Yfir 700 hjúkrunarfræðingar grunaðir um svindl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 10:30 Erlendir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að standast próf til að fá starfsleyfi á Bretlandseyjum. epa/Tolga Akmen Rannsókn stendur yfir á Bretlandseyjum þar sem grunur leikur á að yfir 700 hjúkrunarfræðingar hafi greitt milligönguaðila fyrir að taka próf í Nígeríu, til að tryggja sér leyfi til að starfa á Bretlandi. Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi. Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi.
Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira