Hægur gangur í leitinni en rofar til Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2024 15:30 Björgunarsveitarmenn að störfum við sprunguna. Vísir/Steingrímur Dúi Hjálmar Hallgrímsson, sem stýrir aðgerðum á vettvangi í Grindavík, segir að unnið sé hörðum höndum að því að greiða fyrir aðgengi í sprungunni, sem talið er að maður hafi fallið ofan í. Hann segir að allir sem að leitinni koma standi sig ótrúlega vel miðað við það hversu erfiðar aðstæður eru á vettvangi. Nú sé unnið að því að moka grjóti og öðrum jarðvegi upp úr sprungunni til þess að auka aðgengi að henni og auðvelda leit að manninum. „Það hefur aðeins rofað til. Við erum að ná grjóti sem hefur verið fyrir okkur. Þannig að það er gangur en hann er mjög hægur.“ Okkar færasta fólk sem fer niður Hjálmar segir að þau sem láta sig síga niður í sprunguna séu fagfólk sem hefur mikla reynslu af klettabjörgunum, rústabjörgunum og sprungubjörgunum. „Þetta er okkar færasta fólk sem ferð þarna niður í mjög erfiðar aðstæður. Við leggjum mikið upp úr öryggi og þar af leiðandi tekur þetta mun lengri tíma. En þetta gengur mjög vel miðað við það sem við höfum áætlað. Sex metra djúp þar sem hún er grynnst Hann segir að um það bil sex metrar séu niður á botn sprungunnar þar sem sigið er niður og talsvert dýpra þar til hliðar. Þá segir Hjálmar að lögreglan telji fulla ástæðu til þess að halda leit áfram þar til að maðurinn finnst. „Ég heyrði í mönnum áðan, það er enginn beygur í þeim. Við skiptum út mönnum sem fara niður. Það gengur bara mjög vel og miðað við þessar erfiðu aðstæður eru allir að standa sig ótrúlega vel.“ Unnið er að því að rýmka sprunguna.Vísir/Steingrímur Dúi Ekki gott hljóð í Grindvíkingum Hjálmar segir að hljóðið í þeim Grindvíkingum sem hann hefur heyrt í í dag sé ekki gott. Mikið hafi dunið á Grindvíkingum undanfarið og atburðir gærdagsins séu ekki til að bæta það. Hugur allra sé þó fyrst og fremst hjá fjölskyldu mannsins. Hann segist telja það eðlilega ákvörðun að hægja á framkvæmdum við viðgerðir í Grindavík í kjölfar slyssins. Þó sé réttlætanlegt að leyfa Grindvíkingum að vera áfram í bænum. Þeir sem eru í Grindavík geri sér grein fyrir því hvar þeir búa. „Það góða í þessu er að varnargarðarnir eru að verða komnir upp og það er ýmislegt annað gott í þessum ömurlegu aðstæðum sem við erum í núna.” Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir „Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41 Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49 Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hann segir að allir sem að leitinni koma standi sig ótrúlega vel miðað við það hversu erfiðar aðstæður eru á vettvangi. Nú sé unnið að því að moka grjóti og öðrum jarðvegi upp úr sprungunni til þess að auka aðgengi að henni og auðvelda leit að manninum. „Það hefur aðeins rofað til. Við erum að ná grjóti sem hefur verið fyrir okkur. Þannig að það er gangur en hann er mjög hægur.“ Okkar færasta fólk sem fer niður Hjálmar segir að þau sem láta sig síga niður í sprunguna séu fagfólk sem hefur mikla reynslu af klettabjörgunum, rústabjörgunum og sprungubjörgunum. „Þetta er okkar færasta fólk sem ferð þarna niður í mjög erfiðar aðstæður. Við leggjum mikið upp úr öryggi og þar af leiðandi tekur þetta mun lengri tíma. En þetta gengur mjög vel miðað við það sem við höfum áætlað. Sex metra djúp þar sem hún er grynnst Hann segir að um það bil sex metrar séu niður á botn sprungunnar þar sem sigið er niður og talsvert dýpra þar til hliðar. Þá segir Hjálmar að lögreglan telji fulla ástæðu til þess að halda leit áfram þar til að maðurinn finnst. „Ég heyrði í mönnum áðan, það er enginn beygur í þeim. Við skiptum út mönnum sem fara niður. Það gengur bara mjög vel og miðað við þessar erfiðu aðstæður eru allir að standa sig ótrúlega vel.“ Unnið er að því að rýmka sprunguna.Vísir/Steingrímur Dúi Ekki gott hljóð í Grindvíkingum Hjálmar segir að hljóðið í þeim Grindvíkingum sem hann hefur heyrt í í dag sé ekki gott. Mikið hafi dunið á Grindvíkingum undanfarið og atburðir gærdagsins séu ekki til að bæta það. Hugur allra sé þó fyrst og fremst hjá fjölskyldu mannsins. Hann segist telja það eðlilega ákvörðun að hægja á framkvæmdum við viðgerðir í Grindavík í kjölfar slyssins. Þó sé réttlætanlegt að leyfa Grindvíkingum að vera áfram í bænum. Þeir sem eru í Grindavík geri sér grein fyrir því hvar þeir búa. „Það góða í þessu er að varnargarðarnir eru að verða komnir upp og það er ýmislegt annað gott í þessum ömurlegu aðstæðum sem við erum í núna.”
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir „Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41 Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49 Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
„Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41
Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49
Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59