Tími kominn að ræða varnarmál Bryndís Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2024 12:32 Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun