Innrásin varð til þess að eldsneytisverð hækkaði gífurlega og gasreikningurinn einnig hjá heimilum um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Global Witness en Guardian fjallar um málið.
Félögin fimm eru BP, Shell, Chevron, ExxonMobil og TotalEnergies. Guardian fjallar um málið og bendir á að hagnaður bresku félaganna tveggja, BP og Shell, sé nægur til að borga rafmagnsreikninginn hjá öllum heimilum á Bretlandseyjum, í sautján mánuði í röð.
Patrick Galey, sérfræðingur hjá Global Witness segir að þrátt fyrir að innrásin í Úkraínu hafi haft geigvænlegar afleiðingar fyrir milljónir manna þá séu olíufélögin greinilegir sigurvegarar í stríðinu til þessa.