Grein um Farsæld og kærleiksríka nálgun Jóhanna Helgadóttir skrifar 31. janúar 2024 20:31 Á síðasta ári fór í loftið heimasíða sem ber heitið Farsæld barna. Á síðunni eru upplýsingar um allt sem tengist nýrri löggjöf sem tók gildi 1. janúar 2022 og heitir Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (lög nr. 86 frá árinu 2021). Nú stendur yfir innleiðingarfasi þessara laga. Námið Farsæld barna – viðbótardiplóma á meistarastigi sem kennt er við Háskóla Íslands fór í loftið strax haustið 2022 með það að leiðarljósi að styðja við innleiðingu laganna. Ég er úr hópi þeirra nemenda sem fyrst sóttu námið. Með náminu öðlaðist ég meðal annars skilning á eftirfarandi: Ástæðunni fyrir lagasetningunni. Hvað stendur á bak við lögin. Hvernig þeim er ætlað að þjóna tilskildum árangri, þ.e.a.s. stuðla að farsæld barna. Hversu mikilvæg barnmiðuð nálgun er í starfi okkar sem vinna með börnum og fylgja eftir Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna til þess að tryggja slíka nálgun og Barnvæn samfélög á Íslandi. Hversu mikilvægt frummat starfsfólks á gólfinu er í tengslum við að greina þarfir barna og bregðast við þeim þörfum með snemmtækum stuðningi og inngripum og í framhaldi koma á þverfaglegu samstarfi við aðra fagaðila og sérfræðinga þegar þess gerist þörf í gegnum tengilið sem hefur hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Að viðhorf mitt til barnsins, fjölskyldu barnsins og annarra fagaðila og sérfræðinga er lykillinn að velgengni og kjarninn í því að vel takist til að innleiða lögin og þá hugsjón sem felst í þeim um nýja nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Heimasíðan Farsæld barna https://www.farsaeldbarna.is/er upplýsingasíða til allra sem vilja kynna sér lögin og hvað í þeim felst. Áhersla Farsældarlaganna Aðalatriði laganna felst í nýrri nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Með þeim er verið að skerpa á og samræma verklag á milli allra sveitarfélaga og ríkis. Nú þegar hafa verið gerðar ákveðnar breytingar á stofnunum sem reknar eru af ríkinu og þjónusta börn og barnafjölskyldur. Fleiri breytingar eru í vinnslu og eiga eftir að taka gildi. Öll sveitarfélög á Íslandi taka nú þátt í innleiðingunni og einna helst má sjá þess merki að þau hafa tekið upp sameiginlegt verklag um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna með upplýsingum um Farsæld barna á heimasíðum sínum. Undir slíkum hlekkjum er að finna leiðbeiningar um það hvernig hægt er að óska eftir samþættri þjónustu og í hvaða tilfellum slík samþætting myndi gagnast barni og fjölskyldu þess best. Aftur á móti er kannski ekki eins áberandi að nú þegar eru erindrekar úr náminu Farsæld barna að vinna eftir hugmyndafræði laganna í sínum störfum vítt og breytt um landið, enda er um að ræða þverfaglegt nám, þar sem margar ólíkar starfsstéttir eru saman komnar til þess að vinna í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Ég fagna Farsældarlögunum og þeim breytingum sem felast í þeim. Þá sérstakega fagna ég hugmyndafræði um nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra með ríka áherslu á barnmiðaða nálgun samkvæmt Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (lög nr. 19 frá árinu 2013). Kærleiksrík nálgun í fjölbreyttum nemendahópi Það sem er mér afar hugleikið og brennur á mér hvað varðar viðhorf til barna og fjölskyldna þeirra í þessu samhengi er það sem ég kalla Kærleiksrík nálgun. Bergdís Wilson skólasálfræðingur BSc (Hons), PGDE, MSc, MBPsS, kynnti kærleikstengsl í náminu Farsæld barna. Hún kallaði þau einnig væntumþykjatengsl og geðtengsl. Bergdís starfar í Skotlandi þar sem áherslan er á barnvæna nálgun eftir lögum „Getting It Right For Every Child (GIRFEC)“ og var litið til þeirra við gerð Farsældarlaganna. Ég hef verið að stúdera þætti sem hafa áhrif á tilfinningalega vellíðan í nokkur ár í kennslufræðilegu samhengi, þ.e.a.s. hvernig ég sem kennari get aukið vellíðan barna og unglinga í kennslustofunni minni á þann hátt að nemandinn minn verði móttækilegri fyrir því að stunda nám. Á árunum 2018 – 2021 vann ég þróunarverkefni undir yfirskriftinni Fjölbreytt nálgun í nemendahópnum þar sem ég vann með ákveðna þætti sérstaklega til þess að ná fram eftirfarandi: Skapa betri bekkjaranda. Búa til rými fyrir hvern nemanda til að tilheyra bekkjarsamfélaginu. Auka tilfinningalega vellíðan. Byggja upp árangursrík samskipti. Draga úr hegðunarvanda. Bæta námsárangur. Ég byggði á fyrri reynslu minni, sérfræðiþekkingu sem ég hef aflað mér í gegnum árlega endurmenntun í yfir áratug, þátttöku í öðrum þróunarverkefnum sem ég leiddi og snéru að vellíðan barna, unglinga og ungmenna, ásamt mínum eigin gildum og áherslum í starfi sem hafa mótað mína fagmennsku og á gagnreyndum aðferðum. Núna starfa ég eftir þessari aðferð, minni eigin aðferð sem ég hef þróað og mótað og fengið staðfestingu á að er rétta nálgunin, og ber hún núna heitið Kærleiksrík nálgun í fjölbreyttum nemendahópi. Samfélagslegar og kerfislægar breytingar Í mínum huga og af fenginni reynslu eftir tveggja áratuga starf innan skólakerfisins er löngu kominn tími á samfélagslegar og kerfislægar breytingar. Uppi eru ólík sjónarmið um hversu langt Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nái fram að ganga um slíkar breytingar. Í náminu Farsæld barna áttaði ég mig fljótt á því að það verður fólkið á gólfinu, erindrekar úr náminu, og aðrir sem eru fylgjandi þeim breytingum sem lögin boða, sem verða í lykilstöðu til þess að fá tannhjól kerfislægra breytinga til þess að snúast á þessum vettvangi. Opið hugarfar í stað fastmótaðs hugarfars. Ég hef sett mér það markmið að vera slíkur erindreki í mínum störfum, að gagnrýna með uppbyggjandi hætti þau fastmótuðu viðhorf sem liggja að baki ákvörðunum sem standa í vegi fyrir því að tryggja velferð og farsæld barna og fjölskyldna þeirra. Svo kerfislægar breytingar nái fram að ganga þarf sömuleiðis samfélagslegar breytingar. Í þessu samhengi er ég fyrst og fremst á þessum tíma að líta til viðhorfa. Samfélagslegra viðhorfa til menntunar og tilfinningalegrar vellíðan. Er ég sérfræðingur á kennslu- og velferðarsviði? Síðast liðin 10 ár í störfum mínum innan skólakerfisins hef ég orðið vör við alveg gríðarlega sterka þörf á því að auka við sérhæfingu mína sem kennari í þá átt að verða það sem ég myndi kalla sérfræðingur á kennslu- og velferðarsviði. Sú þróun sem átt hefur sér stað innan skólakerfisins; að skóli er ekki eingöngu menntastofnun heldur einblíni einnig á heilsu og tilfinningalega vellíðan allra sem eru þar innanborðs, hefur aldrei verið fylgt eftir með nægilega mörgum eða fjölbreyttum hópi sérfræðinga á öðrum sviðum. Aftur á móti hefur því verið fylgt eftir með námi og námskeiðum sem fela í sér styrkingu og sérhæfingu kennara á þeim sviðum, í þeim tilgangi að gera þá að einmitt sérfræðingum á ólíkum sviðum þannig að þeir verði í stakk búnir að leysa fjölþættan vanda og gera frummat á þörfum barna innan skólakerfisins. Ég fagna því og hef notið góðs af því sjálf sem kennari. Ég hef aflað mér alveg gríðarlegrar sérhæfingar á því sviði að veita úrræði og inngrip þegar kemur að hegðunarlegum, félagslegum og tilfinningalegum vanda, get kortlagt og gert frummat á stöðu og vanda barns, skilað af mér til réttra aðila, útfært og framkvæmt ýmis inngrip og beitt snemmtækri íhlutun, en upplifi að sama skapi að við sem samfélag áttum okkur ekki á því hversu flókinn og fjölþættur vandi margra er orðinn og að kerfi og sérfræðingar umhverfis slíkan vanda eru ekki til. Jú við heyrum því slegið fram að við Íslendingar eigum heimsmet þegar kemur að fjölda greininga, við erum víst greiningarglöð þjóð. Mér finnst það frábært ef við hefðum fylgt því eftir með fagfólki á gólfinu sem kann að lesa úr öllum þessum greiningargögnum á þann hátt að setja fram áætlun um hvernig eigi að bregðast við og vinna með þann vanda sem hvert barn stendur frammi fyrir í þeim aðstæðum þar sem vandinn birtist! Við eigum langt í land, en höfum sterka sundmenn. Fyrir stuttu var skrifað undir yfirlýsingu um nýtt nám á meistarastigi sem ætlað er að efla skólafólk í árangursríkum starfsháttum sem styðja við félags- og tilfinningahæfni barna og unglinga. Allt saman gott og gilt. Mig vantar samt sem áður sérfræðinga og fagfólk sem vinna samhliða mér á gólfinu í raunaðstæðum barns sem geta gripið inn í strax með gagnreyndum aðferðum. Ég er þakklát fyrir ráðgefandi sérfræðinga og fagfólk, þau hafa reynst mér vel. En að sama skapi finnst mér oft gleymast að við sem erum starfandi á gólfinu erum í langflestum tilfellum ekki sérfræðingar á þessum sviðum og þar af leiðandi erum við ekki í stakk búinn að beita þeim inngripum sem þarf til þess að mæta flóknum og fjölþættum vanda og oft á tíðum er það ekki heldur í valdi foreldra og forráðamanna og þess vegna erum við stödd á þeim stað að vanta sárlega aðstoð! Þá er erfitt að taka á móti ráðgefandi aðila og hans ráðleggingum ef við höfum ekki á færi okkar að útfæra þau og framkvæma eins og sérfræðingur í þeim myndi sjálfur gera á gólfinu. Ég bind vonir við að með Farsældarlögunum verði lögð aukin áhersla á að veita úrræði, íhlutun og inngrip sem tengjast því að vinna með þann vanda sem birtist í lífi barnsins í því umhverfi sem barnið er í hverju sinni á þann hátt að slíkt leiði til velferðar og farsældar barninu og fjölskyldu þess í hag. Höfundur er sérfræðingur í sértækum kennsluúrræðum, grunnskólakennari og eigandi Sigursetursins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Félagsmál Barnavernd Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári fór í loftið heimasíða sem ber heitið Farsæld barna. Á síðunni eru upplýsingar um allt sem tengist nýrri löggjöf sem tók gildi 1. janúar 2022 og heitir Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (lög nr. 86 frá árinu 2021). Nú stendur yfir innleiðingarfasi þessara laga. Námið Farsæld barna – viðbótardiplóma á meistarastigi sem kennt er við Háskóla Íslands fór í loftið strax haustið 2022 með það að leiðarljósi að styðja við innleiðingu laganna. Ég er úr hópi þeirra nemenda sem fyrst sóttu námið. Með náminu öðlaðist ég meðal annars skilning á eftirfarandi: Ástæðunni fyrir lagasetningunni. Hvað stendur á bak við lögin. Hvernig þeim er ætlað að þjóna tilskildum árangri, þ.e.a.s. stuðla að farsæld barna. Hversu mikilvæg barnmiðuð nálgun er í starfi okkar sem vinna með börnum og fylgja eftir Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna til þess að tryggja slíka nálgun og Barnvæn samfélög á Íslandi. Hversu mikilvægt frummat starfsfólks á gólfinu er í tengslum við að greina þarfir barna og bregðast við þeim þörfum með snemmtækum stuðningi og inngripum og í framhaldi koma á þverfaglegu samstarfi við aðra fagaðila og sérfræðinga þegar þess gerist þörf í gegnum tengilið sem hefur hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Að viðhorf mitt til barnsins, fjölskyldu barnsins og annarra fagaðila og sérfræðinga er lykillinn að velgengni og kjarninn í því að vel takist til að innleiða lögin og þá hugsjón sem felst í þeim um nýja nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Heimasíðan Farsæld barna https://www.farsaeldbarna.is/er upplýsingasíða til allra sem vilja kynna sér lögin og hvað í þeim felst. Áhersla Farsældarlaganna Aðalatriði laganna felst í nýrri nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Með þeim er verið að skerpa á og samræma verklag á milli allra sveitarfélaga og ríkis. Nú þegar hafa verið gerðar ákveðnar breytingar á stofnunum sem reknar eru af ríkinu og þjónusta börn og barnafjölskyldur. Fleiri breytingar eru í vinnslu og eiga eftir að taka gildi. Öll sveitarfélög á Íslandi taka nú þátt í innleiðingunni og einna helst má sjá þess merki að þau hafa tekið upp sameiginlegt verklag um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna með upplýsingum um Farsæld barna á heimasíðum sínum. Undir slíkum hlekkjum er að finna leiðbeiningar um það hvernig hægt er að óska eftir samþættri þjónustu og í hvaða tilfellum slík samþætting myndi gagnast barni og fjölskyldu þess best. Aftur á móti er kannski ekki eins áberandi að nú þegar eru erindrekar úr náminu Farsæld barna að vinna eftir hugmyndafræði laganna í sínum störfum vítt og breytt um landið, enda er um að ræða þverfaglegt nám, þar sem margar ólíkar starfsstéttir eru saman komnar til þess að vinna í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Ég fagna Farsældarlögunum og þeim breytingum sem felast í þeim. Þá sérstakega fagna ég hugmyndafræði um nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra með ríka áherslu á barnmiðaða nálgun samkvæmt Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (lög nr. 19 frá árinu 2013). Kærleiksrík nálgun í fjölbreyttum nemendahópi Það sem er mér afar hugleikið og brennur á mér hvað varðar viðhorf til barna og fjölskyldna þeirra í þessu samhengi er það sem ég kalla Kærleiksrík nálgun. Bergdís Wilson skólasálfræðingur BSc (Hons), PGDE, MSc, MBPsS, kynnti kærleikstengsl í náminu Farsæld barna. Hún kallaði þau einnig væntumþykjatengsl og geðtengsl. Bergdís starfar í Skotlandi þar sem áherslan er á barnvæna nálgun eftir lögum „Getting It Right For Every Child (GIRFEC)“ og var litið til þeirra við gerð Farsældarlaganna. Ég hef verið að stúdera þætti sem hafa áhrif á tilfinningalega vellíðan í nokkur ár í kennslufræðilegu samhengi, þ.e.a.s. hvernig ég sem kennari get aukið vellíðan barna og unglinga í kennslustofunni minni á þann hátt að nemandinn minn verði móttækilegri fyrir því að stunda nám. Á árunum 2018 – 2021 vann ég þróunarverkefni undir yfirskriftinni Fjölbreytt nálgun í nemendahópnum þar sem ég vann með ákveðna þætti sérstaklega til þess að ná fram eftirfarandi: Skapa betri bekkjaranda. Búa til rými fyrir hvern nemanda til að tilheyra bekkjarsamfélaginu. Auka tilfinningalega vellíðan. Byggja upp árangursrík samskipti. Draga úr hegðunarvanda. Bæta námsárangur. Ég byggði á fyrri reynslu minni, sérfræðiþekkingu sem ég hef aflað mér í gegnum árlega endurmenntun í yfir áratug, þátttöku í öðrum þróunarverkefnum sem ég leiddi og snéru að vellíðan barna, unglinga og ungmenna, ásamt mínum eigin gildum og áherslum í starfi sem hafa mótað mína fagmennsku og á gagnreyndum aðferðum. Núna starfa ég eftir þessari aðferð, minni eigin aðferð sem ég hef þróað og mótað og fengið staðfestingu á að er rétta nálgunin, og ber hún núna heitið Kærleiksrík nálgun í fjölbreyttum nemendahópi. Samfélagslegar og kerfislægar breytingar Í mínum huga og af fenginni reynslu eftir tveggja áratuga starf innan skólakerfisins er löngu kominn tími á samfélagslegar og kerfislægar breytingar. Uppi eru ólík sjónarmið um hversu langt Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nái fram að ganga um slíkar breytingar. Í náminu Farsæld barna áttaði ég mig fljótt á því að það verður fólkið á gólfinu, erindrekar úr náminu, og aðrir sem eru fylgjandi þeim breytingum sem lögin boða, sem verða í lykilstöðu til þess að fá tannhjól kerfislægra breytinga til þess að snúast á þessum vettvangi. Opið hugarfar í stað fastmótaðs hugarfars. Ég hef sett mér það markmið að vera slíkur erindreki í mínum störfum, að gagnrýna með uppbyggjandi hætti þau fastmótuðu viðhorf sem liggja að baki ákvörðunum sem standa í vegi fyrir því að tryggja velferð og farsæld barna og fjölskyldna þeirra. Svo kerfislægar breytingar nái fram að ganga þarf sömuleiðis samfélagslegar breytingar. Í þessu samhengi er ég fyrst og fremst á þessum tíma að líta til viðhorfa. Samfélagslegra viðhorfa til menntunar og tilfinningalegrar vellíðan. Er ég sérfræðingur á kennslu- og velferðarsviði? Síðast liðin 10 ár í störfum mínum innan skólakerfisins hef ég orðið vör við alveg gríðarlega sterka þörf á því að auka við sérhæfingu mína sem kennari í þá átt að verða það sem ég myndi kalla sérfræðingur á kennslu- og velferðarsviði. Sú þróun sem átt hefur sér stað innan skólakerfisins; að skóli er ekki eingöngu menntastofnun heldur einblíni einnig á heilsu og tilfinningalega vellíðan allra sem eru þar innanborðs, hefur aldrei verið fylgt eftir með nægilega mörgum eða fjölbreyttum hópi sérfræðinga á öðrum sviðum. Aftur á móti hefur því verið fylgt eftir með námi og námskeiðum sem fela í sér styrkingu og sérhæfingu kennara á þeim sviðum, í þeim tilgangi að gera þá að einmitt sérfræðingum á ólíkum sviðum þannig að þeir verði í stakk búnir að leysa fjölþættan vanda og gera frummat á þörfum barna innan skólakerfisins. Ég fagna því og hef notið góðs af því sjálf sem kennari. Ég hef aflað mér alveg gríðarlegrar sérhæfingar á því sviði að veita úrræði og inngrip þegar kemur að hegðunarlegum, félagslegum og tilfinningalegum vanda, get kortlagt og gert frummat á stöðu og vanda barns, skilað af mér til réttra aðila, útfært og framkvæmt ýmis inngrip og beitt snemmtækri íhlutun, en upplifi að sama skapi að við sem samfélag áttum okkur ekki á því hversu flókinn og fjölþættur vandi margra er orðinn og að kerfi og sérfræðingar umhverfis slíkan vanda eru ekki til. Jú við heyrum því slegið fram að við Íslendingar eigum heimsmet þegar kemur að fjölda greininga, við erum víst greiningarglöð þjóð. Mér finnst það frábært ef við hefðum fylgt því eftir með fagfólki á gólfinu sem kann að lesa úr öllum þessum greiningargögnum á þann hátt að setja fram áætlun um hvernig eigi að bregðast við og vinna með þann vanda sem hvert barn stendur frammi fyrir í þeim aðstæðum þar sem vandinn birtist! Við eigum langt í land, en höfum sterka sundmenn. Fyrir stuttu var skrifað undir yfirlýsingu um nýtt nám á meistarastigi sem ætlað er að efla skólafólk í árangursríkum starfsháttum sem styðja við félags- og tilfinningahæfni barna og unglinga. Allt saman gott og gilt. Mig vantar samt sem áður sérfræðinga og fagfólk sem vinna samhliða mér á gólfinu í raunaðstæðum barns sem geta gripið inn í strax með gagnreyndum aðferðum. Ég er þakklát fyrir ráðgefandi sérfræðinga og fagfólk, þau hafa reynst mér vel. En að sama skapi finnst mér oft gleymast að við sem erum starfandi á gólfinu erum í langflestum tilfellum ekki sérfræðingar á þessum sviðum og þar af leiðandi erum við ekki í stakk búinn að beita þeim inngripum sem þarf til þess að mæta flóknum og fjölþættum vanda og oft á tíðum er það ekki heldur í valdi foreldra og forráðamanna og þess vegna erum við stödd á þeim stað að vanta sárlega aðstoð! Þá er erfitt að taka á móti ráðgefandi aðila og hans ráðleggingum ef við höfum ekki á færi okkar að útfæra þau og framkvæma eins og sérfræðingur í þeim myndi sjálfur gera á gólfinu. Ég bind vonir við að með Farsældarlögunum verði lögð aukin áhersla á að veita úrræði, íhlutun og inngrip sem tengjast því að vinna með þann vanda sem birtist í lífi barnsins í því umhverfi sem barnið er í hverju sinni á þann hátt að slíkt leiði til velferðar og farsældar barninu og fjölskyldu þess í hag. Höfundur er sérfræðingur í sértækum kennsluúrræðum, grunnskólakennari og eigandi Sigursetursins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar