Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 07:30 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira