Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. janúar 2024 13:34 Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er enn á þeirri skoðun að réttast hefði verið að halda áfram stuðningi við UNRWA en um ákvörðun utanríkisráðherra var rætt á fundi utanríkismálanefndar þingsins í morgun. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslurnar hefur verið umdeild en hún var tekin strax í kjölfarið á ásökunum Ísraelsstjórnar á hendur tólf starfsmönnum UNRWA um að hafa komið að hryðjuverkunum þann 7. október. Ákvörðunin hefur verið umdeild í ljósi þeirrar mannúðarkrísu sem nú ríkir á Gasa en við íbúunum blasir við yfirvofandi hungursneyð ofan á alla eyðilegginguna og dauðsfalla óbreyttra borgara. Ákvörðunin hefur líka verið gagnrýnd vegna skorts á samráði en nokkrir stjórnarþingmenn sögðu að betur hefði farið á því ef Bjarni hefði ráðfært sig við utanríkismálanefnd þingsins áður en ákvörðunin var tekin og lýst yfir. Nefndin fundaði um málið í morgun. Eftir þennan fund, ertu sæmilega sáttur við þær röksemdir sem voru settar fram í kjölfarið? „Nei, ég er ennþá sama sinnis. Við hefðum átt að fara slóð Íra, Norðmanna og Spánverja og greiða áfram en ekki bíða með þær þar til annað kemur í ljós ekki síst vegna þess að ráðherrann segir sjálfur að það hafi ekkert staðið til að senda peningana út um helgina. Ég er líka ósammála ráðherra um að það hafi ekki verið nein ástæða til að ræða málið við utanríkismálanefnd eða inni í ríkisstjórn og þar er hann jafnframt mjög ósammála forsætisráðherra greinilega,“ segir Logi og vísar til andsvara Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Þar sagði hún í pontu Alþingis: „Svo vil ég bara segja það hér líka að það er mjög mikilvægt og hefði betur farið á því að það hefði verið gert fyrr, fyrir þessa ákvörðun, að utanríkismálanefnd Alþingis væri höfð með í ráðum.“ Skynjarðu mikinn hljómgrunn í þinginu um að það hefði í rauninni verið betri ákvörðun að halda áfram greiðslum? „Það eru skiptar skoðanir og þó verð ég nú að segja að mér finnst ráðherra hafa slegið aðeins úr og hann hefur auðvitað sagt að það sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða þessa peninga inn ef rannsókn leiði það í ljós að úrbætur hafi verið gerðar. Það kom líka fram að það getur orðið veruleg krísa ef framlög berast ekki inn í febrúarmánuði og nú á rannsóknin að taka einn mánuð, þannig að við vonum það besta,“ segir Logi Einarsson. Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Samfylkingin Tengdar fréttir „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslurnar hefur verið umdeild en hún var tekin strax í kjölfarið á ásökunum Ísraelsstjórnar á hendur tólf starfsmönnum UNRWA um að hafa komið að hryðjuverkunum þann 7. október. Ákvörðunin hefur verið umdeild í ljósi þeirrar mannúðarkrísu sem nú ríkir á Gasa en við íbúunum blasir við yfirvofandi hungursneyð ofan á alla eyðilegginguna og dauðsfalla óbreyttra borgara. Ákvörðunin hefur líka verið gagnrýnd vegna skorts á samráði en nokkrir stjórnarþingmenn sögðu að betur hefði farið á því ef Bjarni hefði ráðfært sig við utanríkismálanefnd þingsins áður en ákvörðunin var tekin og lýst yfir. Nefndin fundaði um málið í morgun. Eftir þennan fund, ertu sæmilega sáttur við þær röksemdir sem voru settar fram í kjölfarið? „Nei, ég er ennþá sama sinnis. Við hefðum átt að fara slóð Íra, Norðmanna og Spánverja og greiða áfram en ekki bíða með þær þar til annað kemur í ljós ekki síst vegna þess að ráðherrann segir sjálfur að það hafi ekkert staðið til að senda peningana út um helgina. Ég er líka ósammála ráðherra um að það hafi ekki verið nein ástæða til að ræða málið við utanríkismálanefnd eða inni í ríkisstjórn og þar er hann jafnframt mjög ósammála forsætisráðherra greinilega,“ segir Logi og vísar til andsvara Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Þar sagði hún í pontu Alþingis: „Svo vil ég bara segja það hér líka að það er mjög mikilvægt og hefði betur farið á því að það hefði verið gert fyrr, fyrir þessa ákvörðun, að utanríkismálanefnd Alþingis væri höfð með í ráðum.“ Skynjarðu mikinn hljómgrunn í þinginu um að það hefði í rauninni verið betri ákvörðun að halda áfram greiðslum? „Það eru skiptar skoðanir og þó verð ég nú að segja að mér finnst ráðherra hafa slegið aðeins úr og hann hefur auðvitað sagt að það sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða þessa peninga inn ef rannsókn leiði það í ljós að úrbætur hafi verið gerðar. Það kom líka fram að það getur orðið veruleg krísa ef framlög berast ekki inn í febrúarmánuði og nú á rannsóknin að taka einn mánuð, þannig að við vonum það besta,“ segir Logi Einarsson.
Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Samfylkingin Tengdar fréttir „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18
Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22