„Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 13:00 Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem staða fyrirtækja var rædd nú þegar óvissa ríkir um framhald byggðar í Grindavík. „Við Grindvíkingar erum eiginlega hættir að spyrja hvern annan hvernig við höfum það, það er ekki hægt að lýsa því, segir Pétur. „En menn eru svona aðeins að átta sig á stöðunni og um leið og það gerist þá ná menn vopnum sínum. Ég sagði einhverntímann að hörðustu naglar gráta alltaf þegar þeir hittast, maður er svona rétt kominn út úr þeim fasa að geta talað við fólk án þess að tárin falli niður kinnarnar.“ Þetta er þyngra en tárum taki. Sáu fram á vikutöf Þrátt fyrir að eðlilega sé aðal áhersla á íbúa í bænum og hagi þess, þurfi einnig að huga að fyrirtækjunum. „Við sögðum strax í upphafi, það var kannski af hroka, að á meðan við sökkvum ekki í sæ, lendum ekki undir hrauni og býr í bænum þá munum við vera áfram. Ekkert af þessu er í hendi, sem lýsir kannski stöðunni,“ segir Pétur. Sem dæmi um sveiflurnar í rekstrinum undanfarið, nefnir Pétur dæmi um föstudaginn 12. janúar, fyrir rúmri viku. Starfsemi var að hefjast á ný og verið var að undirbúa komu starfsfólks í frystihúsið. „Ég er varla kominn heim þegar ég er boðaður á fund á laugardegi, þar sem var búið að skipuleggja brottflutning allra úr Grindavík í þrjár vikur. En við vorum nokkuð ánægðir með þá ráðstöfun, það hefði gert það að verkum að það hefði verið farið nokkuð skipulega yfir bæinn, fyrst þar sem atvinnulífið var og minnstu skemmdirnar eru. Við sáum fram á að þetta yrði vikutöf og við gætum svo komið fyrirtækinu á þann kraft sem þarf að vera.“ Nú svo vöknum við á sunnudegi og það byrjar að gjósa. Það þekkja allir söguna eftir það, og menn eru í hálfgerðu sjokki fram eftir vikunni. Algjör umbreyting á viðhorfi gagnvart veru í Grindavík Pétur segir slysin tvö, annarsvegar banaslys á Grindavíkurvegi þar sem hjón létust, og vinnuslys þar sem maður féll í sprungu í bænum, auk eldgossins, hafi haft gífurleg áhrif á íbúa bæjarins. „Það verður bara algjör umbreyting á öllu viðhorfi gagnvart veru í Grindavík, og menn hafa áttað sig á því síðustu daga að þetta er alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér.“ Leit var hætt að manni sem féll í sprungu í Grindavík eftir að björgunaraðgerðir voru metnar of hættulegar. Slysið hafði mikil áhrif á íbúa Grindavíkur.Vísir Síðustu daga hafi fyrirtækjaeigendur sett sig í stellingar og teiknað upp viðbrögð til lengri og skemmri tíma. „Hingað til hefur það verið hægt frá degi til dags að skjótast inn, gera það sem hægt er að gera, bjarga hingað og þangað. En nú þurfa menn að fara setjast yfir hvað ætlum við að gera næstu mánuði á meðan einhver vafi er. Og ef illa fer, hvað geri ég þá, hvar ætlum við að setja okkur niður ef Grindavík er út úr myndinni?“ Þetta er orðin staðan, það er orðinn möguleiki. Menn þurfa þá að meta það, hvers virði það sé að reyna að halda einhverju smá lífi í bænum, einhverju smá ljósi. Á meðan beðið sé eftir skýrari svörum sé aðeins hægt að gera skammtímaáætlanir. „Jarðfræðingar segja að þetta sé biðtími frá einu til tíu ára. Við bíðum ekkert í tíu ár. En þessi stund er komin upp að fyrirtækin þurfi að fara segja fólkinu sínu hvað það er að hugsa. Rétt eins og ríkisstjórn og ríkissjóður þurfa að fara segja fólki hvernig það ætli að bjarga því.“ Ef fyrirtækið eigi að koma sér fyrir annarsstaðar sé það kostnaðarsamt og krefjist mikils undirbúnings. „Það er fullur vilji, en menn þurfa að að stilla sig saman, stéttarfélög, ríki, stéttarfélög, fyrirtæki, hvað ætlum við að gera? Hvert er milliplanið okkar og hvert er langtímaplanið?“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Þar ræðir Pétur meðal annars hugmyndir um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. 19. janúar 2024 13:55 Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. 19. janúar 2024 16:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem staða fyrirtækja var rædd nú þegar óvissa ríkir um framhald byggðar í Grindavík. „Við Grindvíkingar erum eiginlega hættir að spyrja hvern annan hvernig við höfum það, það er ekki hægt að lýsa því, segir Pétur. „En menn eru svona aðeins að átta sig á stöðunni og um leið og það gerist þá ná menn vopnum sínum. Ég sagði einhverntímann að hörðustu naglar gráta alltaf þegar þeir hittast, maður er svona rétt kominn út úr þeim fasa að geta talað við fólk án þess að tárin falli niður kinnarnar.“ Þetta er þyngra en tárum taki. Sáu fram á vikutöf Þrátt fyrir að eðlilega sé aðal áhersla á íbúa í bænum og hagi þess, þurfi einnig að huga að fyrirtækjunum. „Við sögðum strax í upphafi, það var kannski af hroka, að á meðan við sökkvum ekki í sæ, lendum ekki undir hrauni og býr í bænum þá munum við vera áfram. Ekkert af þessu er í hendi, sem lýsir kannski stöðunni,“ segir Pétur. Sem dæmi um sveiflurnar í rekstrinum undanfarið, nefnir Pétur dæmi um föstudaginn 12. janúar, fyrir rúmri viku. Starfsemi var að hefjast á ný og verið var að undirbúa komu starfsfólks í frystihúsið. „Ég er varla kominn heim þegar ég er boðaður á fund á laugardegi, þar sem var búið að skipuleggja brottflutning allra úr Grindavík í þrjár vikur. En við vorum nokkuð ánægðir með þá ráðstöfun, það hefði gert það að verkum að það hefði verið farið nokkuð skipulega yfir bæinn, fyrst þar sem atvinnulífið var og minnstu skemmdirnar eru. Við sáum fram á að þetta yrði vikutöf og við gætum svo komið fyrirtækinu á þann kraft sem þarf að vera.“ Nú svo vöknum við á sunnudegi og það byrjar að gjósa. Það þekkja allir söguna eftir það, og menn eru í hálfgerðu sjokki fram eftir vikunni. Algjör umbreyting á viðhorfi gagnvart veru í Grindavík Pétur segir slysin tvö, annarsvegar banaslys á Grindavíkurvegi þar sem hjón létust, og vinnuslys þar sem maður féll í sprungu í bænum, auk eldgossins, hafi haft gífurleg áhrif á íbúa bæjarins. „Það verður bara algjör umbreyting á öllu viðhorfi gagnvart veru í Grindavík, og menn hafa áttað sig á því síðustu daga að þetta er alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér.“ Leit var hætt að manni sem féll í sprungu í Grindavík eftir að björgunaraðgerðir voru metnar of hættulegar. Slysið hafði mikil áhrif á íbúa Grindavíkur.Vísir Síðustu daga hafi fyrirtækjaeigendur sett sig í stellingar og teiknað upp viðbrögð til lengri og skemmri tíma. „Hingað til hefur það verið hægt frá degi til dags að skjótast inn, gera það sem hægt er að gera, bjarga hingað og þangað. En nú þurfa menn að fara setjast yfir hvað ætlum við að gera næstu mánuði á meðan einhver vafi er. Og ef illa fer, hvað geri ég þá, hvar ætlum við að setja okkur niður ef Grindavík er út úr myndinni?“ Þetta er orðin staðan, það er orðinn möguleiki. Menn þurfa þá að meta það, hvers virði það sé að reyna að halda einhverju smá lífi í bænum, einhverju smá ljósi. Á meðan beðið sé eftir skýrari svörum sé aðeins hægt að gera skammtímaáætlanir. „Jarðfræðingar segja að þetta sé biðtími frá einu til tíu ára. Við bíðum ekkert í tíu ár. En þessi stund er komin upp að fyrirtækin þurfi að fara segja fólkinu sínu hvað það er að hugsa. Rétt eins og ríkisstjórn og ríkissjóður þurfa að fara segja fólki hvernig það ætli að bjarga því.“ Ef fyrirtækið eigi að koma sér fyrir annarsstaðar sé það kostnaðarsamt og krefjist mikils undirbúnings. „Það er fullur vilji, en menn þurfa að að stilla sig saman, stéttarfélög, ríki, stéttarfélög, fyrirtæki, hvað ætlum við að gera? Hvert er milliplanið okkar og hvert er langtímaplanið?“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Þar ræðir Pétur meðal annars hugmyndir um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. 19. janúar 2024 13:55 Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. 19. janúar 2024 16:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. 19. janúar 2024 13:55
Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. 19. janúar 2024 16:20