Vopnahlé strax Sigmar Guðmundsson skrifar 14. desember 2023 14:00 Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Þar var neitunarvaldi beitt af Bandaríkjunum, eins og svo oft áður, en allsherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að krefjast vopnahlés. Ísland greiddi að þessu sinni atkvæði með því að hlé yrði gert á stríðinu, auðvitað í þeirri von að hægt sé að koma fólki til aðstoðar. Aðalritari sameinuðu þjóðanna lýsir stöðunni sem ólýsanlegum harmleik. Skortur er á mat, vatni, rafmagni og spítalar eru ekki einu sinni griðastaður fyrir óbreytta borgara. Fyrir fáeinum vikum samþykkti Alþingi ályktun sem var efnislega samhljóða þeirri tillögu sem Viðreisn hafði áður lagt fram. Það var mikilvægt skref, eftir hjásetu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skömmu áður. Flokkadrættir voru lagðir til hliðar í þágu málstaðar sem engin á nýta sér til pólitískrar upphafningar. Alþingi talaði einni röddu, eitt örfárra þjóðþinga. Þar voru hryðjuverk Hamas fordæmd og einnig aðgerðir Ísraelsstjórnar í framhaldinu. Þess var krafist að öllum gíslum yrði sleppt og að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Þá var kallað eftir rannsókn á öllum brotum stríðandi aðila á alþjóðalögum og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að fjármagn fylgi í slíka rannsókn og að bætt verði í það framlag sem Íslendingar láta renna til mannúðaraðstoðar til íbúa Palestínu. Við finnum öll fyrir vanmætti og sorg gagnvart þeirri grimmd og hörku sem hefur birst okkur á liðnum vikum. Blóðbaðið er skelfilegt, hryðjuverk Hamas voru skelfileg mannvonska og sömuleiðis eru heiftarleg viðbrögð Ísraels ekkert annað en skelfileg. Því miður er það svo að þessi áratuga vítahringur ofbeldis og morða mun að öllum halda áfram á meðan Hamas ræður för á Gazaströndinni og á meðan ríkisstjórn Netanjahús er við völd í Ísrael. Langvarandi stríð og átök eru forherðandi. Sá yfirgengilegi hefndarþorsti sem fylgir skilar því einu að illt verður verra og verra. Fórnarlömbin í hildarleiknum eru alltaf óbreyttir borgarar, konur og börn. Það er sorglegt að sjá viðbrögðin við þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu um vopnahlé sem kom fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Sótt verður áfram til fullnaðarsigurs, segir Netanjahú, þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Utanríkisráðherrann segir að Ísraelsher muni halda áfram aðgerðum sínum, með eða án stuðnings annara þjóða. Þetta ber að fordæma því rétturinn til sjálfsvarnar er ekki takmarkalaus. Skefjalaust ofbeldið verður að stöðva. Það er engin málstaður svo góður eða háheilagur að réttlætanlegt sé að drepa börn í þúsundatali. Og undirokun og kúgun eru heldur ekki rök fyrir því að myrða ungmenni í hundraðatali með köldu blóði sem koma sama á hátíð til að dansa fyrir friði. Til lengri tíma blasir engin augljós lausn við sem gæti fært þessum þjóðum langvarandi frið. Áratuga stríð og átök verða ekki leyst í einu vettvangi. Hér togast á með flóknum hætti, svo litið sé til röksemda beggja þjóða, annars vegar sjálfstæðisbarátta fyrir því að stofna eigið ríki á eigin landsvæði og svo trúarlegt tilkall til sama landsvæðis. Eina leiðin til friðar er að báðar þjóðir eigi sér tilverurétt. Bæði ríkin verða að viðurkenna og sýna í verki að öll mannslíf eru verðmæt, óháð uppruna og þjóðerni. Eina lausnin er að lögð verði niður vopn og að raunverulegur samningsvilji, þar sem virðing eins fyrir rétti hins, er í forgrunni. Það verður engin friður nema undirokun, kúgun, harðræði og hryðjuverkum linni. Það breytist ekkert með áframhaldandi sprengjuregni. Það er auðvelt fyrir okkur Íslendinga að tala fyrir friði. Við erum herlaus þjóð sem á allt undir því að alþjóðalög séu virt. Við verðum öll að hafa í huga, hvaða skoðun sem við annars höfum, að blind hollusta við málstað, sem brýtur á rétti annara, er ekki leiðin fram á við. Við eigum að tala fyrir friði og þrýsta á önnur ríki um að gera slíkt hið sama. Ef vinaþjóðir okkar, voldugar vinaþjóðir, sjá ekki þessi augljósu sannindi þá eigum við segja það hátt og skýrt. Rödd okkar skiptir máli og við eigum að beita henni. Vopnahlé strax er krafan. Almenningur í Palestínu og Ísrael á rétt á því að búa við frið. Við eigum alltaf að standa með óbreyttum borgurum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Viðreisn Alþingi Hernaður Ísrael Palestína Sigmar Guðmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Þar var neitunarvaldi beitt af Bandaríkjunum, eins og svo oft áður, en allsherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að krefjast vopnahlés. Ísland greiddi að þessu sinni atkvæði með því að hlé yrði gert á stríðinu, auðvitað í þeirri von að hægt sé að koma fólki til aðstoðar. Aðalritari sameinuðu þjóðanna lýsir stöðunni sem ólýsanlegum harmleik. Skortur er á mat, vatni, rafmagni og spítalar eru ekki einu sinni griðastaður fyrir óbreytta borgara. Fyrir fáeinum vikum samþykkti Alþingi ályktun sem var efnislega samhljóða þeirri tillögu sem Viðreisn hafði áður lagt fram. Það var mikilvægt skref, eftir hjásetu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skömmu áður. Flokkadrættir voru lagðir til hliðar í þágu málstaðar sem engin á nýta sér til pólitískrar upphafningar. Alþingi talaði einni röddu, eitt örfárra þjóðþinga. Þar voru hryðjuverk Hamas fordæmd og einnig aðgerðir Ísraelsstjórnar í framhaldinu. Þess var krafist að öllum gíslum yrði sleppt og að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Þá var kallað eftir rannsókn á öllum brotum stríðandi aðila á alþjóðalögum og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að fjármagn fylgi í slíka rannsókn og að bætt verði í það framlag sem Íslendingar láta renna til mannúðaraðstoðar til íbúa Palestínu. Við finnum öll fyrir vanmætti og sorg gagnvart þeirri grimmd og hörku sem hefur birst okkur á liðnum vikum. Blóðbaðið er skelfilegt, hryðjuverk Hamas voru skelfileg mannvonska og sömuleiðis eru heiftarleg viðbrögð Ísraels ekkert annað en skelfileg. Því miður er það svo að þessi áratuga vítahringur ofbeldis og morða mun að öllum halda áfram á meðan Hamas ræður för á Gazaströndinni og á meðan ríkisstjórn Netanjahús er við völd í Ísrael. Langvarandi stríð og átök eru forherðandi. Sá yfirgengilegi hefndarþorsti sem fylgir skilar því einu að illt verður verra og verra. Fórnarlömbin í hildarleiknum eru alltaf óbreyttir borgarar, konur og börn. Það er sorglegt að sjá viðbrögðin við þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu um vopnahlé sem kom fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Sótt verður áfram til fullnaðarsigurs, segir Netanjahú, þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Utanríkisráðherrann segir að Ísraelsher muni halda áfram aðgerðum sínum, með eða án stuðnings annara þjóða. Þetta ber að fordæma því rétturinn til sjálfsvarnar er ekki takmarkalaus. Skefjalaust ofbeldið verður að stöðva. Það er engin málstaður svo góður eða háheilagur að réttlætanlegt sé að drepa börn í þúsundatali. Og undirokun og kúgun eru heldur ekki rök fyrir því að myrða ungmenni í hundraðatali með köldu blóði sem koma sama á hátíð til að dansa fyrir friði. Til lengri tíma blasir engin augljós lausn við sem gæti fært þessum þjóðum langvarandi frið. Áratuga stríð og átök verða ekki leyst í einu vettvangi. Hér togast á með flóknum hætti, svo litið sé til röksemda beggja þjóða, annars vegar sjálfstæðisbarátta fyrir því að stofna eigið ríki á eigin landsvæði og svo trúarlegt tilkall til sama landsvæðis. Eina leiðin til friðar er að báðar þjóðir eigi sér tilverurétt. Bæði ríkin verða að viðurkenna og sýna í verki að öll mannslíf eru verðmæt, óháð uppruna og þjóðerni. Eina lausnin er að lögð verði niður vopn og að raunverulegur samningsvilji, þar sem virðing eins fyrir rétti hins, er í forgrunni. Það verður engin friður nema undirokun, kúgun, harðræði og hryðjuverkum linni. Það breytist ekkert með áframhaldandi sprengjuregni. Það er auðvelt fyrir okkur Íslendinga að tala fyrir friði. Við erum herlaus þjóð sem á allt undir því að alþjóðalög séu virt. Við verðum öll að hafa í huga, hvaða skoðun sem við annars höfum, að blind hollusta við málstað, sem brýtur á rétti annara, er ekki leiðin fram á við. Við eigum að tala fyrir friði og þrýsta á önnur ríki um að gera slíkt hið sama. Ef vinaþjóðir okkar, voldugar vinaþjóðir, sjá ekki þessi augljósu sannindi þá eigum við segja það hátt og skýrt. Rödd okkar skiptir máli og við eigum að beita henni. Vopnahlé strax er krafan. Almenningur í Palestínu og Ísrael á rétt á því að búa við frið. Við eigum alltaf að standa með óbreyttum borgurum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun