Skulda- eða kuldadagar Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:31 Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Orkumál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun