Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2024 16:05 Mörg brotanna áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur. Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira