Þetta segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum. Þá verði áfram takmörkuð starfsemi á svæði 1, samkvæmt meðfylgjandi korti. Engin starfsemi verði í Bláa lóninu á gildistíma hættumatskortsins, sem að óbreyttur stendur til fimmtudagsins 28. desember 2023.
Veðurstofan hafi gefið út nýtt hættumatskort í gær byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hafi aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti, svæði 1 – 4. Tvö ný svæði hafi bæst við kortið, svæði 5 – 6.
Lokunarpóstar séu sem fyrr á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar dvelji ekki lengur í Grindavík en þurfi í undantekningartilfellum að sinna verkefnum í bænum. Lögreglan sé með sólarhringsvakt við Grindavík.