Heimur haturs, átaka og hergagnaframleiðslu Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 22. janúar 2024 10:00 Það horfir ekki friðvænlega í heiminum þessa dagana. Úkraínustríðið heldur áfram og hefur nú staðið yfir í hér um bil 2 ár. Átök eru á milli Ísraelshers og Hamas eftir árás hins síðarnefnda á Ísrael í október á 2023. Hútar í Jemen sem styðja Hamas ráðast á skip sem fara um Rauðahafið og þeir telja tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísrael. Bandaríkjamenn og Bretar svara með árásum á Jemen þar sem Hútar halda til. Vaxandi spenna er í Austur Asíu einkum vegna Taívan, en líka vegna deilna um yfirráð á suður Kínahafi, vegna austur Kínahafs, og vegna spennu milli Suður- og Norður Kóreu. Lítið fer fyrir samningaviðræðum. Ýmist eru vopnin látin tala eins og í Úkraínu, á Gaza svæðinu, í Jemen og á Rauðahafinu, eða heræfingar fara fram eins og í Austur Asíu með vaxandi hættu á átökum, af ásetningi eða fyrir slysni. Öll eru þessi átök fjarri Íslandi, en áður en langt um líður geta átökin færst nær okkur. Baráttan um yfirráð á norðurslóðum fer harðnandi með hlýnun jarðar þegar auðlyndir sem áður voru undir ís verða aðgengilegar og nýjar siglingaleiðir opnast enn frekar en orðið er. Stríðið í Úkraínu Stríðið í Úkraínu heldur áfram. Bandaríkjaþing hefur enn ekki samþykkt nýtt framlag til landsins uppá rúmlega 60 milljarða Bandaríkjadala (ca. kr. 8400 milljarða) og óvíst um framhald aðstoðar frá Bandaríkjunum. 50 milljarða evra (ca. kr. 7400 milljarða) aðstoð til Úkraínu frá Evrópusambandinu var stöðvuð af Ungverjalandi. Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings Chuck Schumer segir að Zelensky hafi sagt öldungadeildinni í síðustu heimsókn sinni til Bandaríkjanna í september 2023 að ef Úkraína fengi ekki frekari aðstoð myndi hún tapa stríðinu (“If we don’t get the aid, we will lose the war”). Það er komin þreyta í Vesturlönd sem sum eiga fullt í fangi með eigin vandamál og svo eru þau vopn sem Úkraína þarf nú af skornum skammti í vopnabúrum Vesturlanda. Úkraína getur ekki varið sig með dollurum eða evrum, hún þarf rétt vopn sem að sögn Vesturlanda eru varla til lengur nema í litlu magni. Svo er tíminn er ekki að vinna með Úkraínu sem er miklu fámennara land en Rússland, með færri hermenn. Líklegt er að Rússnesk yfirvöld vilji bíða fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum áður en samið veður um stríðslok. Forsetakosningar verða í nóvember 2024 og nýr forseti tekur við völdum í Bandaríkjunum í janúar 2025. Þangað til er líklegt að Rússland reyni að ná þeim svæðum í austur og suður Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar eru í meirihluta eða a.m.k. fjölmennir. Rússar ráða nú um 20 prósent Úkraínu en hætta er á að yfirráðasvæði þeirra gæti orðið stærra, jafnvel 40 prósent. Stóra spurningin er nú hvort Úkraínumenn geti komið í veg fyrir frekari landvinninga Rússa? Hvað ætla Vesturlönd að gera ef Rússar taka Kharkiv og Odessa og stefna á Kiev? Á þá að senda NATO hermenn inní Úkraínu? Vestrænir leiðtogar eru farnir að tala um hættuna á að Rússar muni ráðast á NATO ríki innan fárra ára og þá eru Eystrasaltsríkin oftast nefnd. Sjálfur hef ég litla trú á því að Rússar ráðist á NATO, en ef Úkraínski herinn veikist mikið á næstunni t.d. í sumar og Rússar taka enn meira land af Úkraínu hvað gera Vesturlönd þá? Á þá að hefja þriðju heimstyrjöldina? Átök fyrir botni Miðjarðarhafs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs halda áfram. Hætt er við að þessi átök breiðast út á svæðinu. Sérstaklega er áhyggjuefni ef stærstu löndin við Persaflóa, Íran og Sádi-Arabía blandast með beinum hætti inn í stríðið. Þó verður að teljast líklegra að Hezbollah sem er staðsett í Líbanon og stutt af Íran skerist í leikinn að meiri þunga en þegar er orðið. Það myndi hinsvegar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Líbanon. Fyrir utan eyðileggingu og mannfall er líklegt að útbreiðsla stríðsins myndi meðal annars leiða til hækkandi verðs á olíu og gasi. Hútar í Jemen sem styðja Hamas og njóta stuðnings Íran ráðast nú á skip sem fara um Rauðahafið ef þeir telja þau tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísraels. Bandaríkjamenn og Bretar svara með árásum á Húta sem hafast við í Jemen. Þetta truflar eða lokar mikilvægum siglingaleiðum um Rauðahafið, sem til lengri tíma getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir allt heimshagkerfið. Það er líklegt að staðan fyrir botni Miðjarðarhafs muni versna á næstunni. India-Middle East-Europe Economic Corridor Fyrir átökin á Gaza stóð til að koma á fót svokallaðri India-Middle East-Europe Economic Corridor sem fer sjóleiðina frá Indlandi og landleiðina í gegnum Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Ísrael og svo sjóleiðina til Evrópu. Þetta risaverkefni var stutt af Bandaríkjunum og Evrópusambandinu og var mikilvægt fyrir Ísrael og liður í að koma á eðlilegum samskiptum við lykil Arabaríki. Ekki hefur hinsvegar tekist að koma á tveggja ríkja lausn þannig að Palestína verði sjálfstætt ríki við hliðina á Ísrael þó rætt hafi verið um það síðan Jimmy Carter var forsetin Bandaríkjanna 1977-1981. Upp úr sauð svo með árás Hamas á Ísrael í október 2023 og svo þeim hörmungum sem fylgdu í kjölfarið og átökum sem enn standa yfir. Framtíð India-Middle East-Europe Economic Corridor er nú í óvissu. Land eins og Sádi-Arabía sem nú er fyrst og fremst olíuríki hefði haft hag af því að vinna með hátækni ríkjum eins og Ísrael og Bandaríkjunum í þeim efnahags- og tækniumbreytingum sem þar eru framundan, en nú er sú von fyrir bí allavega í náinni framtíð. Spenna í Austur Asíu Spenna ríkir í Austur Asíu milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan, en ekki síður vegna Suður Kínahafs og hernaðaruppbygging heldur þar áfram. Bandaríkin hafa myndað bandalög með vinveittum ríkjum eins og AUKUS þar sem aðildarríkin eru Ástralía, Bretland og Bandaríkin og Quad þar sem aðildarríkin eru Ástralía, Indland, Japan og Bandaríkin. Myndun þessara bandalaga er liður í að styrkja stöðu þessara ríkja gagnvart Kína. Nýlega voru forsetakosningar í Taívan og tíðar ferðir háttsettra erindreka frá Bandaríkjunum til Taívan pirrar stjórnvöld í Peking og eykur spennuna enn frekar. Hvað ætla Bandaríkin og bandamenn þeirra að gera ef stríð skellur á í Austur Asíu? Það er þegar styrjöld í Evrópu og átök í Miðausturlöndum. Hvað ætla Bandaríkin að gera ef stríð brýst út við Kína vegna Taívan eða í Austur Kína hafi, eða sem er enn líklegra vegna yfirráða á Suður Kína hafi? Hvað verður gert ef á svipuðum tíma hefjast átök milli Norður- og Suður Kóreu? Ég er ekki að segja að þetta sé líklegt, en þetta er mögulegt og yrði líklega fljótt stjórnlaust. Þá væri stríð í Evrópu, Mið Austurlöndum og eitt til tvö stríð í Austur Asíu, annað við Kína, hitt á Kóreuskaganum. Hagsmunir á Norðurslóðum, baráttan um siglingaleiðir og auðlindir, og staða Íslands Átökin sem nú fara fram í heiminum eru blessunarlega fjarri Íslandi en það kann að breytast vegna baráttunnar um norðurslóðir sem fer harðnandi.Þar eiga Rússar mikinn rétt vegna langrar strandlengju og vegna landgrunns síns á svæðinu og Kína styrkir nú samband sitt við Rússland. Siglingaleiðir eftir svokölluðu Northern Sea Route er lykilatriði fyrir Kína. Kína skilgreinir sig nú sem „Near Arctic State“ og vill greinilega gera sig gildandi á Norðurslóðum og fyrir þá er samvinna við Rússland grundvallaratriði. Rússland hefur undanfarið aukið hernaðarviðbúnað sinn á þessu svæði. Kína hefur líka verið að auka sína viðveru á norðurslóðum með rannsóknum og með risaverkefni sínu Belti og braut (e. Belt and road initiative). Fyrir utan aðgang að sigingaleiðum og auðlindum getur Kína líka orðið fyrir miklum áhrifum vegna bráðnunar íss á norðurslóðum. Hvaða áhrif myndi t.d. hækkun á yfirborði sjávar hafa á borgir eins Shanghaí? Færi borgin undir sjó? Kína er útflutningsdrifið hagkerfi og mikið af útflutningsvörum landsins fer nú í gegnum Strait of Malacca milli Malasíu og Indónesíu. Þetta er kannski stærsta efnahags- og öryggisvandamál Kína. Nauðsynlegar vörur til Kína, þar á meðal olía frá Persaflóanum fer um þessa leið. Lokist Strait of Malacca getur fljótalega orðið olíuskortur í Kína sem gæti truflað hagkerfið með alvarlegum afleiðingum fyrir Kínverja. Til að komast svo áfram til Evrópu þarf að fara um Rauðahafið þar sem nú eru átök og í gegnum Súesskurðinn. Það er því engin furða að Kína leggi áherslu the Northern Sea Route frá Vladivostok til Murmansk og þaðan til Evrópu og Norður Ameríku. Þessi leið er sögð geta stytt siglingaleiðir um ca. 10 daga. Auðlindir á Norðurslóðum, þar á meðal gas, olía og ýmsir málmar eru að verða aðgengilegir vegna hlýnunar jarðar. Margar þjóðir munu gera tilkall til auðlinda Norðurslóða. Þar eiga væntanlega aðildarríki Norðurskautsráðsins mikinn rétt, en þau eru Kanada, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Rússland og Bandaríkin. Þegar Svíþjóð fær aðild að NATO verða öll aðildarríkin Norðurskautsráðsins NATO ríki nema Rússland. Kína er meðal áheyrnarríkja Norðurskautsráðsins. Þarna er líklegt að spenna milli stórveldanna þriggja, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands fari vaxandi og mikilvægi legu Íslands hernaðarlega fer því líka vaxandi. Ísland er NATO ríki og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Ísland þarf samt sem áður að mínum dómi að leitast við að eiga bærileg samskipti við öll stórveldi sem koma að málum á norðurslóðum. Íslensk stjórnvöld hafa veikt stöðu sína gagnvart Rússlandi með því að loka sendiráði sínu í Moskvu, sem önnur NATO ríki hafa ekki gert. Ísland hefur ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland en lokun sendiráðsins í Moskvu getur torveldað samskipti í framtíðinni. Grænland er mikilvægt í þessu tafli en Danir eiga að gæta hagsmuna Grænlands á Norðurslóðum. Frægt er tilboð Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2019 til stjórnvalda um kaup á Grænlandi. Því tilboði var hafnað bæði af Dönum og Grænlendingum, en það sýnir hvað norðurslóðir eru orðnar mikilvægt svæði fyrir stórveldin. Öll umsvif Kína á Grænlandi væri eru þyrnir í augum Bandaríkjanna nú þegar ríki kalt stríð ríkir milli stórveldanna tveggja. Breyttur og hættulegri heimur Eftir fall Sovétríkjanna 1991 voru Bandaríkin eina stórveldið. Nú eru stórveldin þrjú, Bandaríkin, Kína og Rússland. Við þetta verður heimurinn óstöðugri og hættulegri. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa Kína og Rússland þjappað sér saman og Rússar tengjast Íran og Norður Kóreu mun nánari böndum en áður var. Viðskiptabann Vesturlanda hvetur þessi lönd til samstarfs. Þegar Henry Kissinger, sem lést nýlega, var þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn Richard Nixon var opnað fyrir samskipti Bandaríkjanna við Kína. Það var talið óheppilegt að Bandaríkin væru í hörðum deilum við Sovétríkin og Kína samtímis. Nú er öldin önnur. Nú eru Bandaríkin upptekin í stríði Evrópu og átökum Mið Austurlöndum og mögulegt að eitt, jafnvel tvö, stríð brjótist út í Austur Asíu. Fyrir utan bandalag Kína og Rússlands eru þessi lönd búin að mynda bandalag með svokölluðum BRICS löndum (Brasilíu, Indlandi, Kína, Rússlandi og Suður Afríku). Sá hópur hefur nú stækkað með því að taka inn sex ný lönd, Argentínu, Egyptaland, Eþíópíu, Íran, Sádí Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Nú þegar heimurinn þarf á samvinnu og samstarf að halda til að ná sameiginlegum markmiðum fara átök stig vaxandi. Hagfræðingar tala gjarnan um að frjáls viðskipti milli landa leiði til „positive sum game,“ þar sem allar þjóðir verða betur settar efnahagslega. Það ferli sem nú er í gangi með styrjöldum og refsiaðgerðum og deilum er hinsvegar „negative sum game“ þar sem allir tapa. Nema ef vera skyldi einstaka aðilar eins og hergagnaiðnaðurinn í heiminum sem nú blómstrar sem aldrei fyrr. Þar á bæ virðist bjart framundan. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það horfir ekki friðvænlega í heiminum þessa dagana. Úkraínustríðið heldur áfram og hefur nú staðið yfir í hér um bil 2 ár. Átök eru á milli Ísraelshers og Hamas eftir árás hins síðarnefnda á Ísrael í október á 2023. Hútar í Jemen sem styðja Hamas ráðast á skip sem fara um Rauðahafið og þeir telja tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísrael. Bandaríkjamenn og Bretar svara með árásum á Jemen þar sem Hútar halda til. Vaxandi spenna er í Austur Asíu einkum vegna Taívan, en líka vegna deilna um yfirráð á suður Kínahafi, vegna austur Kínahafs, og vegna spennu milli Suður- og Norður Kóreu. Lítið fer fyrir samningaviðræðum. Ýmist eru vopnin látin tala eins og í Úkraínu, á Gaza svæðinu, í Jemen og á Rauðahafinu, eða heræfingar fara fram eins og í Austur Asíu með vaxandi hættu á átökum, af ásetningi eða fyrir slysni. Öll eru þessi átök fjarri Íslandi, en áður en langt um líður geta átökin færst nær okkur. Baráttan um yfirráð á norðurslóðum fer harðnandi með hlýnun jarðar þegar auðlyndir sem áður voru undir ís verða aðgengilegar og nýjar siglingaleiðir opnast enn frekar en orðið er. Stríðið í Úkraínu Stríðið í Úkraínu heldur áfram. Bandaríkjaþing hefur enn ekki samþykkt nýtt framlag til landsins uppá rúmlega 60 milljarða Bandaríkjadala (ca. kr. 8400 milljarða) og óvíst um framhald aðstoðar frá Bandaríkjunum. 50 milljarða evra (ca. kr. 7400 milljarða) aðstoð til Úkraínu frá Evrópusambandinu var stöðvuð af Ungverjalandi. Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings Chuck Schumer segir að Zelensky hafi sagt öldungadeildinni í síðustu heimsókn sinni til Bandaríkjanna í september 2023 að ef Úkraína fengi ekki frekari aðstoð myndi hún tapa stríðinu (“If we don’t get the aid, we will lose the war”). Það er komin þreyta í Vesturlönd sem sum eiga fullt í fangi með eigin vandamál og svo eru þau vopn sem Úkraína þarf nú af skornum skammti í vopnabúrum Vesturlanda. Úkraína getur ekki varið sig með dollurum eða evrum, hún þarf rétt vopn sem að sögn Vesturlanda eru varla til lengur nema í litlu magni. Svo er tíminn er ekki að vinna með Úkraínu sem er miklu fámennara land en Rússland, með færri hermenn. Líklegt er að Rússnesk yfirvöld vilji bíða fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum áður en samið veður um stríðslok. Forsetakosningar verða í nóvember 2024 og nýr forseti tekur við völdum í Bandaríkjunum í janúar 2025. Þangað til er líklegt að Rússland reyni að ná þeim svæðum í austur og suður Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar eru í meirihluta eða a.m.k. fjölmennir. Rússar ráða nú um 20 prósent Úkraínu en hætta er á að yfirráðasvæði þeirra gæti orðið stærra, jafnvel 40 prósent. Stóra spurningin er nú hvort Úkraínumenn geti komið í veg fyrir frekari landvinninga Rússa? Hvað ætla Vesturlönd að gera ef Rússar taka Kharkiv og Odessa og stefna á Kiev? Á þá að senda NATO hermenn inní Úkraínu? Vestrænir leiðtogar eru farnir að tala um hættuna á að Rússar muni ráðast á NATO ríki innan fárra ára og þá eru Eystrasaltsríkin oftast nefnd. Sjálfur hef ég litla trú á því að Rússar ráðist á NATO, en ef Úkraínski herinn veikist mikið á næstunni t.d. í sumar og Rússar taka enn meira land af Úkraínu hvað gera Vesturlönd þá? Á þá að hefja þriðju heimstyrjöldina? Átök fyrir botni Miðjarðarhafs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs halda áfram. Hætt er við að þessi átök breiðast út á svæðinu. Sérstaklega er áhyggjuefni ef stærstu löndin við Persaflóa, Íran og Sádi-Arabía blandast með beinum hætti inn í stríðið. Þó verður að teljast líklegra að Hezbollah sem er staðsett í Líbanon og stutt af Íran skerist í leikinn að meiri þunga en þegar er orðið. Það myndi hinsvegar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Líbanon. Fyrir utan eyðileggingu og mannfall er líklegt að útbreiðsla stríðsins myndi meðal annars leiða til hækkandi verðs á olíu og gasi. Hútar í Jemen sem styðja Hamas og njóta stuðnings Íran ráðast nú á skip sem fara um Rauðahafið ef þeir telja þau tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísraels. Bandaríkjamenn og Bretar svara með árásum á Húta sem hafast við í Jemen. Þetta truflar eða lokar mikilvægum siglingaleiðum um Rauðahafið, sem til lengri tíma getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir allt heimshagkerfið. Það er líklegt að staðan fyrir botni Miðjarðarhafs muni versna á næstunni. India-Middle East-Europe Economic Corridor Fyrir átökin á Gaza stóð til að koma á fót svokallaðri India-Middle East-Europe Economic Corridor sem fer sjóleiðina frá Indlandi og landleiðina í gegnum Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Ísrael og svo sjóleiðina til Evrópu. Þetta risaverkefni var stutt af Bandaríkjunum og Evrópusambandinu og var mikilvægt fyrir Ísrael og liður í að koma á eðlilegum samskiptum við lykil Arabaríki. Ekki hefur hinsvegar tekist að koma á tveggja ríkja lausn þannig að Palestína verði sjálfstætt ríki við hliðina á Ísrael þó rætt hafi verið um það síðan Jimmy Carter var forsetin Bandaríkjanna 1977-1981. Upp úr sauð svo með árás Hamas á Ísrael í október 2023 og svo þeim hörmungum sem fylgdu í kjölfarið og átökum sem enn standa yfir. Framtíð India-Middle East-Europe Economic Corridor er nú í óvissu. Land eins og Sádi-Arabía sem nú er fyrst og fremst olíuríki hefði haft hag af því að vinna með hátækni ríkjum eins og Ísrael og Bandaríkjunum í þeim efnahags- og tækniumbreytingum sem þar eru framundan, en nú er sú von fyrir bí allavega í náinni framtíð. Spenna í Austur Asíu Spenna ríkir í Austur Asíu milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan, en ekki síður vegna Suður Kínahafs og hernaðaruppbygging heldur þar áfram. Bandaríkin hafa myndað bandalög með vinveittum ríkjum eins og AUKUS þar sem aðildarríkin eru Ástralía, Bretland og Bandaríkin og Quad þar sem aðildarríkin eru Ástralía, Indland, Japan og Bandaríkin. Myndun þessara bandalaga er liður í að styrkja stöðu þessara ríkja gagnvart Kína. Nýlega voru forsetakosningar í Taívan og tíðar ferðir háttsettra erindreka frá Bandaríkjunum til Taívan pirrar stjórnvöld í Peking og eykur spennuna enn frekar. Hvað ætla Bandaríkin og bandamenn þeirra að gera ef stríð skellur á í Austur Asíu? Það er þegar styrjöld í Evrópu og átök í Miðausturlöndum. Hvað ætla Bandaríkin að gera ef stríð brýst út við Kína vegna Taívan eða í Austur Kína hafi, eða sem er enn líklegra vegna yfirráða á Suður Kína hafi? Hvað verður gert ef á svipuðum tíma hefjast átök milli Norður- og Suður Kóreu? Ég er ekki að segja að þetta sé líklegt, en þetta er mögulegt og yrði líklega fljótt stjórnlaust. Þá væri stríð í Evrópu, Mið Austurlöndum og eitt til tvö stríð í Austur Asíu, annað við Kína, hitt á Kóreuskaganum. Hagsmunir á Norðurslóðum, baráttan um siglingaleiðir og auðlindir, og staða Íslands Átökin sem nú fara fram í heiminum eru blessunarlega fjarri Íslandi en það kann að breytast vegna baráttunnar um norðurslóðir sem fer harðnandi.Þar eiga Rússar mikinn rétt vegna langrar strandlengju og vegna landgrunns síns á svæðinu og Kína styrkir nú samband sitt við Rússland. Siglingaleiðir eftir svokölluðu Northern Sea Route er lykilatriði fyrir Kína. Kína skilgreinir sig nú sem „Near Arctic State“ og vill greinilega gera sig gildandi á Norðurslóðum og fyrir þá er samvinna við Rússland grundvallaratriði. Rússland hefur undanfarið aukið hernaðarviðbúnað sinn á þessu svæði. Kína hefur líka verið að auka sína viðveru á norðurslóðum með rannsóknum og með risaverkefni sínu Belti og braut (e. Belt and road initiative). Fyrir utan aðgang að sigingaleiðum og auðlindum getur Kína líka orðið fyrir miklum áhrifum vegna bráðnunar íss á norðurslóðum. Hvaða áhrif myndi t.d. hækkun á yfirborði sjávar hafa á borgir eins Shanghaí? Færi borgin undir sjó? Kína er útflutningsdrifið hagkerfi og mikið af útflutningsvörum landsins fer nú í gegnum Strait of Malacca milli Malasíu og Indónesíu. Þetta er kannski stærsta efnahags- og öryggisvandamál Kína. Nauðsynlegar vörur til Kína, þar á meðal olía frá Persaflóanum fer um þessa leið. Lokist Strait of Malacca getur fljótalega orðið olíuskortur í Kína sem gæti truflað hagkerfið með alvarlegum afleiðingum fyrir Kínverja. Til að komast svo áfram til Evrópu þarf að fara um Rauðahafið þar sem nú eru átök og í gegnum Súesskurðinn. Það er því engin furða að Kína leggi áherslu the Northern Sea Route frá Vladivostok til Murmansk og þaðan til Evrópu og Norður Ameríku. Þessi leið er sögð geta stytt siglingaleiðir um ca. 10 daga. Auðlindir á Norðurslóðum, þar á meðal gas, olía og ýmsir málmar eru að verða aðgengilegir vegna hlýnunar jarðar. Margar þjóðir munu gera tilkall til auðlinda Norðurslóða. Þar eiga væntanlega aðildarríki Norðurskautsráðsins mikinn rétt, en þau eru Kanada, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Rússland og Bandaríkin. Þegar Svíþjóð fær aðild að NATO verða öll aðildarríkin Norðurskautsráðsins NATO ríki nema Rússland. Kína er meðal áheyrnarríkja Norðurskautsráðsins. Þarna er líklegt að spenna milli stórveldanna þriggja, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands fari vaxandi og mikilvægi legu Íslands hernaðarlega fer því líka vaxandi. Ísland er NATO ríki og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Ísland þarf samt sem áður að mínum dómi að leitast við að eiga bærileg samskipti við öll stórveldi sem koma að málum á norðurslóðum. Íslensk stjórnvöld hafa veikt stöðu sína gagnvart Rússlandi með því að loka sendiráði sínu í Moskvu, sem önnur NATO ríki hafa ekki gert. Ísland hefur ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland en lokun sendiráðsins í Moskvu getur torveldað samskipti í framtíðinni. Grænland er mikilvægt í þessu tafli en Danir eiga að gæta hagsmuna Grænlands á Norðurslóðum. Frægt er tilboð Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2019 til stjórnvalda um kaup á Grænlandi. Því tilboði var hafnað bæði af Dönum og Grænlendingum, en það sýnir hvað norðurslóðir eru orðnar mikilvægt svæði fyrir stórveldin. Öll umsvif Kína á Grænlandi væri eru þyrnir í augum Bandaríkjanna nú þegar ríki kalt stríð ríkir milli stórveldanna tveggja. Breyttur og hættulegri heimur Eftir fall Sovétríkjanna 1991 voru Bandaríkin eina stórveldið. Nú eru stórveldin þrjú, Bandaríkin, Kína og Rússland. Við þetta verður heimurinn óstöðugri og hættulegri. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa Kína og Rússland þjappað sér saman og Rússar tengjast Íran og Norður Kóreu mun nánari böndum en áður var. Viðskiptabann Vesturlanda hvetur þessi lönd til samstarfs. Þegar Henry Kissinger, sem lést nýlega, var þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn Richard Nixon var opnað fyrir samskipti Bandaríkjanna við Kína. Það var talið óheppilegt að Bandaríkin væru í hörðum deilum við Sovétríkin og Kína samtímis. Nú er öldin önnur. Nú eru Bandaríkin upptekin í stríði Evrópu og átökum Mið Austurlöndum og mögulegt að eitt, jafnvel tvö, stríð brjótist út í Austur Asíu. Fyrir utan bandalag Kína og Rússlands eru þessi lönd búin að mynda bandalag með svokölluðum BRICS löndum (Brasilíu, Indlandi, Kína, Rússlandi og Suður Afríku). Sá hópur hefur nú stækkað með því að taka inn sex ný lönd, Argentínu, Egyptaland, Eþíópíu, Íran, Sádí Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Nú þegar heimurinn þarf á samvinnu og samstarf að halda til að ná sameiginlegum markmiðum fara átök stig vaxandi. Hagfræðingar tala gjarnan um að frjáls viðskipti milli landa leiði til „positive sum game,“ þar sem allar þjóðir verða betur settar efnahagslega. Það ferli sem nú er í gangi með styrjöldum og refsiaðgerðum og deilum er hinsvegar „negative sum game“ þar sem allir tapa. Nema ef vera skyldi einstaka aðilar eins og hergagnaiðnaðurinn í heiminum sem nú blómstrar sem aldrei fyrr. Þar á bæ virðist bjart framundan. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar