Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 14:40 Hildur Sólveig Pétursdóttir var handtekin í tengslum starfa hennar fyrir Eddu Björk. Vísir Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira