„Þá er þetta bara búið hjá okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2024 21:09 Verðmætabjörgun fyrirtækja í Grindavík fór fram í dag. Vísir Uppsagnir fyrirtækja í Grindavík eru áhyggjuefni að mati bæjarbúa sem segja lítið eftir af bænum ef fyrirtækin fara. Starfsfólk nokkurra fyrirtækja vann að verðmætabjörgun í bænum í dag en hjá sumum þeirra er tjónið þegar orðið gífurlegt. Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11
Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09
Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42