagna málsins sé nokkur fjöldi Snapchat skilaboða milli Husin og stúlkunnar en þau hafi öll verið vistuð í síma hans. Auk skilaboðanna hafi allnokkrar myndir verið í símanum. Mörg skilaboðanna séu ástarjátningar milli Husin og stúlkunnar og þeim fylgi gjarnan lyndistákn (emoji) svo sem hjarta og ýmsar gerðir broskalla. Einnig hafi verið skilaboð þar sem Husin og stúlkan töluðu um kynlíf. Allnokkur skilaboðanna hafi verið borin undir Husin hjá lögreglu og fyrir dóminum. Svör hans, líkt og að framan er rakið, hafi einkum verið á þann veg að hann hafi notast við „Google Translate” til að þýða skilaboð frá stúlkunni og til að skrifa skilaboð til hennar og það kynni að skýra hvernig þau birtust. Jafnframt hafi Husin vísað til þess að menningin í hans upprunalandi væri önnur en hér á landi og þar hefðu setningar eins og „ég elska þig” ekki sömu meiningu og hér. Hinn 30. nóvember árið 2021 hafi skilaboð gengið milli Husin og stúlkunnar, sem hafi hafist á spurningu frá stúlkunni, sem afmáð hefur verið úr dóminum. „Að mati dómsins verða þessi skilaboð ekki skilin á annan hátt en þann að þau snúi að kynlífi. Skýringar ákærða þess efnis að notkun hans á þýðingarforriti hafi leitt til þess að skilaboðin hafi átt að hafa aðra meiningu eru ótrúverðugar. Hins vegar renna þau stoðum undir framburð brotaþola einkum varðandi lýsingar hennar á því er þau höfðu fyrst samfarir á heimili ákærða.“ Mynd af Husin berum að ofan með stúlkuna í fanginu Myndir af Husin og stúlkunni liggjandi í sófa eða á dýnu, teknar 19. janúar 2022, þar sem Husin er ber að ofan og stúlkan í fangi hans, sem Husin hafi skýrt með þeim hætti að þau hafi verið að knúsast eftir að hann gaf henni gjöf, séu ekki til þess fallnar að styðja framburð hans. Myndirnar styðji hins vegar framburð stúlkunnar, sem hafi borið að þær hafi verið teknar eftir að þau stunduðu kynlíf heima hjá Husin í annað sinn en þau hafi ekki legið í þessum sófa í fyrsta skiptið heldur rúmi. Dagsetning skilaboðanna og myndanna styðji framburð brotaþola. Fjöldi annarra skilaboða á nefndum samskiptamiðli og eðli þeirra styðji ekki með nokkrum hætti neitun Husin. Þvert á móti bendi þau til þess að náið samband hafi verið á milli Husin og stúlkunnar og styðji framburð hennar. Fyrir liggi að orðrómur hafi verið í gangi meðal starfsmanna skólans um að eitthvað óeðlilegt væri við samskipti þeirra og skólastjórinn talað í þrígang við Husin vegna þessa. „Þrátt fyrir þessi samtöl hætti ákærði ekki að hafa samband við brotaþola sem hefði verið eðlilegt. Orðrómur er vissulega ekki annað en orðrómur en hann er frekar til stuðnings framburði brotaþola en ákærða. Að sama skapi er samtal brotaþola við hjálparsímann 1717, framburður foreldra hennar um breytta hegðun og framburður sérfræðinga sem brotaþoli leitaði til, til þess fallinn að styðja framburð hennar.“ Fullorðinn karlmaður verði að koma sér úr slíkum aðstæðum Í dóminum segir að við mat á framburði þeirra verði að horfa til aldurs þeirra. Gera verði þá kröfu til fullorðins karlmanns að hann leiti allra leiða til að koma sér út úr aðstæðum sem þessum, til dæmis með því að láta skólastjórnendur, foreldra eða aðra vita af því að stúlka á barnsaldri sé að senda honum skilaboð sem hann vilji ekki fá. Husin hafi hins vegar ekki brugðist við með nokkrum hætti heldur vistað skilaboðin. Þá liggi fyrir að í stað þess að láta vita af myndinni sem ákært er fyrir hafi hann vistað myndina í síma sínum. „Með vísan til þess sem að framan er rakið er það mat dómsins að framburður ákærða sé ótrúverðugur. Framburður brotaþola fær hins vegar verulega stoð í öðrum gögnum málsins og er í heild sinni trúverðugur. Eru því að mati dómsins ekki efni til annars en að leggja hann til grundvallar við úrlausn málsins.“ Ekki vilji löggjafans að barn geti ekki veitt samþykki Husin var því talinn hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hins vegar segir í dóminum að hún hafi ekki verið heimfærð rétt til refsiákvæða í ákæru. Sem áður segir var Husin bæði ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, samanber 202. grein almennra hegningarlaga, sem og nauðgun, samanber 194. grein sömu laga. Stutt er síðan dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness þar sem maður var aðeins sakfelldur samkvæmt fyrrgreinda ákvæðinu þrátt fyrir að hafa átt samræði við þrettán ára stúlku. Ákæruvaldið furðaði sig á þeirri niðurstöðu og beindi athugasemdum sínum vegna þess til Ríkissaksóknara. Niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands vestra er á sömu leið, að fallast ekki á það að barn undir fimmtán ára geti ekki undir neinum kringumstæðum veitt samþykki fyrir samræði. Þar segir að ljóst sé að háttsemi mannsins varði við 202. grein laganna, en ekki ákvæði þeirra um nauðgun. Með lögum nr. 16/2018 hafi verið gerð breyting á 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga þannig að samþykki var sett í forgrunn skilgreiningar á nauðgun og nauðgun skilgreind út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki. Hins vegar hafi ekki verið gerð breyting á 1. mgr. 202. gr. laganna af þessu tilefni, sem ætla verði að eðlilegt hefði verið ef vilji löggjafans stóð til þess að líta svo á að barn undir fimmtán ára aldri sé ekki fært að gefa samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Fyrir liggi að stúlkan hafi viljug tekið þátt í þeirri háttsemi sem Husin er sakfelldur fyrir. Þá yrði ekki séð að maðuinn hafi verið í sérstakri yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni vegna stöðu hans eða sérstaks trúnaðar eða trausts sem ríkti á milli þeirra. Þó væri vissulega á þeim töluverður aldursmunur, hann rúmlega þrítugur en hún tæplega fimmtán ára. Brot Husin samkvæmt ákærulið 2 teljist því varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga en ekki 1. mgr. 194. gr. laganna. Var hæfileg refsing metin þriggja og hálfs árs fangelsi.
Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir samræði við þrettán ára stúlku 23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. 6. desember 2023 17:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Tveggja ára fangelsi fyrir samræði við þrettán ára stúlku 23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. 6. desember 2023 17:56