„Eykur óvissuna enn og aftur“ Jón Þór Stefánsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 18. janúar 2024 22:12 Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir aðgerðir dagsins hafa gengið vel miðað við aðstæður. Vísir/Vilhelm Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. „Það gekk bara alveg ágætlega. Auðvitað hefðum við viljað að það hefði gengið betur. Það stóð til að fá her pípulagningamanna til okkar, en af öryggisástæðum töldum við það ekki hægt,“ segir Otti. „En við náðum allavega að moka allar götur.“ Otti segir að í röðum björgunarsveitarinnar og slökkviliðsins séu margir iðnaðarmenn. Því hafi þeir getað notað daginn og farið í hús sem þeir vissu að væru án rafmagns og hita og sinntu viðgerðum. Aðspurður um hvernig honum líði með fréttir af áframhaldandi fréttir af kvikusöfnun og fleiri mögulegum eldgosum segir Otti þær óþægilegar. „Auðvitað líður mér ekkert vel með það. Þetta eykur óvissuna enn og aftur. Óvissan er okkar versti óvinur, en við verðum að vona það besta og við höldum áfram.“ Hann segist enn vera að átta sig á atburðum helgarinnar. „Atburðurinn á sunnudaginn var mjög þungur. Það voru rosalega margir að stefna á að fara heim. Flestir voru að stefna á að gera það á einhverjum tímapunkti, þar með talinn ég. Svo gerist þetta á sunnudaginn og við erum enn að vinna við afleiðingar þess. Maður hefur ekki sest niður til að átta sig á þessu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. 18. janúar 2024 15:44 „Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. 18. janúar 2024 21:25 „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. 17. janúar 2024 23:00 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Það gekk bara alveg ágætlega. Auðvitað hefðum við viljað að það hefði gengið betur. Það stóð til að fá her pípulagningamanna til okkar, en af öryggisástæðum töldum við það ekki hægt,“ segir Otti. „En við náðum allavega að moka allar götur.“ Otti segir að í röðum björgunarsveitarinnar og slökkviliðsins séu margir iðnaðarmenn. Því hafi þeir getað notað daginn og farið í hús sem þeir vissu að væru án rafmagns og hita og sinntu viðgerðum. Aðspurður um hvernig honum líði með fréttir af áframhaldandi fréttir af kvikusöfnun og fleiri mögulegum eldgosum segir Otti þær óþægilegar. „Auðvitað líður mér ekkert vel með það. Þetta eykur óvissuna enn og aftur. Óvissan er okkar versti óvinur, en við verðum að vona það besta og við höldum áfram.“ Hann segist enn vera að átta sig á atburðum helgarinnar. „Atburðurinn á sunnudaginn var mjög þungur. Það voru rosalega margir að stefna á að fara heim. Flestir voru að stefna á að gera það á einhverjum tímapunkti, þar með talinn ég. Svo gerist þetta á sunnudaginn og við erum enn að vinna við afleiðingar þess. Maður hefur ekki sest niður til að átta sig á þessu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. 18. janúar 2024 15:44 „Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. 18. janúar 2024 21:25 „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. 17. janúar 2024 23:00 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. 18. janúar 2024 15:44
„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. 18. janúar 2024 21:25
„Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. 17. janúar 2024 23:00