Margir Grindvíkingar í óviðunandi húsnæði eða búi við óvissu Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 23:12 Sigurður Ingi segir að unnið sé að því að meta hver staða Grindvíkinga sé í húsnæðismálum og verið að skoða hvort yfirvöld eigi að kaupa eignir fólks í Grindavík. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir alltof marga Grindvíkinga enn í óviðunandi húsnæði eða búa við óvissu. Stjórnvöld skoði hvernig hægt sé að koma til móts við kröfur um að ríkið kaupi upp húsnæði bæjarbúa þó hann sé ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44
Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26