Hraunflæðið kemur á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 11:25 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun. „Þetta kemur manni dálítið á óvart og er í raun og veru bara merkilegt og ekki góð tíðindi. Við erum búin að missa hér Grindavíkurveg og eins Bláa lónsveginn,“ segir Úlfar. Þetta kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Kristján Már Unnasson fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við Grindavíkurveg sem hraun rann yfir í morgun. Áður höfðu viðbragðsaðilar sagt í morgun að innviðum stafaði lítil hætta af hrauninu. Úlfar segir að sér sýnist sem svo að góður hraði sé á hrauninu. Um 300 metrar virðist vera í heitavatnslögn HS Veitna frá Svartsengi. Mikla athygli vakti að sjá mátti vinnumenn á gröfu við hraunið á vefmyndavél Vísis í morgun. Úlfar segir að þeir hafi verið að reyna að verja hitaveitulögnina. „Við sjáum það líka að þetta hraun liggur ekki upp að varnargarðinum en svo ertu með skarð þarna í garðinum aðeins lengra en menn eru viðbúnir að fylla upp í það ef þess gerist þörf.“ Vinnan vakti mikla athygli. Úlfar segir mestu hættuna sem stafi af hrauninu fyrir innviði vera fyrir vatnsbúskapinn. Þar sé heitavatnslögnin það sem máli skipti. Hann segi viðbragð það sama og verið hefur. Varðandi Grindvíkinga sem flutt hafa búslóð sína úr bænum undanfarna daga segir Úlfar að það sé nú allt til endurskoðunar. Ekki sé ljóst hvernig það verði en tiltölulega fáir íbúar hafi verið í bænum í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
„Þetta kemur manni dálítið á óvart og er í raun og veru bara merkilegt og ekki góð tíðindi. Við erum búin að missa hér Grindavíkurveg og eins Bláa lónsveginn,“ segir Úlfar. Þetta kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Kristján Már Unnasson fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við Grindavíkurveg sem hraun rann yfir í morgun. Áður höfðu viðbragðsaðilar sagt í morgun að innviðum stafaði lítil hætta af hrauninu. Úlfar segir að sér sýnist sem svo að góður hraði sé á hrauninu. Um 300 metrar virðist vera í heitavatnslögn HS Veitna frá Svartsengi. Mikla athygli vakti að sjá mátti vinnumenn á gröfu við hraunið á vefmyndavél Vísis í morgun. Úlfar segir að þeir hafi verið að reyna að verja hitaveitulögnina. „Við sjáum það líka að þetta hraun liggur ekki upp að varnargarðinum en svo ertu með skarð þarna í garðinum aðeins lengra en menn eru viðbúnir að fylla upp í það ef þess gerist þörf.“ Vinnan vakti mikla athygli. Úlfar segir mestu hættuna sem stafi af hrauninu fyrir innviði vera fyrir vatnsbúskapinn. Þar sé heitavatnslögnin það sem máli skipti. Hann segi viðbragð það sama og verið hefur. Varðandi Grindvíkinga sem flutt hafa búslóð sína úr bænum undanfarna daga segir Úlfar að það sé nú allt til endurskoðunar. Ekki sé ljóst hvernig það verði en tiltölulega fáir íbúar hafi verið í bænum í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23
Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57
Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12