Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2023 18:45 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í búningsklefa sundlaugar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira