Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 13:05 Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“ Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira