Yfir 700 hjúkrunarfræðingar grunaðir um svindl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 10:30 Erlendir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að standast próf til að fá starfsleyfi á Bretlandseyjum. epa/Tolga Akmen Rannsókn stendur yfir á Bretlandseyjum þar sem grunur leikur á að yfir 700 hjúkrunarfræðingar hafi greitt milligönguaðila fyrir að taka próf í Nígeríu, til að tryggja sér leyfi til að starfa á Bretlandi. Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi. Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi.
Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira