Hver er þinn hirðir? Ingólfur Gíslason skrifar 7. febrúar 2024 11:00 Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun