Við erum sammála – að mestu Harpa Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2024 07:01 Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun