Vill færa skráningu Tesla til Texas Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 18:16 Elon Musk segir að hluthafafundur verði haldinn um það að flytja skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware birti úrskurð í máli sem gæti kostað Musk tugi milljarða dala. AP/Leon Neal Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur. Samningurinn var einn sá stærsti sem hefur verið gerður en hluthafi í Tesla höfðaði mál i skattaparadísinni Delaware, þar sem fyrirtækið er skráð. Hann sagði stjórn fyrirtækisins hafa afvegaleitt hluthafa og farið gegn skyldum sínum. Úrskurðurinn þýðir að Musk geti orðið af upphæð sem samsvarar um 7,5 billjónum króna. Eftir að úrskurðurinn var birtur skrifaði Musk á X, samfélagsmiðil sinn, að fólk ætti ekki að skrá fyrirtæki sín í Delaware. Sjá einnig: Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Höfuðstöðvar Tesla eru í Texas og í gær hélt Musk könnun á X þar sem hann spurði hvort skrá ætti félagið þar einnig. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu já. Musk sagði svo í dag að farið yrði í það að halda hluthafafund um að skrá Tesla í Texas. The public vote is unequivocally in favor of Texas!Tesla will move immediately to hold a shareholder vote to transfer state of incorporation to Texas. https://t.co/ParwqQvS3d— Elon Musk (@elonmusk) February 1, 2024 Á undanförnum árum hefur Musk fært starfsemi nokkurra fyrirtækja sinna til Texas. Hann færði höfuðstöðvar Tesla þangað frá Kaliforníu árið 2021 og SpaceX er sömuleiðis með umfangsmiklar starfsemi í ríkinu. Í samtali við Wall Street Journal segir lagaprófessor sem sérhæfir sig í málum sem þessum að það að færa skráningu Tesla myndi engin áhrif hafa á úrskurð dómarans í Delaware. Hann segir réttarkerfið í Delaware hannað til að vernda hagsmuni hluthafa og dregur í efa að hluthafar Tesla muni samþykkja flutninginn út af því að Musk sé ósáttur við einn tiltekinn dómara. Um 68 prósent af fimm hundruð verðmætustu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware, samkvæmt frétt WSJ. Árið 2022 voru fjögur af hverjum fimm nýjum fyrirtækjum í Bandaríkjunum skráð þar og réttarkerfið í Delaware hefur um árabil verið þar sem stærstu dómsmál sem tengjast samruna fyrirtækja og yfirtökum verið tekin fyrir þar. Bandaríkin Tesla X (Twitter) Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Samningurinn var einn sá stærsti sem hefur verið gerður en hluthafi í Tesla höfðaði mál i skattaparadísinni Delaware, þar sem fyrirtækið er skráð. Hann sagði stjórn fyrirtækisins hafa afvegaleitt hluthafa og farið gegn skyldum sínum. Úrskurðurinn þýðir að Musk geti orðið af upphæð sem samsvarar um 7,5 billjónum króna. Eftir að úrskurðurinn var birtur skrifaði Musk á X, samfélagsmiðil sinn, að fólk ætti ekki að skrá fyrirtæki sín í Delaware. Sjá einnig: Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Höfuðstöðvar Tesla eru í Texas og í gær hélt Musk könnun á X þar sem hann spurði hvort skrá ætti félagið þar einnig. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu já. Musk sagði svo í dag að farið yrði í það að halda hluthafafund um að skrá Tesla í Texas. The public vote is unequivocally in favor of Texas!Tesla will move immediately to hold a shareholder vote to transfer state of incorporation to Texas. https://t.co/ParwqQvS3d— Elon Musk (@elonmusk) February 1, 2024 Á undanförnum árum hefur Musk fært starfsemi nokkurra fyrirtækja sinna til Texas. Hann færði höfuðstöðvar Tesla þangað frá Kaliforníu árið 2021 og SpaceX er sömuleiðis með umfangsmiklar starfsemi í ríkinu. Í samtali við Wall Street Journal segir lagaprófessor sem sérhæfir sig í málum sem þessum að það að færa skráningu Tesla myndi engin áhrif hafa á úrskurð dómarans í Delaware. Hann segir réttarkerfið í Delaware hannað til að vernda hagsmuni hluthafa og dregur í efa að hluthafar Tesla muni samþykkja flutninginn út af því að Musk sé ósáttur við einn tiltekinn dómara. Um 68 prósent af fimm hundruð verðmætustu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware, samkvæmt frétt WSJ. Árið 2022 voru fjögur af hverjum fimm nýjum fyrirtækjum í Bandaríkjunum skráð þar og réttarkerfið í Delaware hefur um árabil verið þar sem stærstu dómsmál sem tengjast samruna fyrirtækja og yfirtökum verið tekin fyrir þar.
Bandaríkin Tesla X (Twitter) Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira