Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 18:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að ítarleg rannsókn verði gerð á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé nú í samráði við önnur Norðurlönd um næstu skref og greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til að samráði loknu. Þetta kom fram í færslu sem enski rekningur utanríkisráðuneytisins birti í gær. We call for a thorough inquiry into serious allegations against several UNRWA staff members. Appreciate @UNLazzarini immediate reaction and announcement of a swift investigation. UNRWA s crucial work under the current dire circumstances must continue. pic.twitter.com/TOUBeONXj2— MFA Iceland (@MFAIceland) January 26, 2024 Í gær var haft eftir yfirmanni stofnunarinnar að yfirvöld í Ísrael hafi lagt fram gögn sem bendla tólf starfsmenn stofnunarinnar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann sjöunda október á síðasta ári, þar sem tólf hundruð manns týndu lífi og 250 voru teknir í gíslingu. Í yfirlýsingu Bjarna segir að ásakanirnar séu alvarlegar og að rannsaka þurfi málið í kjölinn. Skjót viðbrögð stofnunarinnar í málinu séu vel metin, og að mikilvægt starf hennar verði að halda áfram í erfiðum aðstæðum. RÚV greinir frá því að stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar þar til rannsókn hefur farið fram. Þetta sé gert í samvinnu við Norðurlönd. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Finnlandi og Hollandi hafa tilkynnt að þau ætli að gera slíkt hið sama. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Þetta kom fram í færslu sem enski rekningur utanríkisráðuneytisins birti í gær. We call for a thorough inquiry into serious allegations against several UNRWA staff members. Appreciate @UNLazzarini immediate reaction and announcement of a swift investigation. UNRWA s crucial work under the current dire circumstances must continue. pic.twitter.com/TOUBeONXj2— MFA Iceland (@MFAIceland) January 26, 2024 Í gær var haft eftir yfirmanni stofnunarinnar að yfirvöld í Ísrael hafi lagt fram gögn sem bendla tólf starfsmenn stofnunarinnar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann sjöunda október á síðasta ári, þar sem tólf hundruð manns týndu lífi og 250 voru teknir í gíslingu. Í yfirlýsingu Bjarna segir að ásakanirnar séu alvarlegar og að rannsaka þurfi málið í kjölinn. Skjót viðbrögð stofnunarinnar í málinu séu vel metin, og að mikilvægt starf hennar verði að halda áfram í erfiðum aðstæðum. RÚV greinir frá því að stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar þar til rannsókn hefur farið fram. Þetta sé gert í samvinnu við Norðurlönd. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Finnlandi og Hollandi hafa tilkynnt að þau ætli að gera slíkt hið sama. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41