Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 21:51 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru ánægðir með að búið væri að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Steingrímur Dúi Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann. Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann.
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55