Sóknarfærin eru til staðar Bragi Bjarnason skrifar 21. febrúar 2024 09:31 Samfélagið okkar er ótrúlega fjölbreytt og kannski sem betur fer höfum við ekki öll sömu skoðun á hlutunum. Allt frá því að horfa til þess hvað við erum örugg á Íslandi fyrir stríðsátökum en á móti vanmáttug gagnvart móður náttúru. Aðrir hlutir, líkt og lokun sundlauga vegna kuldatíðar, hækkun gjalda, pólitík eða kjarasamningsviðræður virka mögulega hálfgerð aukaatriði í þessu samhengi en hafa samt áhrif á okkar daglega líf og taka pláss í umræðunni. Það sýnir held ég þessa fjölbreytni hvernig umræðan getur þróast þegar mismunandi raddir og skoðanir mætast. Það er eins hér í Árborg að mörg áhugaverð mál eru í gangi. Fjármálin og sala eigna Við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árin 2024-2027 í desember sl. lagði meirihluti bæjarstjórnar fram meginlínurnar við endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins. Í hreinskilni sagt, þung áætlun sem ásamt áframhaldandi hagræðingu í rekstri eykur tímabundið byrðar á okkur íbúa. Sveitarfélagið varð því miður í ljósi fjárhagsstöðunnar að setja 1,474 prósentustiga viðbótarálag á útsvarið fyrir árið 2024. Það er ekki léttvæg ákvörðun hjá bæjarstjórn og eingöngu gert tímabundið til að sveitarfélagið komist fyrr í gegnum uppsafnaðan fjárhagsvanda. Viðbótarálagið kemur þó ekki til greiðslu fyrr en við uppgjör frá skattinum í júní árið 2025. Fyrir einstakling með um 10 milljónir í árstekjur getur það þýtt um 130-140 þúsund krónur sem deilast þá til greiðslu á nokkra mánuði. Þetta reynir sannarlega á okkur öll. Áætlunin “Brú til betri vegar” mun að sama skapi gefa okkur sterkari grunn til að lækka álögur til framtíðar og gera sveitarfélaginu kleift að standa undir þeirri þjónustu sem því ber að veita okkur íbúum. Það hjálpar til að mikill áhugi er á uppbyggingu í Árborg og sala lóða hefur skilað sveitarfélaginu fjármunum sem minnkar þörf á lánsfé. Slíkt er jákvætt í núverandi vaxtaumhverfi og styður ennþá betur við áætlunina og þann viðsnúning sem verður á næstu árum. Þétting byggðar Sveitarfélagið hefur unnið undanfarin ár að því að skoða mögulegar lausar lóðir undir einbýlishús í eldri götum sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd hefur látið vinna deiliskipulag fyrir um tíu einbýlishúsalóðir á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt lóðir í Lágengi og Reyrhaga á Selfossi og verða fleiri lóðir teknar formlega fyrir á næstu vikum. Ef áætlanir ganga eftir ætti að vera hægt að auglýsa þær til sölu og úthlutunar síðar í vor. Horft er til þess að lóðirnar auki valmöguleika í lóðaframboði í sveitarfélaginu og um leið nýta lóðir sem hafa staðið auðar eða verið nýttar undir annað. Það er vert að hrósa framkvæmdaaðilum, starfsmönnum og skipulagsnefnd en vinna við deiliskipulög hefur almennt gengið vel og skilvirkt samstarf verið milli aðila. Það er mikilvægt að slíkt samstarf sé gott enda eru skipulagsmálin grunnur að svo mörgu öðru í samfélaginu og hafa áhrif víða. Íbúar standa sig vel í flokkun Umhverfisnefnd Árborgar fór nýlega yfir stöðu sorphirðu og flokkunar í sveitarfélaginu í kjölfar umfangsmikilla breytinga á reglum á sl. ári. Við íbúar í Árborg erum heilt yfir að standa okkur vel í flokkun á sorpi og endurspeglast það í endurgreiðslum frá úrvinnslusjóði, en þær námu um 34,5 milljónum árið 2023. Hrós til okkar allra en þessi árangur gerir það að verkum að sorphirðugjöldin sem eru hluti af fasteignagjöldunum hækka minna en ella á milli ára eða innan við 3 prósent. Hjá mörgum sem fóru í tvískiptar tunnur gætu þau reyndar hafa lækkað aðeins sem er auðvitað mjög jákvætt. Sú nýbreytni var gerð á álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2024 að brjóta betur niður sorphirðugjöldin og sýna kostnað á hverjum lið. Upphæðin hefur alltaf komið fram í einni línu undir sorphirðugjöldum en núna sjást allir kostnaðarþættir ásamt sameiginlega kostnaðinum. Í þessum málaflokki eru ennþá sóknarfæri fyrir okkur til að lækka kostnað, bæta flokkun og þá um leið hafa áhrif á sorphirðugjöldin. Þar mætti nefna grenndarstöðvarnar sem taka á móti gleri, málmum og textíl. Líkt og sjá má á myndinni hér að neðan þá var á árinu 2023 safnað um 42 tonnum af sorpi frá grenndarstöðvunum sem skiptast reyndar í fleiri flokka þar sem flokkunarkerfinu var breytt á miðju ári. Það sem er endurvinnanlegt fáum við til baka frá úrvinnslusjóði og því er tækifæri að minnka annan úrgang sem kemur á grenndarstöðvarnar. Árið 2023 voru það um 8 tonn eða 20 prósent af heildinni svo ávinningurinn getur verið talsverður. Til stendur að fjölga grenndarstöðvum og endurskoða staðsetningar til að auðvelda okkur íbúum að nýta þær betur. Söfnun á grenndarstöðvum í Árborg árið 2023, talið í kg. Síðan er vert að nefna hinsegin vikuna í Árborg sem verður 26.febrúar til 1.mars. Þar er fjölbreytileika samfélagsins fagnað og geta allir tekið þátt á sínum forsendum. Sunnulækjarskóli á Selfossi tekur þátt í þróunarverkefninu Farsældargildi með Menntamálastofnun og íþróttafélagið Suðri, í samstarfi við Umf. Selfoss, tekur þátt í samstarfsverkefninu “Allir með” sem er ætlað að fjölga tækifærum fatlaðra barna til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi. Þetta er aðeins brot af því helsta og til að næra menninguna eru m.a. reglulega tónlistarviðburðir á svæðinu, hægt að kíkja á Veiðisafnið á Stokkseyri, byggðasafnið á Eyrarbakka eða bókasafnið þar sem alltaf er eitthvað nýtt í gangi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar er ótrúlega fjölbreytt og kannski sem betur fer höfum við ekki öll sömu skoðun á hlutunum. Allt frá því að horfa til þess hvað við erum örugg á Íslandi fyrir stríðsátökum en á móti vanmáttug gagnvart móður náttúru. Aðrir hlutir, líkt og lokun sundlauga vegna kuldatíðar, hækkun gjalda, pólitík eða kjarasamningsviðræður virka mögulega hálfgerð aukaatriði í þessu samhengi en hafa samt áhrif á okkar daglega líf og taka pláss í umræðunni. Það sýnir held ég þessa fjölbreytni hvernig umræðan getur þróast þegar mismunandi raddir og skoðanir mætast. Það er eins hér í Árborg að mörg áhugaverð mál eru í gangi. Fjármálin og sala eigna Við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árin 2024-2027 í desember sl. lagði meirihluti bæjarstjórnar fram meginlínurnar við endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins. Í hreinskilni sagt, þung áætlun sem ásamt áframhaldandi hagræðingu í rekstri eykur tímabundið byrðar á okkur íbúa. Sveitarfélagið varð því miður í ljósi fjárhagsstöðunnar að setja 1,474 prósentustiga viðbótarálag á útsvarið fyrir árið 2024. Það er ekki léttvæg ákvörðun hjá bæjarstjórn og eingöngu gert tímabundið til að sveitarfélagið komist fyrr í gegnum uppsafnaðan fjárhagsvanda. Viðbótarálagið kemur þó ekki til greiðslu fyrr en við uppgjör frá skattinum í júní árið 2025. Fyrir einstakling með um 10 milljónir í árstekjur getur það þýtt um 130-140 þúsund krónur sem deilast þá til greiðslu á nokkra mánuði. Þetta reynir sannarlega á okkur öll. Áætlunin “Brú til betri vegar” mun að sama skapi gefa okkur sterkari grunn til að lækka álögur til framtíðar og gera sveitarfélaginu kleift að standa undir þeirri þjónustu sem því ber að veita okkur íbúum. Það hjálpar til að mikill áhugi er á uppbyggingu í Árborg og sala lóða hefur skilað sveitarfélaginu fjármunum sem minnkar þörf á lánsfé. Slíkt er jákvætt í núverandi vaxtaumhverfi og styður ennþá betur við áætlunina og þann viðsnúning sem verður á næstu árum. Þétting byggðar Sveitarfélagið hefur unnið undanfarin ár að því að skoða mögulegar lausar lóðir undir einbýlishús í eldri götum sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd hefur látið vinna deiliskipulag fyrir um tíu einbýlishúsalóðir á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt lóðir í Lágengi og Reyrhaga á Selfossi og verða fleiri lóðir teknar formlega fyrir á næstu vikum. Ef áætlanir ganga eftir ætti að vera hægt að auglýsa þær til sölu og úthlutunar síðar í vor. Horft er til þess að lóðirnar auki valmöguleika í lóðaframboði í sveitarfélaginu og um leið nýta lóðir sem hafa staðið auðar eða verið nýttar undir annað. Það er vert að hrósa framkvæmdaaðilum, starfsmönnum og skipulagsnefnd en vinna við deiliskipulög hefur almennt gengið vel og skilvirkt samstarf verið milli aðila. Það er mikilvægt að slíkt samstarf sé gott enda eru skipulagsmálin grunnur að svo mörgu öðru í samfélaginu og hafa áhrif víða. Íbúar standa sig vel í flokkun Umhverfisnefnd Árborgar fór nýlega yfir stöðu sorphirðu og flokkunar í sveitarfélaginu í kjölfar umfangsmikilla breytinga á reglum á sl. ári. Við íbúar í Árborg erum heilt yfir að standa okkur vel í flokkun á sorpi og endurspeglast það í endurgreiðslum frá úrvinnslusjóði, en þær námu um 34,5 milljónum árið 2023. Hrós til okkar allra en þessi árangur gerir það að verkum að sorphirðugjöldin sem eru hluti af fasteignagjöldunum hækka minna en ella á milli ára eða innan við 3 prósent. Hjá mörgum sem fóru í tvískiptar tunnur gætu þau reyndar hafa lækkað aðeins sem er auðvitað mjög jákvætt. Sú nýbreytni var gerð á álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2024 að brjóta betur niður sorphirðugjöldin og sýna kostnað á hverjum lið. Upphæðin hefur alltaf komið fram í einni línu undir sorphirðugjöldum en núna sjást allir kostnaðarþættir ásamt sameiginlega kostnaðinum. Í þessum málaflokki eru ennþá sóknarfæri fyrir okkur til að lækka kostnað, bæta flokkun og þá um leið hafa áhrif á sorphirðugjöldin. Þar mætti nefna grenndarstöðvarnar sem taka á móti gleri, málmum og textíl. Líkt og sjá má á myndinni hér að neðan þá var á árinu 2023 safnað um 42 tonnum af sorpi frá grenndarstöðvunum sem skiptast reyndar í fleiri flokka þar sem flokkunarkerfinu var breytt á miðju ári. Það sem er endurvinnanlegt fáum við til baka frá úrvinnslusjóði og því er tækifæri að minnka annan úrgang sem kemur á grenndarstöðvarnar. Árið 2023 voru það um 8 tonn eða 20 prósent af heildinni svo ávinningurinn getur verið talsverður. Til stendur að fjölga grenndarstöðvum og endurskoða staðsetningar til að auðvelda okkur íbúum að nýta þær betur. Söfnun á grenndarstöðvum í Árborg árið 2023, talið í kg. Síðan er vert að nefna hinsegin vikuna í Árborg sem verður 26.febrúar til 1.mars. Þar er fjölbreytileika samfélagsins fagnað og geta allir tekið þátt á sínum forsendum. Sunnulækjarskóli á Selfossi tekur þátt í þróunarverkefninu Farsældargildi með Menntamálastofnun og íþróttafélagið Suðri, í samstarfi við Umf. Selfoss, tekur þátt í samstarfsverkefninu “Allir með” sem er ætlað að fjölga tækifærum fatlaðra barna til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi. Þetta er aðeins brot af því helsta og til að næra menninguna eru m.a. reglulega tónlistarviðburðir á svæðinu, hægt að kíkja á Veiðisafnið á Stokkseyri, byggðasafnið á Eyrarbakka eða bókasafnið þar sem alltaf er eitthvað nýtt í gangi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun