Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2023 11:56 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur hægt og sígandi verið að rýmka þann tíma sem íbúum og fyrirtækjum hefur verið leyfilegt að dvelja í bænum. Frá 14. desember hefur leyfilegur dvalartími í bænum verið frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þó greinilegt að þolinmæði íbúa gagnvart lokun að heimilum sínum sé á þrotum. „Við rýmdum bæinn 10. nóvember og merkilegt nokk þá hafa íbúar farið að reglum síðan. Það voru þó nokkrir íbúar í gær sem að vildu ekki fara en ég held að það hafi verið leyst og þau fóru fyrir rest. Það er ágætt að segja frá því að lögreglan er ekki að fara í harðar aðgerðir gagnvart íbúum Grindavíkurbæjar,“ segir Úlfar. Úlfar segir greinilegt að það sé komið óþol fyrir þessu ástandi. „Við erum auðvitað búinn að vera með bæinn tómann að næturlagi frá 10. nóvember. Það eru litlar breytingar að sjá í jörðinni eins og ég segi stundum. Ég á von á því að Veðurstofan uppfæri hættumatskort sitt á miðvikudag. Ég er að bíða eftir þeim degi því við vegum og metum stöðuna á hverjum degi og ef að okkur þykir ástæða til þá með skynsamlegum rökum að lyft rýmingu þá gerum við það,“ segir hann. Búið er að skreyta hér og þar í Grindavík. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum svarar Úlfar: „Ég myndi telja líkur á því já, miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við verðum að bíða og sjá hvað Veðurstofan segir í uppfærðu hættumati.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jól Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur hægt og sígandi verið að rýmka þann tíma sem íbúum og fyrirtækjum hefur verið leyfilegt að dvelja í bænum. Frá 14. desember hefur leyfilegur dvalartími í bænum verið frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þó greinilegt að þolinmæði íbúa gagnvart lokun að heimilum sínum sé á þrotum. „Við rýmdum bæinn 10. nóvember og merkilegt nokk þá hafa íbúar farið að reglum síðan. Það voru þó nokkrir íbúar í gær sem að vildu ekki fara en ég held að það hafi verið leyst og þau fóru fyrir rest. Það er ágætt að segja frá því að lögreglan er ekki að fara í harðar aðgerðir gagnvart íbúum Grindavíkurbæjar,“ segir Úlfar. Úlfar segir greinilegt að það sé komið óþol fyrir þessu ástandi. „Við erum auðvitað búinn að vera með bæinn tómann að næturlagi frá 10. nóvember. Það eru litlar breytingar að sjá í jörðinni eins og ég segi stundum. Ég á von á því að Veðurstofan uppfæri hættumatskort sitt á miðvikudag. Ég er að bíða eftir þeim degi því við vegum og metum stöðuna á hverjum degi og ef að okkur þykir ástæða til þá með skynsamlegum rökum að lyft rýmingu þá gerum við það,“ segir hann. Búið er að skreyta hér og þar í Grindavík. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum svarar Úlfar: „Ég myndi telja líkur á því já, miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við verðum að bíða og sjá hvað Veðurstofan segir í uppfærðu hættumati.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jól Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira