Innlent

Hand­tekinn grunaður um hnífstungu í sumar­húsi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Einn var handtekinn á vettvangi.
Einn var handtekinn á vettvangi. vísir/vilhelm

Viðbragðsaðilar voru kallaðir til að sumarhúsi á Hólmsheiði fyrr í kvöld vegna hnífsstungu. Einn var fluttur særður á sjúkrahús en einn handtekinn.

Þetta staðfestir Elín Agnes Kristinsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn voru aðeins tveir á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og var annar þeirra handtekinn. 

„Rannsókn málsins snýr því aðeins að þessum eina geranda,“ segir Elín Agnes.

Hinn særði er ekki lífshættulega særður en Elín Agnes vildi ekki upplýsa um kyn þeirra tveggja að svo stöddu. Aðgerðum lögreglu á vettvangi er lokið en tilkynning barst viðbragðsaðilum um klukkan sjö fyrr í kvöld. Þrír sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×