Hefur þú heyrt um sólblómabandið? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:30 Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun